

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann.
Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði.
Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor.
Ívar Örn Katrínarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, segist hafa ákveðið að verða dópisti tíu ára gamall. Hann vakti gríðarlega athygli uppúr aldamótum fyrir tónlist en einnig ýmis axarsköft. Hann segist nú á beinu brautinni.
Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.
Bati er smáforrit sem hefur það markmið að styðja við einstaklinga með fíknisjúkdóm í bataferlinu. Hægt er að nota appið hvenær sem er í ferlinu og sníða það að sínum eigin þörfum. Frumútgáfa smáforritsins var gerð 2020 og var þá hugsuð til þess að auðvelda biðina hjá þeim sem biðu þess að komast í meðferð.
Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu.
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum.
Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu.
Notkun hugvíkkandi efna á Íslandi hefur vakið mikla athygli á síðustu misserum. Hugvíkkandi efni hafa lengi verið notuð í meðferðarskyni, meðal annars meðal frumbyggjaþjóða í S-Ameríku og Afríku. Áhugi vísindafólks og rannsakenda færist svo alltaf í aukana þar sem hugvíkkandi efni sýna fram á ákveðna meðferðarmöguleika og lækningarmátt við geðröskunum á borð við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og áfengis- og/eða vímuefnafíknar.
Stór hópur Íslendinga (skjáfíknisinnar) telur að skjáfíkn sé alvarlegur fíknisjúkdómur sem skapist af því að í hvert sinn sem við fáum verðlaun verði aukin dópamínframleiðsla í heila, dópamín veldur vellíðan og við verðum háð dópamíninu.
Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum.
Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra.
Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið.
Tveir bandarískir listamann hafa framkvæmd gjörning við höggverk Nínu Sæmundsson í MacArthur almenningsgarðinum í Los Angeles. Listamennirnir hafa bætt við höggverkið, sem er af guðinum Prómeþeifi, pípu til að reykja vímuefni með.
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri.
Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.
Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.
Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan.
Átt þú náinn aðstandanda í fíknivanda? Ég vil segja við þig: Ég skil þig. Ég skil tilfinninguna sem fylgir því að horfast í augu við úrræðaleysið. Ég skil skömmina sem læðist að manni.
Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða.
Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu.
Tónlistarkonan og Eurovision-farinn, Elín Eyþórsdóttir, fagnaði þeim tímamótum í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í átta ár. Elín greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana.
Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga
Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu.
SÁÁ býður frambjóðendum allra flokka í pallborð þar sem talað verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar. Beina útsendingu frá pallborðinu má sjá í fréttinni.
Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við.
Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska.