
Kynferðisofbeldi

Þjóðin hefur hlegið saman að þjáningum kvenna í áraraðir
Ekki fyrir löngu síðan skrifaði ég pistil þar sem ég gagnrýni nauðgunarbrandara um botnlausa tjaldið og hvernig sú orðræða hefur fengið að lifa í áranna rás. Þegar við förum að kafa aðeins dýpra í menninguna okkar sjáum við að í raun hefur kynbundið ofbeldi verið efni í hvern grínþáttinn á fætur öðrum til lengri tíma. Samt erum við svo hissa yfir stöðunni í samfélaginu í dag þar sem kvenfyrirlitning finnst víða og ofbeldi er nær daglegt brauð.

Játaði á sig hundruð brota gegn 60 barnungum stúlkum
Barnaníðingur að nafni Ashley Paul Griffith hefur játað að hafa brotið gegn um það bil 60 stúlkum í Brisbane í Ástralíu og á Ítalíu á árunum 2007 til 2022. Hann hefur þegar verið dæmdur sekur en bíður þess að vera gerð refsing.

Dæmd fyrir kynferðisleg skilaboð til ólögráða drengs
Kona hefur verið dæmd til sextíu daga skilorðsbundins fangelsis fyrir blygðunarsemisbrot sem fólst í óviðeigandi skilaboðum til ólögráða drengs á Instagram.

Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna.

Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum
Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu.

Átti erfitt með að kalla sig þolanda
„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu
Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu.

Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum
Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram.

Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar
Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt.

Alvarlegar afleiðingar kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum
Nýjar niðurstöður úr stóra rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna fjalla um afleiðingar áreitni og ofbeldi í vinnu. Áfallasaga kvenna er tímamótarannsókn þar sem allar konur á Íslandi fengu tækifæri til að taka þátt og segja frá margs konar reynslu sinni á lífsleiðinni. Fyrri niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 32% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað.

Patrik biðst afsökunar
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi.

„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“
Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu.

Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér
Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“

Sannfærð um byrlun sem dregur enn dilk á eftir sér
Fjögurra barna móðir á Egilsstöðum er enn að jafna sig bæði líkamlega og andlega á erfiðri lífsreynslu á skemmtun fyrir sex árum. Hún er þakklát að hafa verið í fylgd eiginmanns síns þegar hún hneig niður. Hún er sannfærð um að henni hafi verið byrlað ólyfjan og hvetur fólk til að hafa auga með konum sem virka ölvaðar en gætu verið í hættu.

Nauðgunarbrandari Patriks féll í grýttan jarðveg
Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

550 handteknir í tengslum við ólöglegan klámhring á Taívan
Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa ráðist gegn stærsta ólöglega klámhring sem vitað er um í landinu. Um 550 manns voru handteknir í tengslum við málið, sem varðar deilingar á barnaníðsefni og myndskeiðum af konum sem voru tekin án samþykkis þeirra.

Góða skemmtun kæru landsmenn
Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt.

Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð
Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 62 ára, hefur játað að hafa „búið til“ kynferðislegar myndir af börnum. Edwards, sem starfaði í áratugi hjá BBC og var einn þekktasti fréttalesari Bretlands, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“
„Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi.

Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar
Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið.

„Hann meiddi mig ekki mikið“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Hver er hún þessi drusla?
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir.

Hún var kölluð drusla
Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út......

„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“
„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“

Sakar Maríu um trumpisma
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma.

Femínistar botna ekkert í Diljá
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi.

Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Mál á hendur skipverjum Polar Nanoq fellt niður
Meint kynferðisbrotamál á hendur þremur skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið lagt niður. Það er ákvörðun ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi
„Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“

Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi?
Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir.