Endurheimtum eðlilegt líf með alvöru lausnum í Reykjavík Jóhannes Loftsson skrifar 22. mars 2022 11:01 Árin fyrir hrunið 2008 var einstakur tími. Þau einkenndust af bjartsýni og óbilandi trú á framtíðinni. Við Hörpu ætluðu menn að byggja Wall Street norðursins því snilli íslensku útrásarvíkinganna var slík. Best voru gengiskörfulánin, því með sí hækkandi gengi krónuna virtist sem lánin væru að hverfa af sjálfu sér, án þess að afborganir þyrfti til. Stærsti drifkraftur hamingjunnar var svo hið síhækkandi fasteignaverð og margir þeirra nýríku ruku til við gleðifréttirnar og tóku gengiskörfulán út á gróðann fyrir utanlandsferð og nýjum Range Rover. Ekki var þó allt sem sýndist. Snilli útrásarvíkinganna fólst í hæfileikum þeirra að tæma ríkistryggða banka sem þeir stjórnuðu með að lána sjálfum sér allar innistæðurnar. Uppgangstíminn var þannig drifin af lántöku en ekki verðmætasköpun. Lán sem að mestu fóru í það að kaupa loft sem fuðraði út þegar bólan sprakk og fólk stóð eftir eignalaust með margfölduð lán á bakinu. Reykjavík gervilausnanna Margt af því sem er í gangi í borginni í dag, ber vott um 2007 hugarástand. Borgarlínustrætó sem leysa á af bíla, rándýrir vegstokkar sem fela bílaumferð til að leysa umferðarvanda og lúxusíbúðahverfi sem lausn á húsnæðisvanda unga fólksins. Allar þessar hugmyndir eru því miður bara söluvænar glansmyndir sem útilokað er að leysi nokkuð. Borgarlínan fer bara fasta leið og verður með svo mörgum stoppum og krókaleiðum að einkabíllinn mun alltaf vera langtum betri kostur. Væntingarnarnar sem búnar hafa verið til eru óraunhæfar og geta því aldrei ræst. Lokaniðurstaðan á því eftir að valda mörgum miklum vonbrigðum. Vegstokkarnir virðast einnig afar vanhugsaðar og vanáætlaðar framkvæmdir sem munu valda gríðarlegum umferðartöfum á verktíma og ekki leysa nema lítið brot af umferðarvandanum. Svipaða sögu er að segja um lúxusíbúðirnar. Þó þær kunni að líta vel út á glærukynningum borgarstjóra rétt fyrir kosningar eru þær auðvitað of dýrar fyrir flesta. Slíkar gervilausnir sem leysa engan vanda eru vandamál en ekki lausnir. Borgaryfirvöld hafa litið á fasteignahækkunina sem fylgt hefur þessari dýrtíðarstefnu sem „gróða“ sem leyst hefur verið út gegnum neyslulán, eins tíðkuðust fyrir hrun . En fasteignagróði sem orsakast lóðaskorti, flækjustigi og að mest sé byggt þar sem dýrast er að byggja, er fallvölt gæfa. Því það sem fer upp á slíkum bólumarkaði getur aftur komið niður. Þetta sést mjög skýrt þegar þróun markaðsverðs og byggingarvísitölu frá aldamótum er skoðuð. Ójafnvægið sem er á markaðnum í dag er þegar orðið nokkuð meira en það var fyrir síðasta hrun. Miklar sveiflur hafa verið á hlutfalli markaðsvirðis og byggingarvísitölu. Þetta ástand er óeðli sem stöðva þarf strax. Hafna verður hinum rándýra samgöngusáttmála sem fjármagna á með nýrri skattheimtu og lóðabraski ellegar munu lífskjör Reykvíkinga skerðast um langa framtíð. Finna þarf alvöru lausnir til að leysa húsnæðis og umferðarvandann. Notum umferðarlausnir sem virka Besta leiðin til að bæta af umferðarflæðið á Miklubraut hratt er með bættri stýringu umferðarljósa. Möguleikar fyrir slíka stýringu eru hins vegar takmarkaðir í dag því gönguljós trufla umferðina of mikið. Ef þessum gönguljósum utan gatnamóta væri skipt út með göngubrúm, myndi þetta breytast og hægt væri að ná mun meiri ávinning af ljósastýringu. Hér væri á ferðinni einföld framkvæmd sem hægt að byrja á strax svo fólk sjái strax ávinninginn í stórauknum afköstum Miklubrautar á annatímum. Samhliða þessu þarf endurvekja gömlu verkfræðilausnirnar sem vegargerðin þróaði fyrir tíma gervilausnanna. Þessar lausnir voru margfalt hagkvæmari því fyrir svipað