Erlent

Fréttamynd

Bretar og Pakistanar taka höndum saman

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, samþykktu á fundi sínum í morgun að styrkja samstarf ríkjanna í baráttunni við hryðjuverkamenn. Blair og Musharraf hittust til fundar í Lahore í Austur-Pakistan.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsvígsárás í Hillah

Minnst 22 féllu og rúmlega 40 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri hópi farandverkamanna í bænum Hilla í Suður-Írak í morgun. Að sögn lögreglu var sendibíl ekið að hópnum og sprakk bíllinn í loft upp þegar mennirnir flykktust að honum. Flestir hinna látnu voru sjíar. Árásir sem þessar eru tíðar í Hillah.

Erlent
Fréttamynd

Myrti föður, sambýliskonu og son

Ódæðismaðurinn sem myrti þrjá úr fjölskyldu sinni í Noregi í gær ræddi við einn ættingja sinn í síma rétt áður en hann svipti sig lífi. Norska lögreglan upplýsti þetta í morgun. Ekki fæst þó gefið upp hvern hann ræddi við eða um hvað. Fórnarlömb mannsins voru faðir hans, sambýliskona og fjórtán ára sonur.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við árás

Ísraelsher hætti við loftárás á hús í Jabalya-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu í morgun. Mörg hundruð Palestínumenn höfðu slegið skjaldborg um húsið.

Erlent
Fréttamynd

Beckham mætti ekki

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga í gær. Athöfnin fór fram í miðaldakastala í Bracciano á Ítalíu. Við athöfnina var farið að kennisetningum Vísindakirkjunnar sem Cruise tilheyrir. Margt frægra var við athöfnina en knattspyrnukappinn David Beckham varð frá að hverfa því hann var kallaður aftur til Spánar. Hann mun hafa haldið til Rómar í óþökk þjálfara síns hjá Real Madrid. Viktoría kona hans mætti því ein í brúðkaupið.

Erlent
Fréttamynd

Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja

Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svipti sig lífi eftir dráp á fjölskyldu sinni

Lögregla í Noregi telur sama manninn vera ábyrgan fyrir þremur morðum sem áttu sér stað í Vestfold fylki í Noregi í gær. Morðinginn tók líf sitt eftir að lögregla hafði tvívegis skotið hann í fótinn á flótta. Þetta kom fram á vef Aftenposten.

Erlent
Fréttamynd

Samstarf gegn hryðjuverkum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór til Pakistan í gær til viðræðna við Pervez Musharraf, forseta landsins, um hvernig hægt sé að stemma stigu við för hryðjuverkamanna milli landanna. Einnig bar stríðið í Afganistan á góma.

Erlent
Fréttamynd

Líbía lætur 19 fanga lausa

Stjórnvöld í Líbýu slepptu nýlega nítján arabískum föngum úr haldi, að sögn sýrlenskra mannréttindasamtaka. Fangarnir höfðu setið í fangelsi í sextán ár, en þeir sættu lífstíðardómi fyrir samsæri um að steypa yfirvöldum af stóli. Tveir höfðu þegar dáið í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Hörmungarnar gætu versnað

Hörmungarnar í Darfur- héraði í Súdan gætu versnað til muna ef friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins ganga ekki skjótt til verks, að sögn Jan Egeland, yfirmanns mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Samþykkt hefur verið að senda 200.000 friðargæsluliða til héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hefur ekki gerst í hálfa öld

Stór ísjaki hefur sést út af ströndum Nýja-Sjálands. Þegar nánar var að gætt kom í ljós að nokkrir aðrir stórir jakar eru á floti á svipuðum slóðum. Þetta þykja undur og stórmerki því ísjakar hafa ekki sést frá ströndum Nýja-Sjálands í meira en hálfa öld, eða allt frá árinu 1931.

Erlent
Fréttamynd

Enn sjúkur

Mannæta, sem myrti kærustu sína fyrir 27 árum, er ennþá sjúkur og hættulegur, að mati sænskra dómstóla, en fær samt að fara í frí frá geðdeild og fær þá að vera í íbúð sinni í Malmö. Maðurinn notaði eldhúsáhöld til að skera líkama konunnar í sundur, borðaði hluta af henni og drakk rauðvín með.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um skiptingu ráðuneyta

Myndun þjóðstjórnar í Palestínu er í augsýn, en Fatah- og Hamas-hreyfingarnar munu ræða skiptingu ráðuneyta í næstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna. Ef sátt næst mun hvor hreyfing tilnefna ráðherraefni, en hafa neitunarvald gegn tillögum hinnar, sögðu samningamenn í gær.

Erlent
Fréttamynd

Cruise og Holmes í eina sæng á Ítalíu

Leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes gekk í það heilaga í gær. Fór athöfnin fram í fallegum miðaldakastala í Bracciano á Ítalíu að viðstöddu fjölmenni, auðkýfingum og dægurstjörnum á borð við Jim Carrey, Brooke Shields og Beckham-hjónin. Voru brúðhjón og gestir umsetin fjölmiðlafólki enda langt síðan brúðkaup hefur vakið aðra eins athygli.

Erlent
Fréttamynd

Árásir í Darfur-héraði

Stjórnvöld í Súdan og Janjaweed-sveitirnar hafa hafið árásir á ný í norðurhluta Darfur-héraðs. Afríkubandalagið segir árásirnar brjóta í bága við öryggissáttmála sem er í gildi. Uppreisnarmenn á svæðinu telja að sjötíu manns hafi látist í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Eru nú hjón

Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Ísland í alfaraleið

Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir látnir og tveir helsærðir

Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum.

Erlent
Fréttamynd

Tom Cruise og Katie Holmes komin í kastalann

Fjöldi fólks hefur safnast saman við fimmtándu aldar kastala, rétt norðan við Róm á Ítalíu, þar sem búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í dag. Parið er nú komið í kastalann og hafa stórstjörnur, á borð við Jennifer Lopez, Will Smith og Jim Carrey, streymt þangað í dag.

Erlent
Fréttamynd

Stakk þrjá til bana í Noregi

Þrír létust og tveir eru alvarlega sárir eftir árás karlmanns á fertugsaldri í Noregi. Maðurinn stakk konu og tvo karlmenn í íbúð í bænum Nøtterøy fyrr í dag. Einn af þeim sem var í íbúðinni lést en hinir særðust. Árásarmaðurinn komst undan, og hélt til fjölskyldumeðlima sinna í Sandefjord, þar sem hann drap tvo þeirra. Maðurinn svipti sig svo lífi.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýna tillögur um að banna slæður

Hollenskir múslímar gagnrýna tillögu stjórnvalda um að banna konum að ganga með búrkur eða slæður, sem hylja andlit múslímskra kvenna, á almannafæri. Hópar múslíma í Hollandi segja að bannið ala á ótta við múslimum og eingangra þá í þjóðfélaginu.

Erlent
Fréttamynd

SÞ: Ályktun samþykkt

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að stilla til friðar á Tonga

Her- og lögreglumenn frá Nýja Sjálandi eru komnir til Kyrrahafseyjunnar Tonga þar sem til harðra átaka hefur komið síðustu daga. Átta hafa týnt lífi og óeirðaseggir hafa lagt nærri allt viðskiptahverfi höfuðborgarinnar, Nuku'Alofa, í rúst. Allt var þó með kyrrum kjörum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Búist við stjörnubrúðkaupi í Róm

Búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í Róm á Ítalíu í dag. Hjónaleysin blésu til dýrindis veislu í gærkvöldi og hafa verið á ferð og flugi um Ítalíu síðustu daga. Stórstjörnur hafa streymt til Ítalíu í vikunni en búist er við að þau fagni með Cruise og Holmes síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Allsherjarþingið álytkar gegn Ísrael

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að hætta hernaðaraðgerðum á Gaza-svæðinu. Boðað var til neyðarfundar vegna málsins í gær og tekist á um ályktunina langt fram eftir degi. Að lokum var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að leysa hnútinn

Leiðtogar Asíu- og Kyrrahafsríkja ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þann hnút sem viðræður um alþjóðlegan viðskiptasamning eru komnar í. Þetta kom fram í morgun á leiðtogafundi Samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja sem nú er haldinn í Hanoi í Víetnam.

Erlent
Fréttamynd

Sílikonpúðar aftur leyfðir í Bandaríkjunum

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa aftur notkun sílikonpúða til brjóstastækkunar. Púðarnir hafa verið bannaðir í Bandaríkjunum í 14 ár. Deilt hefur verið um það hvort púðarnir valdi brjóstakrabbameini.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki fara strax frá Írak

Bush dregur þann lærdóm af Víetnamstríðinu að bandaríski herinn eigi ekki að fara of fljótt burt. Sigur geti unnist, en það muni taka tímann sinn.

Erlent
Fréttamynd

Höfuðborgin lögð í rúst

Að minnsta kosti átta lík fundust í gær í Nukualofa, höfuðborg Kyrrahafseyjunnar Tonga, þar sem reið ungmenni gengu berserksgang á fimmtudaginn, veltu bílum, kveiktu í verslunum og skrifstofum, réðust á embættismenn ríkisins og fóru ránshöndum um verslanir. Höfuðborgin var að stórum hluta lögð í rúst.

Erlent