Reykjavík Stunguárás á Austurvelli: Ungur árásarmaður „vistaður í viðeigandi úrræði“ Líðan manns á þrítugsaldri sem varð fyrir stunguárás á bak við hús við Austurvöll í Reykjavík í gærkvöldi er eftir atvikum. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hefur þremur þeirra nú verið sleppt. Einn, sem er ungur að árum, er vistaður í viðeigandi úrræði. Innlent 27.6.2023 09:30 Fjórir handteknir vegna stunguárásarinnar í gærkvöldi Fjórir voru handteknir af lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að karlmaður var særður stungusári í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 27.6.2023 06:57 Hljóp inn í mathöll með stungusár Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið. Innlent 27.6.2023 00:01 Eldur í Teigunum Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður. Innlent 26.6.2023 18:55 Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Lífið 26.6.2023 14:18 Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44 Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. Innlent 26.6.2023 12:13 Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. Innlent 26.6.2023 10:42 „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Innlent 25.6.2023 21:56 Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14 Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21 Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11 Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Innlent 25.6.2023 09:17 Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44 Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24 Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35 Að sporna gegn lýðræðinu Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Skoðun 24.6.2023 13:01 Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32 Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Skoðun 23.6.2023 17:55 Vera segir veru Veru vera trygga Meirihluti veitingastaða í Veru mathöll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Framkvæmdastjóri Grósku segir þar breytinga og endurskipulagningu að vænta, mathöllin muni vera áfram á sínum stað í húsinu. Viðskipti innlent 23.6.2023 08:45 Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. Innlent 23.6.2023 07:45 Vildi vernda starfsmenn fyrir árásum Kolbrúnar Formaður borgarráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfsmenn borgarinnar á borgarráðsfundi í gær. Oddviti Flokks fólksins er ósáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna umdeildra samskipta starfsmanna sem oddvitinn segir ekki spretta upp í tómarúmi. Innlent 23.6.2023 06:46 Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. Innlent 22.6.2023 19:34 Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04 Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30 Alvotech og HÍ endurnýja starfssamning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Róbert Wessmann, forstjóri líftæknifyrirtækisins Alvotech, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldanadi samstarf háskólans við fyrirtækið. Viðskipti innlent 22.6.2023 15:27 Bjóða körfurnar velkomnar heim Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann. Körfubolti 22.6.2023 14:33 Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni. Lífið 22.6.2023 14:18 Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51 « ‹ 93 94 95 96 97 98 99 100 101 … 334 ›
Stunguárás á Austurvelli: Ungur árásarmaður „vistaður í viðeigandi úrræði“ Líðan manns á þrítugsaldri sem varð fyrir stunguárás á bak við hús við Austurvöll í Reykjavík í gærkvöldi er eftir atvikum. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hefur þremur þeirra nú verið sleppt. Einn, sem er ungur að árum, er vistaður í viðeigandi úrræði. Innlent 27.6.2023 09:30
Fjórir handteknir vegna stunguárásarinnar í gærkvöldi Fjórir voru handteknir af lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að karlmaður var særður stungusári í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 27.6.2023 06:57
Hljóp inn í mathöll með stungusár Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið. Innlent 27.6.2023 00:01
Eldur í Teigunum Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður. Innlent 26.6.2023 18:55
Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Lífið 26.6.2023 14:18
Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44
Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. Innlent 26.6.2023 12:13
Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. Innlent 26.6.2023 10:42
„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Innlent 25.6.2023 21:56
Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11
Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Innlent 25.6.2023 09:17
Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44
Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24
Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35
Að sporna gegn lýðræðinu Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Skoðun 24.6.2023 13:01
Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32
Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Skoðun 23.6.2023 17:55
Vera segir veru Veru vera trygga Meirihluti veitingastaða í Veru mathöll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Framkvæmdastjóri Grósku segir þar breytinga og endurskipulagningu að vænta, mathöllin muni vera áfram á sínum stað í húsinu. Viðskipti innlent 23.6.2023 08:45
Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. Innlent 23.6.2023 07:45
Vildi vernda starfsmenn fyrir árásum Kolbrúnar Formaður borgarráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfsmenn borgarinnar á borgarráðsfundi í gær. Oddviti Flokks fólksins er ósáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna umdeildra samskipta starfsmanna sem oddvitinn segir ekki spretta upp í tómarúmi. Innlent 23.6.2023 06:46
Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. Innlent 22.6.2023 19:34
Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04
Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30
Alvotech og HÍ endurnýja starfssamning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Róbert Wessmann, forstjóri líftæknifyrirtækisins Alvotech, undirrituðu í dag samning sem tryggir áframhaldanadi samstarf háskólans við fyrirtækið. Viðskipti innlent 22.6.2023 15:27
Bjóða körfurnar velkomnar heim Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann. Körfubolti 22.6.2023 14:33
Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni. Lífið 22.6.2023 14:18
Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent