Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Þjálfun varnar­við­bragða er dauðans al­vara

Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarkassinn eigi að skapa ró

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 

Innlent
Fréttamynd

Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flug­skeyta­kerfi

Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Her­sveitir, her­skip og flug­vélar á sveimi við Ís­land næstu daga

Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Rauðu örvarnar koma síð­degis til Kefla­víkur

Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Rauðu örvarnar leika listir sínar á Ís­landi

Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fór á fund konungs

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni.

Innlent
Fréttamynd

Biden lýsti að­dáun á Ís­landi og hrósar fram­lagi til NATO

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

NATO styrkir verk­efni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja net­tengingu í til­felli á­rásar

Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann.

Innlent
Fréttamynd

Afmælisfundur NATO í skugga á­taka í gjörbreyttum heimi

Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Evrópa og myrkrið fram­undan

Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í hér um bil tvö og hálft ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár sé miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014.

Skoðun
Fréttamynd

Utan­ríkis­stefna Trumps í lykilmálum og staða Ís­lands og annarra Norður­landa

Verði Trump næsti forseti Bandaríkjanna mun það valda minni breytingum á utanríkisstefnu þeirra en margir virðast ætla, að mati sérfræðings í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hernaðarleg þýðing Íslands og Grænlands fyrir Bandaríkin og NATO er óbreytt og óháð því hver verður næsti forseti. Norður-Noregur hefur hins vegar fengið mjög aukið vægi. Þá hafa nýju NATO ríkin, Finnland og Svíþjóð, þegar mikla þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og fælingargetu þeirra og NATO á norðurslóðum gegn Rússlandi.

Umræðan
Fréttamynd

Stað­festa skipun Ruttes

Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO.

Erlent
Fréttamynd

Hefja könnun á nýjum flug­velli fyrir Fær­eyjar

Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja.

Erlent
Fréttamynd

Konungs­skip Dana í Reykja­vík

Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. 

Innlent
Fréttamynd

„Verið að ráðast á lýð­ræðið og boðar aldrei gott“

Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið.

Innlent
Fréttamynd

Stunda njósnir gegn ís­lenskum stjórn­völdum og fyrir­tækjum

Staðfest dæmi eru um hópar netþrjóta sem ganga erinda erlendra ríkja á borð við Rússland, Kína, Íran og Norður-Kóreu geri netárásir á Íslandi. Nokkur atvik hafa komið upp þar sem njósnað er um íslenska stjórnsýslu og fyrirtæki að sögn netöryggissérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Vel­megun Ís­lands er háð al­þjóða­öryggi

Forsendur íslenskrar velmegunar eru í hættu, en ekki (bara) af þeim ástæðum sem fólki kemur fyrst í hug. Staðan er sú að öll sú velmegun sem við búum við í dag varð til í kjölfar seinni heimsstyrjaldar, en við höfum vanist því að hugsa um ýmsa hvalreka sem hafa ýtt Íslandi frá því að vera fátækt örríki á norðurhjara í að vera öflugt þekkingar- og lýðræðissamfélag með lífskjör í heimsklassa.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­öryggi

Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Hulda eða Stoltenberg?

Í umræðuþætti sex frambjóðenda í forsetakosningunum á Stöð 2 kom til umræðu hvort Ísland gæti tekið afstöðu sem hlutlaust ríki verandi í NATÓ. Þetta var rætt í kjölfar þess að vopnasendingar og kaup íslenska ríkisins á hergögnum til Úkraínu höfðu komið til tals í þættinum.

Skoðun