Erlendar

Draumur Andy Murray á enda
Skoski tenniskappinn Andy Murray varð að sætta sig við tap gegn Bandaríkjamanninum Andy Roddcik í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í kvöld.

Federer í úrslit í sjöunda sinn
Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum.

Williams-systur mætast í úrslitunum
Serena Williams og systir hennar, Venus, mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon mótinu um helgina.

Murray í undanúrslitin
Bretinn Andy Murray vann sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis.

Federer áfram en Djokovic úr leik
Roger Federer komst í dag áfram í undanúrslit einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis og mætir þar Þjóðverjanum Tommy Haas.

Serena eltir systur sína í undanúrslitin
Bandaríska tenniskonan Serena Williams átti ekki í teljandi erfiðleikum með að tryggja sig í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í dag þegar hún vann 6-2 og 6-3 sigur gegn Victoriu Azarenka.

Venus í undanúrslitin
Venus Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis.

Sögulegur sigur hjá Murray
Skotinn Andy Murray vann í gær sögulegan sigur á Stanislas Wawrinka í 16-manna úrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær.

Williams-systurnar áfram
Þær Serena og Venus Williams komust í dag áfram í fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis.

Aftur tapaði Söderling fyrir Federer
Roger Federer er kominn áfram í fjórðungsúrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Robin Söderling frá Svíþjóð í 16-manna úrslitum í dag.

Brasilía vann Álfubikarinn
Brasilíumenn áttu hreint út sagt ótrúlega endurkomu í úrslitaleik Álfubikarsins gegn Bandaríkjunum í kvöld.

Tvö heimsmet í sundi í Þýskalandi
Daniela Samulski frá Þýskalandi bætti heimsmetið í 50 metra baksundi í dag. Metið sló hún á heimavelli í Berlín þar sem þýska meistaramótið fer fram.

Serena komin í 16-manna úrslit á Wimbledon
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann hina ítölsku Robertu Vinci í tveimur settum á Wimbledon-mótinu í tennis í dag og komst þar með í 16-manna úrslit mótsins.

Kohlscreiber engin hindrun fyrir Federer
Tenniskappinn Roger Federer hélt uppteknum hætti á Wimbledon-mótinu í dag og tryggði sig áfram í fjórðu umferð með sigri gegn Philipp Kohlschreiber.

Gay ætlar að bæta heimsmet Bolt
Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay segir að hann geti bætt heimsmet Usain Bolt í 100 metra hlaupi.

Rússneski risinn mætir Vitali Klitschko
WBA-þungavigameistarinn Nikolai Valuev hefur staðfest að hann og Vitali Klitschko munu mætast í hringnum næsta vetur.

Sharapova úr leik eftir dramatíska viðureign
Maria Sharapova féll í dag úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis eftir að hafa tapað fyrir Giselu Dulko frá Argentínu í annarri umferð mótsins.

Murray í erfiðleikum í fyrstu umferð á Wimbledon
Tenniskappinn Andy Murray átti erfitt uppdráttar í fyrstu umferð á Wimbledon-mótinu í dag og mátti hafa sig allan við til þess að leggja Bandaríkjamanninn Robert Kendrick að velli (7-5, 6-7, 6-3 og 6-4).

Federer kominn í gegnum fyrstu umferð á Wimbledon
Tenniskappinn Roger Federer lenti ekki í miklum vandræðum gegn Yen-Hsun Lu í fyrstu umferð á Wimbledon mótinu í dag þrátt fyrir að hafa verið örlítið rygaður í fyrsta settinu.

Nadal keppir ekki á Wimbledon
Rafael Nadal mun ekki verja titilinn sinn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hann er meiddur á hné.

Brady búinn að barna Gisele
Þó svo ofurstjarnan Tom Brady hafi ekki getað spilað amerískan fótbolta í háa herrans tíð hefur hann ekki setið auðum höndum.

Stallworth í ótímabundið bann
NFL-deildin hefur sett útherjann Donte Stallworth í ótímabundið keppnisbann í kjölfar þess að hann játaði að hafa ekið undir áhrifum áfengis og í kjölfarið orðið manni að bana.

Monfils ekki með á Wimbledon
Frakkinn Gael Monfils mun ekki taka þátt í Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hann meiddist á úlnlið fyrir skömmu.

Nadal ákveður sig í dag
Rafael Nadal mun í dag taka endanlega ákvörðun um hvort hann muni verja meistaratign sína á Wimbledon-mótinu í tennis sem hefst á mánudaginn.

Meiri líkur en minni að Benzema verði áfram hjá Lyon
Framherjinn Karim Benzema hjá Lyon er á meðal eftirsóttustu leikmanna heims um þessar mundir en franski landsliðsmaðurinn er orðaður við stórfélög á borð við Manchester United, Manchester City, Chelsea, Real Madrid og Barcelona.

Endurhæfing Nadal gengur vel
Allt útlit er fyrir að Spánverjinn Rafael Nadal geti varið titill sinn á Wimbledon-mótinu í tennis sem hefst á mánudaginn næstkomandi.

Stallworth dæmdur í 30 daga fangelsi
NFL-leikmaðurinn Donte Stallworth tók fulla ábyrgð á því að hafa ekið fullur og keyrt á mann sem lést. Hann var eðlilega dæmdur sekur í málinu en þykir hafa sloppið vel með 30 daga fangelsisdóm en hámarksdómur í slíkum málum hljóðar upp á 15 ára fangelsi.

Favre hefur áhuga á að spila aftur
Það hefur mikið verið skrifað og skrafað um Brett Favre síðustu mánuði en sjálfur hefur hann ekki látið hafa eitt orð eftir sér - þar til nú. Þá hafði Favre ekki gefið viðtal síðan í febrúar.

Andy Murray vann AEGON meistaramótið
Skoski tenniskappinn Andy Murray kláraði lokaundirbúning sinn fyrir Wimbledon mótið sem hefst í næstu viku með stæl þegar hann vann sigur á hinu árlega AEGON meistaramóti.

Nadal vonast til að spila á Wimbledon
Rafael Nadal er enn vongóður um að hann geti spilað á Wimbledon-mótinu í tennis sem hefst síðar í mánuðinum en hann hefur átt við meiðsli að stríða.