Erlendar Arsenal í riðlakeppnina Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur. Fótbolti 23.8.2006 21:25 Meistarabragur á Manchester United Manchester United hélt uppteknum hætti í annari umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 3-0 á útivelli. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Charlton, sem mátti sín lítils gegn sterku liði United. Darren Fletcher, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær skoruðu mörk United sem er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga. Sport 23.8.2006 21:04 Middlesbrough lagði Chelsea Englandsmeistarar Chelsea töpuðu sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni strax í annari umferð, en í kvöld lá liðið 2-1 fyrir Middlesbrough á útivelli. Andriy Shevchenko kom Chelsea yfir í upphafi leiks, en Emanuel Pogatetz jafnaði metin á 80. mínútu og Mark Viduka skoraði svo sigurmark Boro á lokamínútunni. Þetta er annað árið í röð sem Boro leggur Englandsmeistarana á heimavelli sínum. Sport 23.8.2006 20:56 Lítið skorað í fyrri hálfleik Fá mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik í viðureignum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, en síðari hálfleikur er nú hafinn í leikjunum sex sem standa yfir. Andriy Shevchenko skoraði mark Chelsea sem hefur yfir 1-0 gegn Middlesbrough. Sport 23.8.2006 20:11 Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 23.8.2006 20:05 Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 23.8.2006 19:37 Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. Fótbolti 23.8.2006 19:18 Íslendingarnir í eldlínunni Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og verða íslensku leikmennirnir þar allir í eldlínunni. Hermann Hreiðarsson verður í vörn Charlton sem fær það erfiða verkefni að mæta heitu liði Manchester United á heimavelli sínum, Heiðar Helguson er í leikmannahópi Fulham gegn Bolton og þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða væntanlega í hóp Reading sem sækir Aston Villa heim. Sport 23.8.2006 18:28 Miðasala gengur mjög vel Miðasala á leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2008 gengur mjög vel og nú eru aðeins nokkur hundruð miðar eftir á leikinn sem fram fer þann 6. september næstkomandi. Miðaverð í forsölu er á bilinu 1500 til 4500 krónur og hægt er að nálgast miða á vefsíðunni midi.is. og í verslunum Skífunnar og BT. Sport 23.8.2006 18:18 Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. Fótbolti 23.8.2006 16:38 Ooijer til Blackburn Hollenski miðvörðurinn Andre Ooijer hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn, með möguleika á eins árs framlengingu. Ooijer er 32 ára gamall landsliðsmaður og kemur frá PSV Eindhoven. "Við erum búnir að leita að miðverði í allt sumar og loksins komnir með mann sem hefur spilað með liðum í fremstu röð og er hokinn af reynslu," sagði Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn. Sport 23.8.2006 17:05 Arsenal - Dynamo Zagreb í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi. Fótbolti 23.8.2006 16:53 Pat Riley verður áfram með Miami Hinn sigursæli þjálfari Pat Riley, sem þjálfaði Miami Heat og stýrði liðinu til NBA meistaratitilsins í vor, hefur tilkynnt að hann muni þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Riley hefur legið undir feldi í allt sumar og í dag gaf Miami út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Riley verði áfram þjálfari liðsins. Körfubolti 23.8.2006 17:11 Federer gerir atlögu að þriðja titlinum í röð Tenniskappinn Roger Federer mun halda áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar næstkomandi mánudag þegar hann mætir Kínverjanum Wang Yeu-Tzuoo í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins. Federer gerir þar atlögu að því að vinna titilinn þriðja árið í röð, en það hefur aðeins þeim John McEnroe og Ivan Lendl tekist á síðustu áratugum. Mótið hefst á mánudag og stendur yfir til 10. september. Sport 23.8.2006 16:42 Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Fótbolti 23.8.2006 16:05 Sissoko verður frá í tvær vikur Talsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hafa staðfest að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur eftir að hann var borinn af velli meiddur á hné í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í gærkvöldi. Þá varð varnarmaðurinn Stephen Warnock einnig fyrir nokkrum meiðslum í gær, en búist er við því að hann nái sér fyrr en félagi hans. Sport 23.8.2006 16:02 Gatlin fær minnst fjögurra ára bann Forráðamenn alþjóða frjálsíþróttasambandsins hafa gefið það út að bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin muni þurfa að sitja af sér lágmark fjögur ár af þeim átta sem honum voru dæmd í gærkvöld fyrir að falla á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. Enn á eftir að koma betur í ljós af hverju of hátt magn testósteróns mældist í Gatlin, en þó svo gæti farið að bannið yrði stytt eitthvað, mun hann alltaf þurfa að taka út lágmark fjögurra ára bann að sögn talsmann frjálsíþróttasambandsins. Sport 23.8.2006 15:40 FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. Fótbolti 23.8.2006 15:33 Domenech fundar með leikmönnum Raymond Domenech hefur boðað þá Liliam Thuram og Claude Makele á fund sinn þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra þá um að halda áfram að spila með franska landsliðinu í undankeppni EM 2008. Thuram er leikjahæsti franski landsliðsmaðurinn í HM hópnum í sumar og Makelele hefur enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér í landsliðið. Thuram er 34 ára gamall og spilar með Barcelona, en Makelele er 33 ára og spilar með Chelsea. Sport 23.8.2006 15:00 Camara semur við Wigan Framherjinn Henri Camara hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2009. Ákvæði í gamla samningnum hans gaf til kynna að hann ætti rétt á nýjum og bættum samningi ef liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en gamli samningurinn var til ársins 2008. Camara er frá Senegal og er 29 ára gamall. Hann skoraði 12 mörk í 30 leikjum fyrir Wigan á ótrúlegri fyrstu leiktíð félagsins í úrvalsdeildinni í fyrra. Sport 23.8.2006 14:55 Anthony setti met í sigri Bandaríkjamanna Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar bandaríska landsliðið í körfubolta lagði sterkt lið Ítala 94-85 á HM í körfubolta í dag. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjamanna í röð og tryggði sigurinn liðinu toppsætið í D-riðli. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg stig og Anthony í landsleik fyrir Bandaríkin, en eldra metið átti Kenny Anderson þegar hann skoraði 34 stig fyrir landsliðið árið 1990. Körfubolti 23.8.2006 13:40 Gefur út yfirlýsingu í dag Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves mun í dag gefa út yfirlýsingu á blaðamannafundi hjá Bayern Munchen, þar sem allt eins er búist við því að hann fari fram á að verða seldur frá félaginu. Orðrómur er á kreiki um að leikmaðurinn hafi verið sektaður fyrir að halda því ítrekað fram í fjölmiðlum að hann vilji ganga í raðir Manchester United á Englandi, en hann er samningsbundinn þýska félaginu til ársins 2010. Fótbolti 23.8.2006 13:37 Ég á nóg inni Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham var ekki lengi að sýna hvað í honum bjó í gær þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á White Hart Lane eftir aðeins sjö mínútur í leik gegn Sheffield United. Þessi mikli markahrókur segist eiga nóg inni. Sport 23.8.2006 12:57 Markus Merk snýr aftur Þýski knattspyrnudómarinn Markus Merk hefur tilkynnt að hann ætli að halda áfram dómgæslu, en hann tók sér frí af persónulegum ástæðum eftir að hann náði sér alls ekki á strik við dómgæslu í riðlakeppninni á HM. Merk hefur almennt verið álitinn besti dómari Þjóðverja, en talið var að hann hefði íhugað að hætta alveg að dæma. Hann segir stuðning kollega sinna hafa orðið þess valdandi að hann ákvað að snúa aftur. Fótbolti 23.8.2006 12:53 Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37 Gunnar Heiðar minnir á sig Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir þýska úrvalsdeildarliðið Hannover í gærkvöldi þegar það burstaði lið Luneburg 7-0 í æfingaleik. Gunnar Heiðar hefur enn ekki fengið tækifæri með liðinu í úrvalsdeildinni, en Hannover er í neðsta sæti deildarinnar eftir tvær umferðir. Fótbolti 23.8.2006 12:32 Malbranque til West Ham? Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham muni reyna að fá til sín franska miðjumanninn Steed Malbranque frá Fulham áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Malbranque hefur verið settur út í kuldann hjá Fulham og hefur Chris Coleman knattspyrnustjóri þegar lýsti því yfir að hann muni aldrei aftur spila leik fyrir félagið. Sport 22.8.2006 20:24 Gatlin í átta ára keppnisbann Ferill bandaríska spretthlauparans Justin Gatlin er líklega á enda runninn eftir að hinn 24 ára gamli heims- og Ólympíumeistari og heimsmethafi í 100 metra hlaupi var í kvöld dæmdur í 8 ára keppnisbann fyrir að hafa í apríl fallið á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. Hann hefur verið sviptur heimsmeti sínu í 100 metra hlaupi sem hann átti ásamt Asafa Powell. Sport 22.8.2006 21:38 Maccabi er hörkulið Peter Crouch, hinn leggjalangi markaskorari Liverpool, sagði að leikmenn Maccabi Haifa hefðu ekki verið nein lömb að leika sér við eftir að liðin skildu jöfn í síðari leik sínum í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 22.8.2006 21:09 Phillips farinn til West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom fékk liðsstyrk í dag þegar það keypti fyrrum landsliðsframherjann Kevin Phillips frá Aston Villa á 700 þúsund pund. Villa samþykkti einnig kauptilboð fyrrum félaga Phillips í Sunderland í leikmanninn, en hann kaus að ganga heldur til liðs við West Brom. Phillips er 33 ára gamall og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Sport 22.8.2006 21:21 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 264 ›
Arsenal í riðlakeppnina Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur. Fótbolti 23.8.2006 21:25
Meistarabragur á Manchester United Manchester United hélt uppteknum hætti í annari umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 3-0 á útivelli. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Charlton, sem mátti sín lítils gegn sterku liði United. Darren Fletcher, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær skoruðu mörk United sem er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga. Sport 23.8.2006 21:04
Middlesbrough lagði Chelsea Englandsmeistarar Chelsea töpuðu sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni strax í annari umferð, en í kvöld lá liðið 2-1 fyrir Middlesbrough á útivelli. Andriy Shevchenko kom Chelsea yfir í upphafi leiks, en Emanuel Pogatetz jafnaði metin á 80. mínútu og Mark Viduka skoraði svo sigurmark Boro á lokamínútunni. Þetta er annað árið í röð sem Boro leggur Englandsmeistarana á heimavelli sínum. Sport 23.8.2006 20:56
Lítið skorað í fyrri hálfleik Fá mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik í viðureignum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, en síðari hálfleikur er nú hafinn í leikjunum sex sem standa yfir. Andriy Shevchenko skoraði mark Chelsea sem hefur yfir 1-0 gegn Middlesbrough. Sport 23.8.2006 20:11
Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 23.8.2006 20:05
Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 23.8.2006 19:37
Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. Fótbolti 23.8.2006 19:18
Íslendingarnir í eldlínunni Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og verða íslensku leikmennirnir þar allir í eldlínunni. Hermann Hreiðarsson verður í vörn Charlton sem fær það erfiða verkefni að mæta heitu liði Manchester United á heimavelli sínum, Heiðar Helguson er í leikmannahópi Fulham gegn Bolton og þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða væntanlega í hóp Reading sem sækir Aston Villa heim. Sport 23.8.2006 18:28
