Þýski handboltinn

Fréttamynd

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn framlengir hjá Melsungen

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið MT Melsungen. Leikmaðurinn mun því spila með liðinu til ársins 2025.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Ómari Inga, Gísla og félögum

Íslendingaliðið SC Magdeburg vann auðveldan átján marka sigur á ástralska félaginu Sydney University í fyrsta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða sem hófst í dag í Sádí Arabíu.

Sport
Fréttamynd

Viggó tryggði Leipzig jafntefli gegn Lemgo

Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, var markahæsti leikmaður liðsins og skoraði markið sem réði úrslitum í 29-29 jafntefli gegn Lemgo. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Magdeburg, skoruðu samtals 12 mörk í stórsigri á Minden á sama tíma.

Handbolti