Mýrdalshreppur

Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“.

Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins
Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins.

Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls
Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli.

Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni.

Vík í Mýrdal er eins og draugaþorp í kjölfar Covid-19
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Þorbjörg Gísladóttir segir að þorpið í Vík í Mýrdal hafi breyst í einskonar draugaþorp eftir að Covid-19 kom upp, enginn ferðamaður sést í þorpinu.

Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2.

31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi
Vinnumálastofnun á Suðurlandi reiknar með að atvinnuleysi í Mýrdalshreppi fari upp í 31% og í Skaftárhreppi í 20,6% í apríl vegna Covid-19.

Ferðamenn á Suðurlandi horfnir
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir.

Bjargaði lífi manns kviknakinn um miðja nótt í brunagaddi
Þráinn Ársælsson fann ekki fyrir kulda þegar hann náði að losa mann sem var nær dauða undan fjallatrukki.

Tugir dvelja í fjöldahjálparmiðstöð í Vík vegna óveðurs
Suðurlandsvegi hefur nú verið lokað fyrir umferð milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal vegna óveðurs sem geisað hefur á svæðinu.

Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting
Benni "Sveitaruddi“ Bragason dró vagn Tröllaferða af stæði við Sólheimajökul.

Töldu sig örugg ofarlega í fjörunni áður en svakaleg alda gekk á land
Leiðsögumaður, sem fer með ferðamenn í Reynisfjöru í næstum hverri viku, segist aldrei hafa séð jafnstóra öldu og gekk á land í fjörunni í dag, þar sem hann var staddur með hópi ferðamanna.

Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða
Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Rúta fauk út af vegi í "svartabyl“ við Reynisfjall
Enginn slasaðist og voru farþegarnir fluttir í skjól til Víkur í Mýrdal.

Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka.

Leita að ferðamanni á Sólheimasandi
Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leita að ferðamanni á Sólheimasandi.

Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs
Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar.

Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys
Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða.

Mikið tjón víða um land eftir lægðina
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum.

Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn
Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu.

Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal. Þar eru nú um tíu manns, allt erlendir ferðamenn.

Bíll ferðamanna hafnaði utan vegar í blindbyl við Pétursey
Ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Atvikið náðist á myndband en skyggni var afar slæmt á svæðinu og nokkuð hvasst.

„Glórulaus blindbylur“ þegar skollinn á við Sólheimasand
Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Lögreglumaður sem var á ferðinni þar áðan segir veðrið glórulaust á þessum slóðum í augnablikinu.

Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn
Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir.

Leiðsögumaðurinn sem bjargaði börnunum lýsir ótrúlegri atburðarásinni
Íslenskur leiðsögumaður, sem bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í Reynisfjöru á laugardag, segir sára vöntun á gæslu í Reynisfjöru.

Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru
Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á.

Vörubíll hafnaði utan vegar á Reynisfjalli
Stöðva þurfti umferð á Reynisfjalli í skamman tíma seinni partinn í dag þegar vörubíll rann út af veginum á Gatnabrún.

Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal
Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er erlendir íbúar.

Formlegri leit að Rimu hætt
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu á fimmta tímanum í dag.

Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan.