Erlent

Fréttamynd

Ráðist á breskan eftirlitsbát við Basra

Fjórir breskir hermenn létust og þrír slösuðust alvarlega þegar árás var gerð á eftirlitsbát á ánni Shatt al Arab við borgina Basra í suðurhluta Íraks í dag. Frá þessu greindi breska landvarnaráðuneytið fyrri stundu.

Erlent
Fréttamynd

Telja að Castro sé með krabbamein

Bandarísk stjórnvöld telja að Fidel Castro, forseti Kúbu, sé kominn með krabbamein og að hann muni ekki lifa út árið 2007. Frá þessu er greint á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eins og kunnugt er fól Castro bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana fyrr á árinu eftir að hann veiktist.

Erlent
Fréttamynd

1600 lík send í líkhús Bagdad í október

Um sextán hundruð lík bárust líkhúsi Bagdad-borgar í októbermánuði sem gerir hann að næstversta mánuði ársins. Frá þessu greinir Reuters-fréttastofan og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni sínum í Bagdad. Um 85 prósent þeirra sem fluttir voru í líkhúsið munu hafa látist í einhvers konar ofbeldisaðgerðum, flestir karlmenn af völdum skotsára.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir vegna dauða barns í Kína

Til átaka kom milli hóps manna og lögreglu fyrir utan spítala í borginni Guangan í Suðvestur-Kína í dag eftir að þriggja ára drengur hafði látist eftir að hafa drukkið skordýraeitur sem geymt var í gosflösku. Læknar á spítalanum neituðu honum um þjónustu þar sem afi hans gat ekki greitt fyrir meðferðina.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hefja brottflutning hermanna innan hálfs árs

Demókratar vonast til að geta þrýst á um að byrjað verði að kallað heim bandaríska hermenn frá í Írak eftir fjóra til sex mánuði og að herinn verði kallaður heim í áföngum. Þetta kom fram í máli demókratans Carls Levins, sem búist er við að verði nýr formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.

Erlent
Fréttamynd

Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Ossetíu í dag

Suður-Ossetíumenn greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins í dag og er búist við að það verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Héraðið er hluti af Georgíu en flestir íbúar þess eru með rússnesk vegabréf og tala eigið tungumál sem er skylt írönsku.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð árás í Bagdad í morgun

35 létu lífið og 56 særður þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í Bagdad og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun.

Erlent
Fréttamynd

Jafnaðarmenn aftur stærstir í Danmörku

Jafnaðarmannaflokkurinn er orðinn stærsti flokkur Danmerkur á ný eftir tveggja ára hlé. Samkvæmt könnun sem Jyllandsposten lét gera fengi hann ríflega 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú.

Erlent
Fréttamynd

Ákærur gegn Rumsfeld íhugaðar

Donald Rumsfeld, fráfarandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, gæti átt yfir höfði sér ákærur í Þýskalandi vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib og Guantanamo-fangelsunum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin beita neitunarvaldi gagnvart ályktun um Ísrael

Bandaríkin beittu í dag neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um ályktun þar sem árás Ísraelshers á íbúðabyggð í Beit Hanoun fyrr í vikunni er fordæmd og Ísraelar hvattir til að kalla herlið sitt frá svæðinu. 18 manns féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ráðherrar segja sig úr ríkisstjórn Líbanons

Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah-samtakanna og stuðningsflokksins Amal-hreyfingarinnar, hafa sagt sig úr ríkisstjórn Líbanons eftir að viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu fóru út um þúfur í dag. Kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins var hafnað og því slitnaði upp úr viðræðunum.

Erlent
Fréttamynd

Amfetamín líklega orsökin

Lausn ráðgátunnar um hvers vegna um 1.500 evruseðlar af ýmsum verðgildum molnuðu í sundur skömmu eftir að hafa verið teknir út úr hraðbönkum í Þýskalandi kann að vera fundin.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída fagnar afsögn Rumsfeld

Í hljóðupptöku sem sögð er af ræðu Abu Hamza al-Muhajir, einnig þekktur sem Abu Ayyub al-Masri, höfuðsmaður al-Kaída hryðjuverkanetsins í Írak, lýsir hann ánægju sinni með afsögn Donalds Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðurnar runnar í sandinn

Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ný fjöldagröf finnst í Bosníu

Ný fjöldagröf með yfir 100 fórnarlömbuum fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995 hefur fundist í norðausturhluta Bosníu. Hópur réttarmeinafræðinga fékk nafnlausa ábendingu um gröfina en hún er í Snagova, um 50 kílómetra norður af Srebrenica.

Erlent
Fréttamynd

Ítalska mafían hafi náð fótfestu í Þýskalandi

Ítalska mafían er að ná fótfestu í Þýskalandi og hefur meðal annars fjárfest í orkufyrirtækjum sem skráð eru í Frankfurt og rússneska gasrisanum Gazprom. Þetta hefur þýska dagblaðið Berlinger Zeitung í dag og vísar í rannsókn leyniþjónustu Þýskalands, BND.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaðir af ákæru um að hafa kynt undir kynþáttahatri

Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, og einn flokksbræðra hans voru í gær sýknaður af ákærum um að hafa kynt undir kynþáttahatri. Upptökur af ræðu Griffins á lokuðum fundi flokksins þar sem hann segir meðal annars að múslimar hafi breytt Bretlandi í kynþáttablandað helvíti voru kveikja ákæranna en þær voru síðar spilaðar í breska ríkisútvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Barsmíðar lögreglu í LA vekja reiði

Myndir sem sýna lögregluna í Los Angeles beita miklu harðræði við handtöku hafa vakið bæði óhug og reiði. Talsmaður lögreglunnar telur hins vegar að eðlilega hafi verið staðið að handtökunni.

Erlent
Fréttamynd

Írösk liðsforingjaefni gufa upp í Noregi

Þrjú írösk liðsforingjaefni sem eru í herþjálfun í Noregi á vegum Atlantshafsbandalagsins virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Að sögn norska ríkisútvarpsins hefur ekkert til þeirra spurst síðan í Ósló á mánudaginn en þá höfðu þeir verið í landinu í tvo daga.

Erlent
Fréttamynd

Ágreiningur um hvaða skilaboð eigi að færa súdönskum stjórnvöldum

Hætt hefur verið við för sendinefndar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til höfuðsstöðva Afríkubandalagsins í Addis Ababa í Eþíópíu til að ræða um áframhald friðargæslu í Darfur-héraði. Ráðið klofnaði í afstöðu sinni í gær til verksviðs sendinefndarinnar og hvaða skilaboð hún ætti að færa súdönskum stjórnvöldum síðar í för sinni.

Erlent
Fréttamynd

Haniyeh gerir ekki kröfu um forsætisráðherrastól í þjóðstjórn

Vonir standa til að samskipti Ísraela og Palestínumanna fari senn batnandi eftir að Ismael Haniyah, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar og einn leiðtogi Hamas-samtakanna, lýsti því yfir að hann gerði ekki kröfu um að halda embætti sínu í þjóðstjórn Palestínu sem verið er að reyna að mynda.

Erlent
Fréttamynd

Þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak

Yfirmenn Bandaríkjahers eru þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak með það fyrir augum að hernaðurinn verði árangursríkari og hernáminu geti þar með lokið fyrr. Þessu kom fram hjá Peter Pace, oddvita herráðsins, í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS í gær.

Erlent