Erlendar Beinar útsendingar um helgina NBA TV sjónvarpsstöðin heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA um helgina, en nú er farið að styttast verulega í að deildarkeppnin sjálf hefjist. Á laugardagskvöldið verður leikur Dallas og Washington í beinni útsendingu klukkan hálf eitt og á sama tíma á sunnudagskvöldið eigast við Texas-liðin Houston og San Antonio. Körfubolti 21.10.2006 00:50 Boris Diaw semur við Phoenix Franski framherjinn Boris Diaw hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára framlengingu á samningi sínum við NBA lið Phoenix Suns og sagt er að samningurinn færi honum um 45 milljónir dollara í aðra hönd. Körfubolti 20.10.2006 17:17 Gerrard er óðum að ná sér á strik Rafa Benitez hefur látið í veðri vaka að leikurinn gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn muni marka nýtt upphaf fyrir Steven Gerrard, sem ekki hefur náð sér alveg á strik á leiktíðinni og hefur til að mynda enn ekki skorað mark í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 20.10.2006 18:31 Frá keppni í þrjár vikur í viðbót Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá Arsenal getur væntanlega ekki spilað með liði sínu í að minnsta kosti þrjár vikur í viðbót eftir að kálfameiðsli hans reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. Talið er að það komi í hlut Alexander Hleb eða unglingsins Theo Walcott að leysa hann af hólmi gegn Reading á sunnudaginn. Enski boltinn 20.10.2006 18:26 Vill ekki hugsa um að slá met Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet. Enski boltinn 20.10.2006 18:19 Setur stefnuna á 90 stig Alex Ferguson hefur sett stefnuna á að ná í 90 stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir þann mikla stigafjölda líklega vera nauðsynlegan til að vinna deildina. Manchester United hefur ekki unnið titilinn í þrjú ár, en Ferguson og félagar setja stefnuna hátt í ár. Enski boltinn 20.10.2006 18:10 Hargreaves byrjaður í endurhæfingu Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen er nú byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði. Hargreaves er 25 ára gamall og er nú laus við plastspelku af fætinum, sem þýðir að hann er farinn að ganga um eðlilega. Vonir standa til um að hann geti farið að spila í lok næsta mánaðar. Fótbolti 20.10.2006 15:40 Josh Howard framlengir við Dalls Framherjinn Josh Howard hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks í NBA deildinni og er því samningsbundinn liðinu út keppnistímabilið 2010-11. Howard fær um 40 milljónir dollara fyrir nýja samninginn, sem tekur ekki gildi fyrrr en eftir tímabilið sem hefst um mánaðamótin. Körfubolti 20.10.2006 17:10 Cisse byrjaður að æfa á ný Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse mætti á sína fyrstu æfingu hjá liði Marseille í Frakklandi í dag, þar sem hann er sem lánsmaður frá Liverpool. Cisse hefur ekkert geta æft með liðinu síðan hann fótbrotnaði upphitunarleik Frakka gegn Kínverjum í byrjun júní. Fótbolti 20.10.2006 15:36 Cattermole semur við Boro Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn unga Lee Cattermole til ársins 2010. Cattermole er aðeins 18 ára gamall en er orðinn fastamaður í liði Gareth Southgate eftir að hafa fengið sitt fyrsta tækifæri undir stjóri Steve McClaren á síðustu leiktíð. Enski boltinn 20.10.2006 15:15 Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki. Enski boltinn 20.10.2006 15:02 Villa Park fær ekki nýtt nafn Forráðmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa hafa vísað fregnum breska sjónvarpsins á bug um að endurskíra eigi heimavöll liðsins, Villa Park, og fá honum nafn styrktaraðila. Heimildir breska sjónvarpsins gátu til um að Villa ætti von á tugum milljóna punda frá styrktaraðilum ef Villa Park fengi nýtt nafn að frumkvæði nýja eigandans, Randy Lerner. Enski boltinn 20.10.2006 14:59 West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012. Enski boltinn 20.10.2006 14:30 Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð. Enski boltinn 20.10.2006 14:27 Clippers vann grannaslaginn Los Angeles Clippers lagði granna sína í LA Lakers í leik liðanna á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni, en alls fóru fram átta leikir í nótt. Körfubolti 20.10.2006 14:07 Serbía logar í kynþáttahatri Lögreglan í Belgrad í Serbíu hefur handtekið 152 stuðningsmenn fyrir kynþáttafordóma á leik Rad og Novi Pazar í annari deildinni þar í landi í gær, en þetta var í annað sinn á nokkrum dögum þar sem lögregla þarf að hafa afskipti af stuðningsmönnum vegna kynþáttafordóma í serbneska boltanum. Fótbolti 19.10.2006 17:00 Chelsea kenndi okkur hvernig á að vinna Barcelona Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, segir að liðið ætli sér að nota leik Chelsea í gær sem góða lexíu í því hvernig á að vinna Barcelona fyrir leik spænsku risanna á sunnudaginn, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Fótbolti 19.10.2006 16:32 Lakers - Clippers í beinni í nótt Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt. Körfubolti 19.10.2006 21:56 Góður dagur hjá ensku liðunum Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins. Enski boltinn 19.10.2006 20:55 Auðveldur sigur hjá Flensburg Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Flensburg völtuðu yfir makedónsku meistarana í Metalurg Skopje 43-24 í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag og hafa því fullt hús í D-riðli eftir fjóra leiki. Jafnræði var með liðunum framan af, en góð rispa Flensburg um miðjan fyrri hálfleikinn gerði út um leikinn. Handbolti 19.10.2006 20:08 Schumacher sallarólegur Michael Schumacher segist halda til Brasilíukappakstursins með sama hugarfari og áður, þrátt fyrir að þar verði um að ræða síðustu keppni hans sem ökumanns í Formúlu 1. Hann segist fullkomlega sáttur við að leggja stýrið á hilluna eftir glæstan feril. Sport 19.10.2006 19:34 Tottenham lagði Besiktas Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri. Fótbolti 19.10.2006 18:54 McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi. Fótbolti 19.10.2006 18:13 Ég hefði aldrei átt að fara til Williams Íslandsvinurinn Mark Webber í Formúlu 1 hefur viðurkennt að hann hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga til liðs við Williams liðið á sínum tíma, en hann ekur í síðasta sinn fyrir liðið í Brasilíu um helgina og gengur þá í raðir Red Bull. Sport 19.10.2006 17:23 Gerrard verður með gegn United Rafa Benitez hefur staðfest að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði með í stórleik liðsins gegn Manchester United á OldTrafford á sunnudaginn. Gerrard var ekki í liði Liverpool sem vann sigur á Bordeaux í Meistaradeildinni í gær vegna meiðsla á læri. Þá verður danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger einnig klár eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Enski boltinn 19.10.2006 17:34 Þarf í uppskurð á hásin Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno hjá Valencia þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hásin sem hafa haldið honum frá keppni allar götur síðan hann gekk í raðir liðsins frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar. Þetta þýðir líklega að hann verði frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Fótbolti 19.10.2006 16:55 Blackburn hafði sigur í Póllandi Blackburn vann í dag mikilvægan 2-1 útisigur á Wisla Krakow frá Póllandi í fyrsta leik sínum í E-riðli Evrópukeppni félagsliða. Blackburn lenti undir snemma leiks þegar skot hrökk af Robbie Savage og í netið, en hann jafnaði metin á 56. mínútu og David Bentley skoraði svo sigurmark enska liðsins í blálokin. Fótbolti 19.10.2006 16:46 Wembley opnaður á næsta ári Enska knattspyrnusambandið hefur loksins bundið enda á deilur sínar við verktaka sem standa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum og því hefur verið tilkynnt að þetta vandræðamannvirki verði loks opnað formlega í byrjun næsta árs. Sambandið er þó ekki tilbúið að lofa því að úrslitaleikurinn í enska bikarnum geti farið þar fram næsta vor. Enski boltinn 19.10.2006 15:34 Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 19.10.2006 14:59 Fimm leikir í nótt Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö. Körfubolti 19.10.2006 14:42 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 264 ›
