Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58
Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Dómsmálaráðherra mun ekki skipa nýjan vararíkissaksóknara í ljósi boðaðrar lagasetningar sem færir skipunarvaldið frá ráðherra til ríkissaksóknara. Innlent 9.9.2025 16:58
Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21
Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04
Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57
Skipar nefnd um jafnrétti karla Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið. Innlent 9.9.2025 14:53
Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess. Innlent 9.9.2025 14:23
Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. Erlent 9.9.2025 13:48
Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Erlent 9.9.2025 13:46
Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. Innlent 9.9.2025 12:51
„Við munum reyna að bæta öll mál“ Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir stóra málið á komandi þingi að ná niður verðbólgu og lækka vexti. Flokkurinn ætli að beita sér í mikilvægum málum er varða heimilin og til að mynda reyna að tryggja að fólk geti áfram ráðstafað séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán. Innlent 9.9.2025 12:04
„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. Innlent 9.9.2025 12:01
Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Innlent 9.9.2025 11:57
Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Í hádegisfréttum förum við yfir áherslumál á komandi vetri hjá ríkisstjórninni sem kynnti málaskrá sína á blaðamannafundi í morgun. Innlent 9.9.2025 11:34
Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Innlent 9.9.2025 11:33
Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. Innlent 9.9.2025 11:15
Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila. Erlent 9.9.2025 10:54
Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir. Innlent 9.9.2025 10:44
Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Innlent 9.9.2025 10:41
Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Innlent 9.9.2025 10:29