Miðasala gengur mjög vel Miðasala á leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2008 gengur mjög vel og nú eru aðeins nokkur hundruð miðar eftir á leikinn sem fram fer þann 6. september næstkomandi. Miðaverð í forsölu er á bilinu 1500 til 4500 krónur og hægt er að nálgast miða á vefsíðunni midi.is. og í verslunum Skífunnar og BT. Sport 23.8.2006 18:18
Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. Fótbolti 23.8.2006 16:38
Ooijer til Blackburn Hollenski miðvörðurinn Andre Ooijer hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn, með möguleika á eins árs framlengingu. Ooijer er 32 ára gamall landsliðsmaður og kemur frá PSV Eindhoven. "Við erum búnir að leita að miðverði í allt sumar og loksins komnir með mann sem hefur spilað með liðum í fremstu röð og er hokinn af reynslu," sagði Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn. Sport 23.8.2006 17:05
Arsenal - Dynamo Zagreb í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi. Fótbolti 23.8.2006 16:53
Pat Riley verður áfram með Miami Hinn sigursæli þjálfari Pat Riley, sem þjálfaði Miami Heat og stýrði liðinu til NBA meistaratitilsins í vor, hefur tilkynnt að hann muni þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Riley hefur legið undir feldi í allt sumar og í dag gaf Miami út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Riley verði áfram þjálfari liðsins. Körfubolti 23.8.2006 17:11
Federer gerir atlögu að þriðja titlinum í röð Tenniskappinn Roger Federer mun halda áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar næstkomandi mánudag þegar hann mætir Kínverjanum Wang Yeu-Tzuoo í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins. Federer gerir þar atlögu að því að vinna titilinn þriðja árið í röð, en það hefur aðeins þeim John McEnroe og Ivan Lendl tekist á síðustu áratugum. Mótið hefst á mánudag og stendur yfir til 10. september. Sport 23.8.2006 16:42
Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Fótbolti 23.8.2006 16:05
Sissoko verður frá í tvær vikur Talsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hafa staðfest að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur eftir að hann var borinn af velli meiddur á hné í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í gærkvöldi. Þá varð varnarmaðurinn Stephen Warnock einnig fyrir nokkrum meiðslum í gær, en búist er við því að hann nái sér fyrr en félagi hans. Sport 23.8.2006 16:02
Gatlin fær minnst fjögurra ára bann Forráðamenn alþjóða frjálsíþróttasambandsins hafa gefið það út að bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin muni þurfa að sitja af sér lágmark fjögur ár af þeim átta sem honum voru dæmd í gærkvöld fyrir að falla á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. Enn á eftir að koma betur í ljós af hverju of hátt magn testósteróns mældist í Gatlin, en þó svo gæti farið að bannið yrði stytt eitthvað, mun hann alltaf þurfa að taka út lágmark fjögurra ára bann að sögn talsmann frjálsíþróttasambandsins. Sport 23.8.2006 15:40
FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. Fótbolti 23.8.2006 15:33
Domenech fundar með leikmönnum Raymond Domenech hefur boðað þá Liliam Thuram og Claude Makele á fund sinn þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra þá um að halda áfram að spila með franska landsliðinu í undankeppni EM 2008. Thuram er leikjahæsti franski landsliðsmaðurinn í HM hópnum í sumar og Makelele hefur enn ekki gefið upp hvort hann gefi áfram kost á sér í landsliðið. Thuram er 34 ára gamall og spilar með Barcelona, en Makelele er 33 ára og spilar með Chelsea. Sport 23.8.2006 15:00
Camara semur við Wigan Framherjinn Henri Camara hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2009. Ákvæði í gamla samningnum hans gaf til kynna að hann ætti rétt á nýjum og bættum samningi ef liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en gamli samningurinn var til ársins 2008. Camara er frá Senegal og er 29 ára gamall. Hann skoraði 12 mörk í 30 leikjum fyrir Wigan á ótrúlegri fyrstu leiktíð félagsins í úrvalsdeildinni í fyrra. Sport 23.8.2006 14:55
Anthony setti met í sigri Bandaríkjamanna Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar bandaríska landsliðið í körfubolta lagði sterkt lið Ítala 94-85 á HM í körfubolta í dag. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjamanna í röð og tryggði sigurinn liðinu toppsætið í D-riðli. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg stig og Anthony í landsleik fyrir Bandaríkin, en eldra metið átti Kenny Anderson þegar hann skoraði 34 stig fyrir landsliðið árið 1990. Körfubolti 23.8.2006 13:40
Gefur út yfirlýsingu í dag Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves mun í dag gefa út yfirlýsingu á blaðamannafundi hjá Bayern Munchen, þar sem allt eins er búist við því að hann fari fram á að verða seldur frá félaginu. Orðrómur er á kreiki um að leikmaðurinn hafi verið sektaður fyrir að halda því ítrekað fram í fjölmiðlum að hann vilji ganga í raðir Manchester United á Englandi, en hann er samningsbundinn þýska félaginu til ársins 2010. Fótbolti 23.8.2006 13:37
Ég á nóg inni Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham var ekki lengi að sýna hvað í honum bjó í gær þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á White Hart Lane eftir aðeins sjö mínútur í leik gegn Sheffield United. Þessi mikli markahrókur segist eiga nóg inni. Sport 23.8.2006 12:57
Markus Merk snýr aftur Þýski knattspyrnudómarinn Markus Merk hefur tilkynnt að hann ætli að halda áfram dómgæslu, en hann tók sér frí af persónulegum ástæðum eftir að hann náði sér alls ekki á strik við dómgæslu í riðlakeppninni á HM. Merk hefur almennt verið álitinn besti dómari Þjóðverja, en talið var að hann hefði íhugað að hætta alveg að dæma. Hann segir stuðning kollega sinna hafa orðið þess valdandi að hann ákvað að snúa aftur. Fótbolti 23.8.2006 12:53
Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37
Gunnar Heiðar minnir á sig Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir þýska úrvalsdeildarliðið Hannover í gærkvöldi þegar það burstaði lið Luneburg 7-0 í æfingaleik. Gunnar Heiðar hefur enn ekki fengið tækifæri með liðinu í úrvalsdeildinni, en Hannover er í neðsta sæti deildarinnar eftir tvær umferðir. Fótbolti 23.8.2006 12:32
Malbranque til West Ham? Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham muni reyna að fá til sín franska miðjumanninn Steed Malbranque frá Fulham áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Malbranque hefur verið settur út í kuldann hjá Fulham og hefur Chris Coleman knattspyrnustjóri þegar lýsti því yfir að hann muni aldrei aftur spila leik fyrir félagið. Sport 22.8.2006 20:24
Gatlin í átta ára keppnisbann Ferill bandaríska spretthlauparans Justin Gatlin er líklega á enda runninn eftir að hinn 24 ára gamli heims- og Ólympíumeistari og heimsmethafi í 100 metra hlaupi var í kvöld dæmdur í 8 ára keppnisbann fyrir að hafa í apríl fallið á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. Hann hefur verið sviptur heimsmeti sínu í 100 metra hlaupi sem hann átti ásamt Asafa Powell. Sport 22.8.2006 21:38
Maccabi er hörkulið Peter Crouch, hinn leggjalangi markaskorari Liverpool, sagði að leikmenn Maccabi Haifa hefðu ekki verið nein lömb að leika sér við eftir að liðin skildu jöfn í síðari leik sínum í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 22.8.2006 21:09
Phillips farinn til West Brom Enska 1. deildarfélagið West Brom fékk liðsstyrk í dag þegar það keypti fyrrum landsliðsframherjann Kevin Phillips frá Aston Villa á 700 þúsund pund. Villa samþykkti einnig kauptilboð fyrrum félaga Phillips í Sunderland í leikmanninn, en hann kaus að ganga heldur til liðs við West Brom. Phillips er 33 ára gamall og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Sport 22.8.2006 21:21