Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segist vilja komast til himna

„Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Kinn­hestur frá Ingvari E. Sigurðs­syni í til­efni af nýjum bjór

Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent
Fréttamynd

Norskir kafarar og dular­fullur hraðbankaþjófnaður

Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Bauð Selenskí til Moskvu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bauðst til þess að taka á móti Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Moskvu. Þetta mun rúsneski forsetinn hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir töluðu saman í síma í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hús­leit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir á­sakanir Evrópu barna­legar

Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga.

Erlent
Fréttamynd

Hraðari af­lögun í Krýsu­vík en áður

Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Þess sem stýrir rann­sókn að á­kveða lengd símabanns fanga

Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert.

Innlent
Fréttamynd

„Því miður vantar enn­þá ansi mikið“

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi.

Erlent
Fréttamynd

Kanna starfs­hætti, verk­lag og að­stæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Á­góði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru

Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna.

Erlent
Fréttamynd

Vöknuðu með rottu upp í rúmi

Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið.

Innlent