
Akureyri

Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn
Héraðsdómur telur konu ekki hafa gerst seka um líkamsárás með því að fá erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar.

„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“
Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun.

Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður.

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða
Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri
Vínbúðinni við Hólabraut í miðbæ Akureyrar verður lokað þegar ný verslun ÁTVR verður opnuð nyrst í bænum. ÁTVR segir ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir því að reka tvær vínbúðir á Akureyri.

Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga
Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum.

Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“
„Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón.

Enn bætist í verkföllin
Verkfall hefur verið boðað í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrirhugað er að það hefjist 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum
Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“
Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net.

Leita vitna að árás hunds á konu
Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árás hunds á konu á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku. Konan var flutt særð á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir árásina.

Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt
Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein.

„Lausa skrúfan“ seld á Akureyri
„Lausa skrúfan“ er yfirskrift á átaki hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, sem hefst í næsta mánuði í þeim tilgangi að tryggja enn frekar starfsemi Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi.

Sakleysi dætranna hafi gufað upp
Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum.

Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands
Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský.

Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri
Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra handtók fimm manns í heimahúsi. Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.

Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar
Tundurdufli sem togari kom með til Akureyrar í gær var grandað í Eyjafirði í hádeginu. Kafarar köfuðu að tundurduflinu til þess að undirbúa eyðingu þess í morgun.

Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu
Sprengjan sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við afhafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í gær reyndist tundurdufl en ekki djúpsjávarsprengja, eins og fyrst var talið.

Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ráðist í götulokanir við Hjalteyrargötu og Fiskitanga á Akureyri vegna tilfærslu sprengju sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag.

Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt.

Akureyringar eins og beljur að vori
Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt.

Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga.

Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst
Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur.

Flugferðum aflýst
Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi
Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta.

Jói Pé og Króli skrifa söngleik
Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri
Maðurinn sem fékk á dögunum tólf ára fangelsisdóm fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til dauða konu hans heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson.

Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri
Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Tilkynning barst slökkviliði um hálftíuleytið.

Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni.