Fréttir

Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hópslagsmál og hundaárás

Alls voru 58 mál bókuð á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu bárust meðal annars aðstoðarbeiðnir vegna ógnandi manna í miðborginni og hópslagsmála í póstnúmerinu 104.

Innlent
Fréttamynd

Misstu allt sam­band við Inter­netið

Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent
Fréttamynd

Fall Play frá öllum hliðum

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um dróna yfir Kefla­víkur­flug­velli

Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygi­legri frá­sögn

Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mafíósar dæmdir til dauða

Ellefu meðlimir hinnar kínversku Ming-fjölskyldu hafa verið dæmdir til dauða í heimalandinu. 28 aðrir fjölskyldumeðlimir hlutu vægari dóma en fjölskyldan framdi ýmsa glæpi í gegnum samtök sín í Mjanmar, skammt frá landamærunum við Kína. 

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að koma aðildar­umsókn Úkraínu fram hjá Or­bán

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vinnur nú að því að breyta reglum um inngöngu nýrra ríkja í sambandið til þess að reyna að mjaka umsóknarferli Úkraínu og Moldóvu áfram. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja ný ríki en Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, leggst þvert gegn inngöngu Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en á­stæðan sorg­leg

Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­vænt og líka mjög leiðin­legt“

„Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Föst í Portúgal: „Sið­laust“ að fljúga vélunum út í morgun

Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins.

Innlent