Fréttir

Fréttamynd

Staða Sinaloa slæm eftir blóðug á­tök

Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Valdi dauða með af­töku­sveit

Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn.

Erlent
Fréttamynd

Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ís­land styrkir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára stríð, mynd­band af ráni og ljót borg

Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki og það takist að semja um frið áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Við ræðum við forsætisráðherra sem er stödd í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún nýtur meiri stuðnings hjá al­menningi

Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn haldi skóla­kerfinu í gíslingu

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast af­leiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera.

Innlent
Fréttamynd

Jón undir feldi eins og Diljá

Það gengur fjöllunum hærra meðal spenntra Sjálfstæðismanna að Jón Gunnarsson þingmaður flokksins ætli að gefa kost á sér til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Jón segist enga ákvörðun hafa tekið enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna og Guð­rún tókust á í Pallborðinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún og fleiri leið­togar mæta til Kænugarðs

Leiðtogar og háttsettir embættismenn frá tólf löndum komu saman í Kænugarði höfuðborg Úkraínu í morgun til að minnast þess að þrjú ár eru í dag liðin frá innrás Rússa inn í Úkraínu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er þar á meðal. 

Innlent