Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 12:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir það furðuleg skilaboð að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um að ákæra ekki menn sem höfðu samræði við fatlaða konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar. Mál sem þetta grafi undan trausti til réttarkerfisins. Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira