Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. Erlent 20.8.2025 09:03
Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. Innlent 20.8.2025 09:01
Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Erlent 20.8.2025 07:23
Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent 19.8.2025 21:01
Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari. Innlent 19.8.2025 20:04
„Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. Innlent 19.8.2025 19:42
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.8.2025 19:25
Tilkynnt um par að slást Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að. Innlent 19.8.2025 18:17
Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 19.8.2025 18:00
Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Lík sjúklings á Landspítalanum lá ekki innan um aðra sjúklinga á sjúkrastofu um klukkutímaskeið að nóttu til á dögunum, heldur var það eitt á sjúkrastofu. Innlent 19.8.2025 16:50
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Innlent 19.8.2025 16:40
Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Innlent 19.8.2025 16:19
Bauð Selenskí til Moskvu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bauðst til þess að taka á móti Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Moskvu. Þetta mun rúsneski forsetinn hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir töluðu saman í síma í gær. Erlent 19.8.2025 15:45
Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. Innlent 19.8.2025 14:28
Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19.8.2025 14:03
Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður. Innlent 19.8.2025 13:39
Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. Erlent 19.8.2025 13:24
Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert. Innlent 19.8.2025 13:17
Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43
Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Þyrslusveit Landhelgisgæslunnar sinnti í morgun útkalli vegna veiks skipverja á rússnesku fiskiskipi. Tvær þyrlur voru notaðar í útkallinu þar sem skipið var langt úti á hafi. Önnur þyrlan var svo notuð til að sækja slasaða göngukonu strax í kjölfarið. Innlent 19.8.2025 12:19
„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. Erlent 19.8.2025 12:03
Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári. Innlent 19.8.2025 11:40
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Erlent 19.8.2025 11:11
Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Erlent 19.8.2025 10:28
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. Innlent 19.8.2025 10:08