Beinar útsendingar um helgina NBA TV sjónvarpsstöðin heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA um helgina, en nú er farið að styttast verulega í að deildarkeppnin sjálf hefjist. Á laugardagskvöldið verður leikur Dallas og Washington í beinni útsendingu klukkan hálf eitt og á sama tíma á sunnudagskvöldið eigast við Texas-liðin Houston og San Antonio. Körfubolti 21.10.2006 00:50
Boris Diaw semur við Phoenix Franski framherjinn Boris Diaw hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára framlengingu á samningi sínum við NBA lið Phoenix Suns og sagt er að samningurinn færi honum um 45 milljónir dollara í aðra hönd. Körfubolti 20.10.2006 17:17
Gerrard er óðum að ná sér á strik Rafa Benitez hefur látið í veðri vaka að leikurinn gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn muni marka nýtt upphaf fyrir Steven Gerrard, sem ekki hefur náð sér alveg á strik á leiktíðinni og hefur til að mynda enn ekki skorað mark í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 20.10.2006 18:31
Frá keppni í þrjár vikur í viðbót Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá Arsenal getur væntanlega ekki spilað með liði sínu í að minnsta kosti þrjár vikur í viðbót eftir að kálfameiðsli hans reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. Talið er að það komi í hlut Alexander Hleb eða unglingsins Theo Walcott að leysa hann af hólmi gegn Reading á sunnudaginn. Enski boltinn 20.10.2006 18:26
Vill ekki hugsa um að slá met Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet. Enski boltinn 20.10.2006 18:19
Setur stefnuna á 90 stig Alex Ferguson hefur sett stefnuna á að ná í 90 stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir þann mikla stigafjölda líklega vera nauðsynlegan til að vinna deildina. Manchester United hefur ekki unnið titilinn í þrjú ár, en Ferguson og félagar setja stefnuna hátt í ár. Enski boltinn 20.10.2006 18:10
Hargreaves byrjaður í endurhæfingu Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen er nú byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði. Hargreaves er 25 ára gamall og er nú laus við plastspelku af fætinum, sem þýðir að hann er farinn að ganga um eðlilega. Vonir standa til um að hann geti farið að spila í lok næsta mánaðar. Fótbolti 20.10.2006 15:40
Josh Howard framlengir við Dalls Framherjinn Josh Howard hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks í NBA deildinni og er því samningsbundinn liðinu út keppnistímabilið 2010-11. Howard fær um 40 milljónir dollara fyrir nýja samninginn, sem tekur ekki gildi fyrrr en eftir tímabilið sem hefst um mánaðamótin. Körfubolti 20.10.2006 17:10
Cisse byrjaður að æfa á ný Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse mætti á sína fyrstu æfingu hjá liði Marseille í Frakklandi í dag, þar sem hann er sem lánsmaður frá Liverpool. Cisse hefur ekkert geta æft með liðinu síðan hann fótbrotnaði upphitunarleik Frakka gegn Kínverjum í byrjun júní. Fótbolti 20.10.2006 15:36
Cattermole semur við Boro Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn unga Lee Cattermole til ársins 2010. Cattermole er aðeins 18 ára gamall en er orðinn fastamaður í liði Gareth Southgate eftir að hafa fengið sitt fyrsta tækifæri undir stjóri Steve McClaren á síðustu leiktíð. Enski boltinn 20.10.2006 15:15
Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki. Enski boltinn 20.10.2006 15:02
Villa Park fær ekki nýtt nafn Forráðmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa hafa vísað fregnum breska sjónvarpsins á bug um að endurskíra eigi heimavöll liðsins, Villa Park, og fá honum nafn styrktaraðila. Heimildir breska sjónvarpsins gátu til um að Villa ætti von á tugum milljóna punda frá styrktaraðilum ef Villa Park fengi nýtt nafn að frumkvæði nýja eigandans, Randy Lerner. Enski boltinn 20.10.2006 14:59
West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012. Enski boltinn 20.10.2006 14:30
Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð. Enski boltinn 20.10.2006 14:27
