Miðflokkurinn

Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent
Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent.

Sigmundur segir að barn hafi hætt við að fá sér gæludýr vegna loftslagskvíða
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir bráðnun íslenskra jökla ekkert áhyggjuefni.

Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku
Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði.

Ætla að sannreyna reynslusögur sem berast um „báknið“
Miðflokkurinn auglýsti eftir reynslusögum um samskipti við opinbera aðila á dögunum. Þingmenn ætla í framhaldinu að leggja fram lausnir.

Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir
Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina.

Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug.

Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag.

Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga.

Þykir „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri Netflix-mynd
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki sárt og óþolandi að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat.

Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna
Inga Sæland segir Karl Gauta hertaka sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd.

Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann.

„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum.

Könnun MMR: Miðflokkurinn mælist næststærstur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur með 19,8 prósent fylgi, samanborið við 18,3 prósent fylgi í síðustu mælingu.

Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma
Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá.

Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá.

Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins
Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá.

Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð
Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans.

„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.

EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu
Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi.

Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar.

Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda
Þingmaður Miðflokksins telur áætlanir ráðherra um að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar séu of afdráttarlausar.

Segir að Miðflokkurinn muni standa við samkomulag um þinglega meðferð orkupakkans
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni standa við það samkomulag sem gert var um þinglega meðferð þriðja orkupakkans fyrr í vor.

Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna
Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli.

Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.

Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“
Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag.

Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna
Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag.

Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“
Vildi komast að því hvað þarna hefði gerst.

Skammir móðurinnar vógu þyngra
Álit siðanefndar Alþingis kom Bergþóri Ólasyni á óvart en hann telur að Klaustursmálinu sé nú lokið. Bergþór ræðir meðal annars núning innanflokks, tvískinnung andstæðinga og hafnar því að orkupakkamálið hafi verið smjörklípa.

„Tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar“
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, virtist ekki yfir sig hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.