Erlendar

Fréttamynd

Enn tapar New York

New York Knicks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá á heimavelli fyrir Houston Rockets 93-89. Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York, en Tracy McGrady skoraði 23 fyrir Houston.

Sport
Fréttamynd

Grönholm sigraði í Svíþjóð

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm sigraði nokkuð örugglega í sænska rallinu um helgina og hefur því unnið sigur á fyrstu tveimur mótum ársins með Ford-liðinu. Heimsmeistarinn Sebastien Loeb veitti honum góða keppni um helgina, en þurfti að sætta sig við annað sætið að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Gagnrýnir vinnubrögð Arsenal

Hollenski sóknarmaðurinn Dennis Bergkamp segir skrítið að forráðamenn félagsins hafi ekki hugsað fyrir því að finna mann til að fylla skarð Patrick Vieira áður en þeir seldu hann til Juventus í sumar og segir Vieira hafa verið mikilvægari liðinu en nokkur gerir sér grein fyrir.

Sport
Fréttamynd

Steelers unnu Ofurskálina

Pittsburgh Steelers lögðu Seattle Seahawks 21-10 í úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum í nótt, en leikurinn fór fram í Detroit og var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þetta var fyrsti titill Steelers síðan árið 1980 og fimmti titillinn í sögu liðsins.

Sport
Fréttamynd

Robben hlýtur að vera hálsbrotinn

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. "...Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar..." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir..."

Sport
Fréttamynd

Loksins tapaði Barcelona

Barcelona tapaði í kvöld á heimavelli sínum fyrir Atlético Madrid, 1-3 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er fyrsta tap liðsins eftir að hafa unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Fernando Torres skoraði tvisvar fyrir gestina en Henrik Larsson gerði eina mark heimamanna sem eru efstir með 52 stig, 9 stiga forskot á Valencia.

Sport
Fréttamynd

Abramovich tengist hugsanlegri morðrannsókn

Glæsiskúta í eigu hins moldríka rússneska eiganda Chelsea, Roman Abramovich, er nú vettvangur hugsanlegrar morðrannsóknar á Nýja Sjálandi. Skútan sem er 150 milljóna dollara virði lá við höfn í Auckland en þaðan hvarf áhafnarmeðlimur hennar þann 16. janúar og fannst látinn í höfninni 5 dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Arnar lék allan leikinn í sigri Twente

Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Twente sem vann 3-0 sigur á Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum náði Twente að forða sér fjær fallsvæðinu í deildinni en liðið er nú í 13. sæti af 18 liðum með 25 stig, sjö stigum frá fallsæti.

Sport
Fréttamynd

Chelsea lagði Liverpool

Chelsea hefur nú gjörsamlega stungið af í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Englandsmeistararnir unnu Liverpool, 2-0 á Stamford Bridge nú síðdegis. William Gallas (35. mín) og Hernan Crespo (68. mín) skoruðu mörk Chelsea sem er nú með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM

Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni.

Sport
Fréttamynd

23 ára nýliði með forystu

23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, hefur forystu á PGA mótinu í golfi í Scottsdale í Arizona. 168 þúsund áhorfendur mættu á TPC-völlinn til þess að fylgjast með keppninni í gær og hafa aldrei verið fleiri á þessu móti.

Sport
Fréttamynd

Frakkar Evrópumeistarar

Frakkar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Spánverja með 8 marka mun í úrslitaleik mótsins í Zürich í Sviss, 31-23. Nikola Karabatic varð markahæstur Frakka með 11 mörk í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 13-17 fyrir Frakka. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hampa þessum titli.

Sport
Fréttamynd

Eiður á bekknum - Fowler ekki í hópi Liverpool

Robbie Fowler er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heimsækir Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú kl. 16. Þá er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Chelsea en Michael Essien tekur hans stöðu á miðjunni. Vakin er athygli á því að hægt er að fylgjast beint með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu Vísis hér hægra megin á íþróttasíðunni.

Sport
Fréttamynd

Tottenham lagði Charlton

Tottenham lagði Charlton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis og er nú komið í 44 stig í 4. sæti deildairnnar. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í vörn Charlton og fékk að líta gula spjaldið á 34. mínútu fyrir að brjóta á Robbie Keane sóknarmanni Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Matt Holland hættur með landsliðinu

Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni.

Sport
Fréttamynd

Danir unnu bronsið á EM

Danir tryggðu sér bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta í dag þegar þeir sigruðu Króata í úrslitaleik um 3. sætið, 32-27. Lars Möller var markahæstur Dana 9 mörk. Króatar áttu aldrei mögueika gegn Dönum sem náðu mest 7 marka forystu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

24 vítaspyrnur útkljáðu leikinn

8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar lið Fílabeinsstrandarinnar sigraði Kamerún eftir maraþon vítaspyrnukeppni.

Sport
Fréttamynd

Sjöundi sigur Roma í röð

Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða;

Sport
Fréttamynd

Danir 7 mörkum yfir gegn Króötum

Króatar og Danir eigast nú við og keppa um bronsverðlaunin á Evrópumóti landsliða í handbolta og eru Danir 7 mörkum yfir í hálfleik, 16-9. Sigurvegararnir í þessum leik tryggja sér sæti á HM 2007. Klukkan 4 í dag keppa Frakkar og Spánverjar til úrslita á Evrópumótinu. Frakkar búsettir hér á landi ætla að hittast á Café Solon og fylgjast með leiknum þar.

Sport
Fréttamynd

Zidane í fantaformi - skoraði tvennu

Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ekki hafa fyrir því að afsaka

Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham er æfur af reiði og lætur Martin Atkinson dómara fá það óþvegið í breskum fjölmiðlum eftir 4-2 tap sinna manna gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham þegar hann minnkaði muninn í 3-2 en það sem gerðist eftir það fór svo fyrir brjóstið á Coleman að hann var rekinn úr gryfjunni með rauða spjaldið upp í stúku.

Sport
Fréttamynd

Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago

Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Svíum

Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu.

Sport
Fréttamynd

Grétar skoraði eina mark Alkmaar

Siglfirski Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse Arnhem í gærkvöldi. Mark Grétars kom liði hans yfir á 13. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en gestirnir jöfnuðu á 40. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Sol Campbell kominn í leitirnar

Sol Campbell, varnarmaður Arsenal er væntanlegur aftur á æfingu með liðinu á mánudaginn en ekkert hefur spurst til hans síðan hann yfirgaf heimavöll sinn í hálfleik þegar Arsenal tapaði fyrir West Ham í deildinni sl. miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Heiðar skoraði í tapleik gegn Man Utd

Heiðar Helguson skoraði annað marka Fulham sem tapaði fyrir Man Utd, 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Heiðar var í byrjunarliði Fulham og lék allan leikinn. Mark Heiðars kom með skalla á 37. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Bridge, lánsmanni frá Chelsea. Með markinu minnkaði Heiðar muninn í 3-2.

Sport
Fréttamynd

Ívar, Brynjar, Hannes og Jóhannes léku

Reading hefur 10 stiga forystu í ensku 1. deildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur á Crewe í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum og lék síðustu 2 mínúturnar. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson lokamínutuna.

Sport
Fréttamynd

Ballack skoraði eina markið

Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar í úrslitaleikinn - lögðu Dani

Það verða Spánverjar sem leika til úrslita á EM í handbolta gegn Frökkum en heimsmeistararnir lögðu Dani í undanúrslitum nú síðdegis, 34-31. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Dani sem leika því um 3. sætið á mótinu gegn Króötum.

Sport