Skipaflutningar

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda
Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Árið 2021 var „alger sprengja“ í rekstri Eimskips en árið í ár er „enn betra“
Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.

Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn
Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu.

Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021.

Gert ráð fyrir Þór og flutningaskipinu til hafnar um klukkan níu
Varðskipið Þór er nú á leið til hafnar í Reykjavík með flutningaskipið EF AVA í togi eftir að eldur kom upp í vélarrými skipsins síðdegis í gær.

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Hlutabréf Eimskips ná fyrri hæðum eftir afkomukipp hjá Maersk
Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 5,5 prósent í Kauphöllinni í dag og er gengi bréfanna komið aftur í sögulegt hámark eins og gerðist í lok apríl.

Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði
Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi.

Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings.

Með réttarstöðu sakbornings vegna sölunnar á Laxfossi og Goðafossi
Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksónara vegna sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Félagið hafnar því að hafa brotið lög.

Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu
Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi.

MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð
Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra.

Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar.

Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði.

Farþegaflutningar með Smyril Line til Þorlákshafnar?
Því er nú fagnað í Þorlákshöfn að fimm ár eru nú frá því að fyrsta flutningaskipið á vegum Smyril Line byrjaði að sigla þangað. Síðan þá hafa tvö önnur flutningaskip bæst við og ekki er ólíklegt að farþegaflutningaskip fari að sigla til Þorlákshafnar á vegum Smyril Line, líkt og Norræna gerir til Seyðisfjarðar.

Ever Forward siglir loks á ný
Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan.

Ever Forward hefur enn ekkert haggast
Gámaflutningaskipið Ever Forward hefur enn ekkert haggast eftir að hafa strandað í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur vikum síðan.

Hispurslaus kveðja Baldvins
Nýjan tón mátti merkja í hispurslausu ávarpi Baldvins Þorsteinssonar, fráfarandi stjórnarformanns Eimskips, í ársskýrslu Eimskips sem kynnt var fyrir aðalfund félagsins í gær.

Óskar nýr stjórnarformaður Eimskips
Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips.

Stjórnarformaður Eimskips segir réttast að leyfa öðrum að taka við keflinu
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Öldu Seafood Holding, sem heldur utan um starfsemi Samherja Holding í Evrópu og Kanada, segist ekki gefa kost á sér í aðalstjórn Eimskips vegna anna í starfi og auk þess segir hann að Eimskip standi á tímamótum eftir vel heppnaðar stefnubreytingar á síðustu þremur árum.

Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi í gærkvöldi
Flutningskipið Polfoss, sem er í eigu Eimskips, strandaði í gærkvöldi við eyjuna Skorpa í Kristiansund í Noregi. Samkvæmt NRK varð skipið vélarvana.

Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð
Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut.

Metár hjá Súesskurðinum þrátt fyrir strand Ever Given
Tekjur egypska ríkisins af Súesskurðinum á síðasta ári hafa aldrei verið meiri, þrátt fyrir að flutningaskipið Ever Given hafi stíflað skurðinn í um viku síðasta vor.

Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin
Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs.

Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips
Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020.

Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð
Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum.

Freyja sinnir nú sínu fyrsta verkefni
Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, Freyja, sinnir nú sínu fyrsta verkefni en hún er með flutningaskipið Franciscu í togi áleiðis til Akureyrar.

Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið
Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum.

Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts
Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga.