Reykjavík

Fréttamynd

Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi

Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“

Lífið
Fréttamynd

Hrækt framan í öryggisvörð í miðbænum

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita gangandi vegfarendur auk viðskiptavina og starfsfólk verslunar í miðbænum. Maðurinn hrækti einnig framan í öryggisvörð verslunarinnar. Þetta og fleira segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hoppaði á bílum og stakk lög­regluna af

Rétt fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um mann sem var að hoppa upp á bíla í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði tók maðurinn til fótanna og komst undan lögreglu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Gosmóðan er komin aftur

Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið.

Innlent
Fréttamynd

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill vegna slagsmála á djamminu

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit

Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni

Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum.

Innlent
Fréttamynd

Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið
Fréttamynd

Bílvelta við Rauðavatn í nótt

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi nærri Rauðavatni rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Greint var frá slysinu í fréttaskeyti lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þeramín­spil í Máli og menningu

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­sáttir ná­grannar leiddu til hóp­­upp­­­sagnar á hálfu starfsliði

Rekstur fyrir­tækisins Vöku er í hálf­gerðu upp­námi og hefur meira en helmingi starfs­fólks þess verið sagt upp eftir að úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála lét Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur draga starfs­leyfi þess við Héðinsgötu 2 til baka. Þó nefndin setji sig aðallega upp á móti því að Vaka taki við bíl­hræjum á svæðinu hefur öll þjónusta fyrir­tækisins í hús­næðinu verið stöðvuð.

Innlent