Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Já­kvæður tónn í Norðurþingi um sam­starf við Car­b­fix

Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er vondur klukku­tími hér í þessum þing­sal“

Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Gerir Pirro að ríkis­sak­sóknara í DC

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lögð brota­starf­semi er komin til að vera

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Skilríkjalaus og með fíkni­efni

Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað.

Innlent
Fréttamynd

Stigmögnunin heldur á­fram

Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt.

Erlent
Fréttamynd

„Hún er al­besti vinur minn“

Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir sem búa í gler­húsi ættu að spara grjótkastið“

Sigurbjörn Árni Arngrímsson sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Niceair, um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknara vegna gagnaþjófnaðar frá embættinu. Þorvaldur kalli eftir ábyrgð stjórnenda en hafi sjálfur ekki axlað ábyrgð þegar flugfélag hans fór í þrot.

Innlent
Fréttamynd

Átta ára fangelsi í sögu­legu fíkniefnamáli

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Sig­urð Krist­ins­son í átta ára fang­elsi í stærsta kristal-am­feta­mín­mál Íslands­sög­unn­ar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fang­elsis­vist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður.

Innlent
Fréttamynd

Einn ró­legur, annar afar ó­sáttur

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns.

Innlent