fé og nú stendur til í að fari í miklubrautarstokk einan, hefði verið hægt að gera alla Miklubrautina og alla Kringlumýrarbrautina fríflæðisstofnæðar án umferðarljósa þar sem öll gatnamót væru gerð mislæg. Slíkir samgönguásar gegnum borgina yrðu samgöngubylting fyrir einkabíla og strætó og umferðartafamenningin sem fólk er orðið svo þreytt á myndi fljótt heyra sögunni til. Samgöngubæturnar væru líka skref í átt að lausn húsnæðisvandans, því með því að tengja betur saman landsvæði verða þau verðmætari og fýsilegri sem byggingarland. Þannig má segja að ef þú vilt búa ódýrt í Reykjavík, er það bara hægt ef þú vill búa á Kjalarnesi. En þá tekur það þig þá hálftíma að komast í miðbæinn. En hvað ef hægt væri að stytta þennan ferðatíma í 10 mínútur. Viðeyjarleiðin Þetta væri hægt með Viðeyjarleiðinni sem fælist í því að byggð yrðu botngöng frá Laugarnesi til Viðeyar. Þaðan myndi vegurinn tengjast í tvær áttir. Annars vegar yrði Viðeyjarleiðin tengd Gufunesi til suðurs, en þar er mjög grunnt er milli lands og eyja og auðvelt að tengja í land. Þessi tenging kæmi í stað 1. áfanga Sundabrautar. Hin vegtengingin úr eyjunni færi beint í norður gegnum rúmlega 5 km löng göng sem enduðu á Brimnesi rétt sunnan Kjalarness. Með tengingu ganga út á Kjalarnes myndi fýsilegt byggingarland í Reykjavík margfaldast að stærð og ónotað byggingarland verða jafn stórt landinu sem byggð er þegar komin á. Viðeyjarleiðin mundi því gjörbylta lóðaframboði um langa framtíð og samgöngur inn og úr borginni myndu stórbatna. Samgöngubæturnar yrðu í raun það miklar að lítið mál væri að láta hana fjármagna sig sjálfa á sama hátt á gert var við Hvalfjarðargöng. Enga nýja skatta þyrfti til. Viðeyjarbraut mundi margfalda aðgengilegt byggingarland í Reykjavík, og gjörbylta samgöngum úr bænum. Leysum húsnæðisvandann strax Húsnæðisvandinn er mest aðkallandi vandamál samtímans. Allt of margir hafa fest sig í leiguhúsnæði þar sem leigan er það há að lítið gengur að safna upp í fyrstu afborgun á íbúð. Aðrir búa langt fram eftir aldri í foreldrahúsum og hvati er líka fyrir því að lengja í námi til að missa ekki stúdentabúsetuúrræði. Húsnæðisvandinn er því í senn orðin fátæktargildra á meðan aðrir fresta að lifa lífinu. Setja verður því allan forgang í það að leysa þessi mál eins hratt og hægt er svo húsnæði verði aftur á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Beita verður öllum leiðum til að einfalda byggingarferlið og leyfisferlið og byrja þarf strax að liðka fyrir hraðri uppbyggingu hverfa sem þegar hafa verið skipulögð eins og í Úlfarsdal og Grafarholti. Til byggja ódýrt getur hjálpa að byggja á auðu svæði og því þarf að brjóta stór ný landsvæði undir byggð eins hratt og hægt er. Dæmi um slíka stóra landskika eru land Keldna og Korpu. Tími alvöru lausna er runnin upp Hátt húsnæðisverð og umferðartafir eru ekki náttúrulögmál, sem Reykvíkingar eiga að sætta sig við. Fyrir tíma dýru útópíu verkefnanna og lóðabrasks borgarinnar gátu Reykvíkingar fengið lóðir á kostnaðarverði og á hverju ári var farið í framkvæmdir sem gerðu borgina greiðfærari fyrir alla. Við margra ára illa meðferð hafa Reykvíkingar vanist dýrtíðinni og umferðarteppunum og sumir hafa misst hafa jafnvel misst alla von um að hlutirnir geti batnað. En alvöru lausnir eru til. Með framboði mínu í oddvitasæti miðflokksins vil ég gefa borgarbúum kost á að kjósa leiðina út úr því öngstræti ógnarsóunar sem stýrt hefur för í bjartari framtíð með alvöru lausnum sem virka. Við eigum öll skilið að lifa eðlilegu lífi. Höfundur er frambjóðandi í oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík, byggingarverkfræðingur og efnaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Jóhannes Loftsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Árin fyrir hrunið 2008 var einstakur tími. Þau einkenndust af bjartsýni og óbilandi trú á framtíðinni. Við Hörpu ætluðu menn að byggja Wall Street norðursins því snilli íslensku útrásarvíkinganna var slík. Best voru gengiskörfulánin, því með sí hækkandi gengi krónuna virtist sem lánin væru að hverfa af sjálfu sér, án þess að afborganir þyrfti til. Stærsti drifkraftur hamingjunnar var svo hið síhækkandi fasteignaverð og margir þeirra nýríku ruku til við gleðifréttirnar og tóku gengiskörfulán út á gróðann fyrir utanlandsferð og nýjum Range Rover. Ekki var þó allt sem sýndist. Snilli útrásarvíkinganna fólst í hæfileikum þeirra að tæma ríkistryggða banka sem þeir stjórnuðu með að lána sjálfum sér allar innistæðurnar. Uppgangstíminn var þannig drifin af lántöku en ekki verðmætasköpun. Lán sem að mestu fóru í það að kaupa loft sem fuðraði út þegar bólan sprakk og fólk stóð eftir eignalaust með margfölduð lán á bakinu. Reykjavík gervilausnanna Margt af því sem er í gangi í borginni í dag, ber vott um 2007 hugarástand. Borgarlínustrætó sem leysa á af bíla, rándýrir vegstokkar sem fela bílaumferð til að leysa umferðarvanda og lúxusíbúðahverfi sem lausn á húsnæðisvanda unga fólksins. Allar þessar hugmyndir eru því miður bara söluvænar glansmyndir sem útilokað er að leysi nokkuð. Borgarlínan fer bara fasta leið og verður með svo mörgum stoppum og krókaleiðum að einkabíllinn mun alltaf vera langtum betri kostur. Væntingarnarnar sem búnar hafa verið til eru óraunhæfar og geta því aldrei ræst. Lokaniðurstaðan á því eftir að valda mörgum miklum vonbrigðum. Vegstokkarnir virðast einnig afar vanhugsaðar og vanáætlaðar framkvæmdir sem munu valda gríðarlegum umferðartöfum á verktíma og ekki leysa nema lítið brot af umferðarvandanum. Svipaða sögu er að segja um lúxusíbúðirnar. Þó þær kunni að líta vel út á glærukynningum borgarstjóra rétt fyrir kosningar eru þær auðvitað of dýrar fyrir flesta. Slíkar gervilausnir sem leysa engan vanda eru vandamál en ekki lausnir. Borgaryfirvöld hafa litið á fasteignahækkunina sem fylgt hefur þessari dýrtíðarstefnu sem „gróða“ sem leyst hefur verið út gegnum neyslulán, eins tíðkuðust fyrir hrun . En fasteignagróði sem orsakast lóðaskorti, flækjustigi og að mest sé byggt þar sem dýrast er að byggja, er fallvölt gæfa. Því það sem fer upp á slíkum bólumarkaði getur aftur komið niður. Þetta sést mjög skýrt þegar þróun markaðsverðs og byggingarvísitölu frá aldamótum er skoðuð. Ójafnvægið sem er á markaðnum í dag er þegar orðið nokkuð meira en það var fyrir síðasta hrun. Miklar sveiflur hafa verið á hlutfalli markaðsvirðis og byggingarvísitölu. Þetta ástand er óeðli sem stöðva þarf strax. Hafna verður hinum rándýra samgöngusáttmála sem fjármagna á með nýrri skattheimtu og lóðabraski ellegar munu lífskjör Reykvíkinga skerðast um langa framtíð. Finna þarf alvöru lausnir til að leysa húsnæðis og umferðarvandann. Notum umferðarlausnir sem virka Besta leiðin til að bæta af umferðarflæðið á Miklubraut hratt er með bættri stýringu umferðarljósa. Möguleikar fyrir slíka stýringu eru hins vegar takmarkaðir í dag því gönguljós trufla umferðina of mikið. Ef þessum gönguljósum utan gatnamóta væri skipt út með göngubrúm, myndi þetta breytast og hægt væri að ná mun meiri ávinning af ljósastýringu. Hér væri á ferðinni einföld framkvæmd sem hægt að byrja á strax svo fólk sjái strax ávinninginn í stórauknum afköstum Miklubrautar á annatímum. Samhliða þessu þarf endurvekja gömlu verkfræðilausnirnar sem vegargerðin þróaði fyrir tíma gervilausnanna. Þessar lausnir voru margfalt hagkvæmari því fyrir svipað fé og nú stendur til í að fari í miklubrautarstokk einan, hefði verið hægt að gera alla Miklubrautina og alla Kringlumýrarbrautina fríflæðisstofnæðar án umferðarljósa þar sem öll gatnamót væru gerð mislæg. Slíkir samgönguásar gegnum borgina yrðu samgöngubylting fyrir einkabíla og strætó og umferðartafamenningin sem fólk er orðið svo þreytt á myndi fljótt heyra sögunni til. Samgöngubæturnar væru líka skref í átt að lausn húsnæðisvandans, því með því að tengja betur saman landsvæði verða þau verðmætari og fýsilegri sem byggingarland. Þannig má segja að ef þú vilt búa ódýrt í Reykjavík, er það bara hægt ef þú vill búa á Kjalarnesi. En þá tekur það þig þá hálftíma að komast í miðbæinn. En hvað ef hægt væri að stytta þennan ferðatíma í 10 mínútur. Viðeyjarleiðin Þetta væri hægt með Viðeyjarleiðinni sem fælist í því að byggð yrðu botngöng frá Laugarnesi til Viðeyar. Þaðan myndi vegurinn tengjast í tvær áttir. Annars vegar yrði Viðeyjarleiðin tengd Gufunesi til suðurs, en þar er mjög grunnt er milli lands og eyja og auðvelt að tengja í land. Þessi tenging kæmi í stað 1. áfanga Sundabrautar. Hin vegtengingin úr eyjunni færi beint í norður gegnum rúmlega 5 km löng göng sem enduðu á Brimnesi rétt sunnan Kjalarness. Með tengingu ganga út á Kjalarnes myndi fýsilegt byggingarland í Reykjavík margfaldast að stærð og ónotað byggingarland verða jafn stórt landinu sem byggð er þegar komin á. Viðeyjarleiðin mundi því gjörbylta lóðaframboði um langa framtíð og samgöngur inn og úr borginni myndu stórbatna. Samgöngubæturnar yrðu í raun það miklar að lítið mál væri að láta hana fjármagna sig sjálfa á sama hátt á gert var við Hvalfjarðargöng. Enga nýja skatta þyrfti til. Viðeyjarbraut mundi margfalda aðgengilegt byggingarland í Reykjavík, og gjörbylta samgöngum úr bænum. Leysum húsnæðisvandann strax Húsnæðisvandinn er mest aðkallandi vandamál samtímans. Allt of margir hafa fest sig í leiguhúsnæði þar sem leigan er það há að lítið gengur að safna upp í fyrstu afborgun á íbúð. Aðrir búa langt fram eftir aldri í foreldrahúsum og hvati er líka fyrir því að lengja í námi til að missa ekki stúdentabúsetuúrræði. Húsnæðisvandinn er því í senn orðin fátæktargildra á meðan aðrir fresta að lifa lífinu. Setja verður því allan forgang í það að leysa þessi mál eins hratt og hægt er svo húsnæði verði aftur á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Beita verður öllum leiðum til að einfalda byggingarferlið og leyfisferlið og byrja þarf strax að liðka fyrir hraðri uppbyggingu hverfa sem þegar hafa verið skipulögð eins og í Úlfarsdal og Grafarholti. Til byggja ódýrt getur hjálpa að byggja á auðu svæði og því þarf að brjóta stór ný landsvæði undir byggð eins hratt og hægt er. Dæmi um slíka stóra landskika eru land Keldna og Korpu. Tími alvöru lausna er runnin upp Hátt húsnæðisverð og umferðartafir eru ekki náttúrulögmál, sem Reykvíkingar eiga að sætta sig við. Fyrir tíma dýru útópíu verkefnanna og lóðabrasks borgarinnar gátu Reykvíkingar fengið lóðir á kostnaðarverði og á hverju ári var farið í framkvæmdir sem gerðu borgina greiðfærari fyrir alla. Við margra ára illa meðferð hafa Reykvíkingar vanist dýrtíðinni og umferðarteppunum og sumir hafa misst hafa jafnvel misst alla von um að hlutirnir geti batnað. En alvöru lausnir eru til. Með framboði mínu í oddvitasæti miðflokksins vil ég gefa borgarbúum kost á að kjósa leiðina út úr því öngstræti ógnarsóunar sem stýrt hefur för í bjartari framtíð með alvöru lausnum sem virka. Við eigum öll skilið að lifa eðlilegu lífi. Höfundur er frambjóðandi í oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík, byggingarverkfræðingur og efnaverkfræðingur.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar