Vesturbyggð Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21 Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta. Innlent 14.10.2023 23:25 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39 Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. Viðskipti innlent 29.9.2023 14:56 Breiðafjarðarferjan heitir áfram Baldur Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu. Innlent 25.9.2023 16:37 Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. Innlent 24.9.2023 15:14 Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Innlent 24.9.2023 06:17 Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. Innlent 19.9.2023 13:55 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Innlent 18.9.2023 21:41 Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Innlent 17.9.2023 22:11 Suðurfjarðagöng Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Skoðun 16.9.2023 08:30 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. Innlent 14.9.2023 22:45 Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. Innlent 11.9.2023 22:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Innlent 9.9.2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Arctic Sea Farm í fjölda áa Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. Innlent 8.9.2023 17:46 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. Innlent 7.9.2023 08:01 „Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Innlent 31.8.2023 15:20 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. Innlent 30.8.2023 15:19 Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. Innlent 30.8.2023 11:04 Orkubússtjóra Vestfjarða svarað Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli. Skoðun 29.8.2023 12:30 Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. Innlent 28.8.2023 13:53 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. Innlent 25.8.2023 15:45 Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða. Innherji 24.8.2023 08:53 Um raforkumál á Vestfjörðum Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Skoðun 22.8.2023 08:01 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 20.8.2023 16:19 Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. Innlent 18.8.2023 09:22 Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Skoðun 18.8.2023 08:02 Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4.8.2023 06:46 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 11 ›
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21
Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta. Innlent 14.10.2023 23:25
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39
Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. Viðskipti innlent 29.9.2023 14:56
Breiðafjarðarferjan heitir áfram Baldur Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu. Innlent 25.9.2023 16:37
Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. Innlent 24.9.2023 15:14
Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Innlent 24.9.2023 06:17
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. Innlent 19.9.2023 13:55
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Innlent 18.9.2023 21:41
Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Innlent 17.9.2023 22:11
Suðurfjarðagöng Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Skoðun 16.9.2023 08:30
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. Innlent 14.9.2023 22:45
Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. Innlent 11.9.2023 22:55
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Innlent 9.9.2023 12:01
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Arctic Sea Farm í fjölda áa Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. Innlent 8.9.2023 17:46
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. Innlent 7.9.2023 08:01
„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Innlent 31.8.2023 15:20
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. Innlent 30.8.2023 15:19
Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. Innlent 30.8.2023 11:04
Orkubússtjóra Vestfjarða svarað Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli. Skoðun 29.8.2023 12:30
Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. Innlent 28.8.2023 13:53
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. Innlent 25.8.2023 15:45
Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða. Innherji 24.8.2023 08:53
Um raforkumál á Vestfjörðum Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Skoðun 22.8.2023 08:01
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 20.8.2023 16:19
Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. Innlent 18.8.2023 09:22
Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Skoðun 18.8.2023 08:02
Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4.8.2023 06:46