Franski boltinn

Fréttamynd

„Ekitiké er ekki slæmur“

Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld

Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár

Leikur Roma og Lille í Evrópudeildinni í gær var heldur betur dramatískur. Okkar maður tryggði sigurinn en leiksins verður örugglega minnst fyrir vítaspyrnufíaskó en Berke Ozer markvöður Lille varði þrjár vítaspyrnur í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Gullboltahafinn ekki til Ís­lands

Frakkland verður án Ousmané Dembéle, nýkjörins besta leikmanns heims, er liðið sækir strákana okkar heim síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sæ­vars

Íslendingaliðin Lille og Brann áttust við í Evrópudeildinni í fótbolta. Lille vann 2-1 sigur þökk sé skallamarki Olivier Giroud seint í leiknum en Sævar Atli Magnússon komst á blað hjá Brann á meðan Hákon Arnar Haraldsson leiddi sína menn til leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni

Hinn 28 ára gamli Ousmane Dembélé er orðinn besti knattspyrnumaður heims en það kemur mömmu hans, hinni hlédrægu Fatimötu, ekki á óvart. Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Fótbolti
Fréttamynd

Yfir­gaf æfinga­ferð Marseille í á­falli

Miðvörðurinn María Þórisdóttir sem gekk í raðir Marseille fyrir aðeins fimm dögum síðan er komin aftur heim til Noregs, í það minnsta um stundarsakir, en mikið hefur gengið á í æfingaferð liðsins á Spáni

Fótbolti
Fréttamynd

María mætt til frönsku ný­liðanna

Miðvörðurinn þrautreyndi María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, hefur yfirgefið England og samið við franska knattspyrnufélagið Marseille.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ein­hver vildi losna við mig“

Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út.

Fótbolti