Clippers vann grannaslaginn Los Angeles Clippers lagði granna sína í LA Lakers í leik liðanna á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni, en alls fóru fram átta leikir í nótt. Körfubolti 20.10.2006 14:07
Serbía logar í kynþáttahatri Lögreglan í Belgrad í Serbíu hefur handtekið 152 stuðningsmenn fyrir kynþáttafordóma á leik Rad og Novi Pazar í annari deildinni þar í landi í gær, en þetta var í annað sinn á nokkrum dögum þar sem lögregla þarf að hafa afskipti af stuðningsmönnum vegna kynþáttafordóma í serbneska boltanum. Fótbolti 19.10.2006 17:00
Chelsea kenndi okkur hvernig á að vinna Barcelona Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, segir að liðið ætli sér að nota leik Chelsea í gær sem góða lexíu í því hvernig á að vinna Barcelona fyrir leik spænsku risanna á sunnudaginn, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Fótbolti 19.10.2006 16:32
Lakers - Clippers í beinni í nótt Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt. Körfubolti 19.10.2006 21:56
Góður dagur hjá ensku liðunum Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins. Enski boltinn 19.10.2006 20:55
Auðveldur sigur hjá Flensburg Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Flensburg völtuðu yfir makedónsku meistarana í Metalurg Skopje 43-24 í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag og hafa því fullt hús í D-riðli eftir fjóra leiki. Jafnræði var með liðunum framan af, en góð rispa Flensburg um miðjan fyrri hálfleikinn gerði út um leikinn. Handbolti 19.10.2006 20:08
Schumacher sallarólegur Michael Schumacher segist halda til Brasilíukappakstursins með sama hugarfari og áður, þrátt fyrir að þar verði um að ræða síðustu keppni hans sem ökumanns í Formúlu 1. Hann segist fullkomlega sáttur við að leggja stýrið á hilluna eftir glæstan feril. Sport 19.10.2006 19:34
Tottenham lagði Besiktas Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri. Fótbolti 19.10.2006 18:54
McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi. Fótbolti 19.10.2006 18:13
Ég hefði aldrei átt að fara til Williams Íslandsvinurinn Mark Webber í Formúlu 1 hefur viðurkennt að hann hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga til liðs við Williams liðið á sínum tíma, en hann ekur í síðasta sinn fyrir liðið í Brasilíu um helgina og gengur þá í raðir Red Bull. Sport 19.10.2006 17:23
Gerrard verður með gegn United Rafa Benitez hefur staðfest að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði með í stórleik liðsins gegn Manchester United á OldTrafford á sunnudaginn. Gerrard var ekki í liði Liverpool sem vann sigur á Bordeaux í Meistaradeildinni í gær vegna meiðsla á læri. Þá verður danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger einnig klár eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Enski boltinn 19.10.2006 17:34
Þarf í uppskurð á hásin Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno hjá Valencia þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hásin sem hafa haldið honum frá keppni allar götur síðan hann gekk í raðir liðsins frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar. Þetta þýðir líklega að hann verði frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Fótbolti 19.10.2006 16:55
Blackburn hafði sigur í Póllandi Blackburn vann í dag mikilvægan 2-1 útisigur á Wisla Krakow frá Póllandi í fyrsta leik sínum í E-riðli Evrópukeppni félagsliða. Blackburn lenti undir snemma leiks þegar skot hrökk af Robbie Savage og í netið, en hann jafnaði metin á 56. mínútu og David Bentley skoraði svo sigurmark enska liðsins í blálokin. Fótbolti 19.10.2006 16:46
Wembley opnaður á næsta ári Enska knattspyrnusambandið hefur loksins bundið enda á deilur sínar við verktaka sem standa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum og því hefur verið tilkynnt að þetta vandræðamannvirki verði loks opnað formlega í byrjun næsta árs. Sambandið er þó ekki tilbúið að lofa því að úrslitaleikurinn í enska bikarnum geti farið þar fram næsta vor. Enski boltinn 19.10.2006 15:34
Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 19.10.2006 14:59
Fimm leikir í nótt Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö. Körfubolti 19.10.2006 14:42