
Reykjanesbær

Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík
Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.

Kjartan Már aftur í veikindaleyfi
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ er aftur farinn í veikindaleyfi.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík
Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur.

Sameina útibú TM og Landsbankans
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast á mánudaginn næsta.

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“
Ferskur alvöru snjór sem kemur úr loftinu og snjór á veggjum í einu spaherbergi Hótel Keflavíkur svokölluðu snjóherbergi er eitt af því sem nú er hægt að upplifa í glænýrri heilsulind hótelsins.

Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann
Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið
Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði.

Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ
Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur.

Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna.

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Við, undirrituð, fulltrúar Kennarafélags Reykjanes, 9.deild Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig
Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og eru nú umferðartafir vegna þessa. Það sem af er morgni hafa tvö ökutæki runnið út af veginum, en ekki hafa þó orðið meiðsl á fólki.

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum
Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.

Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ
Brunavörnum Suðurnesja barst útkall um hádegisleytið í dag vegna efnaslys sem orðið hafði í grunnskóla í Reykjanesbæ. Brúsi með ertandi efni hafði lekið á kaffistofu kennara og var álma byggingarinnar rýmd á meðan efnakafarar glímdu við eitrið.

Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur
Fjölmennt var á þorrablóti Keflavíkur sem fór fram í Blue-höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur liðna helgi. Gestir mættu í sínu fínasta pússi og fögnuðu þorranum með glæsibrag.

Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum
Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra.

Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl
Landsréttur hefur dæmt erlendan leigubílstjóra í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart sautján ára stúlku í leigubíl hans haustið 2022. Hann hafði áður hlotið tveggja ára dóm fyrir brotið í héraði en þá taldi dómurinn að um nauðgun væri að ræða.

„Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin“
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi.

Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum
Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum.

Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum
Stefán Birgir Jóhannesson, foreldri barns á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, hvetur Kennarasamband Íslands til að endurskoða aðferðarfræði sína í verkfalli kennara og binda enda á ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Þetta segir Stefán Birgir í aðsendri grein á Vísi í dag.

Af hverju ætti ég að standa með kennurum?
Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni.

United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus!
Hugmyndir þýska iðnaðarrisans Heidelberg um að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn kalla óneitanlega fram ákveðin hugrenningartengsl við annað stórt iðnaðarverkefni í nágrannasveitarfélagi sem fór út um þúfur með miklum fjárhagslegum- og samfélagslegum tilkostnaði.

Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað
„Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni.

Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar
Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun.

Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum
Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir
Einbýlishús að Hátúni 1 í Reykjanesbæ hefur verið auglýst til sölu á 83 milljónir króna. Húsið var keypt á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna eftir að það hafði verið tekið upp í skuldir ungs öryrkja.

Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ
Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur hafið stækkun tveggja gagnavera félagsins á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri.

Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi
Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags.

Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld
Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar.

Verkfall kennara skollið á
Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.