Funda í vikunni um mögulega sameiningu fjögurra Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 13:39 Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Stöð 2 Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi mun funda um næstu skref síðar í vikunni eftir að tillaga um sameiningu Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra var felld í Ásahreppi. Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Þetta segir Anton Kári Halldórsson formaður samstarfsnefndar og sveitarstjóri Rangárþings eystra. Í tilkynningu er haft eftir Antoni Kára að meirihluti kjósenda í fjórum af fimm sveitarfélögum samþykkir því að sveitarfélögin sameinist. „Einn valmöguleikinn hlýtur að vera að kosið verði aftur í þeim fjórum sveitarfélögum sem samþykktu og kannað hvort íbúar vilji að sameiningin gangi í gegn. Það gæti gerst tiltölulega hratt, til dæmis í desember eða janúar,“ segir Anton Kári. Einfaldur meirihluti ræður Um áttatíu prósent kjósenda í Ásahreppi greiddu atkvæði gegn sameiningunni, en þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðunni í hverju sveitarfélagi og er hún bindandi fyrir sveitarstjórn. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að ef tillögu er hafnað í einhverju sveitarfélaganna, líkt og gerðist í Ásahreppi er málinu þar með lokið fyrir íbúa þess sveitarfélags. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga, þar sem tillagan er samþykkt, heimilt að ákveða að sameinast án þeirra sveitarfélaga þar sem tillögunni er hafnað. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í að lágmarki 2/3 hluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan varðar og að í þeim sveitarfélögum búi að minnsta kosti 2/3 hlutar íbúa sveitarfélaganna. Bæði skilyrði eru uppfyllt í þessu tilfelli, en sveitarstjórnirnar fimm höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að þær myndu ekki nýta þessa heimild. Vilji sveitarstjórirnar skoða aðra sameiningarkosti þarf því að koma fram ný tillaga eða tillögur um sameiningarviðræður og gefa íbúum tækifæri til að kjósa að nýju,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26. september 2021 07:16