Innlent Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 07:56 Hross sturluðust á Menningarnótt Hross við Faxaflóann fældust vegna sprenginga á Menningarnótt. Hestur fældist við Mosfellsbæ og olli banaslysi. Málið er í rannsókn lögreglu. Þórarinn Jónasson hrossabóndi segir flugeldasýninguna hafa skelft hross sín mjög. Innlent 21.8.2006 22:14 Fyrsta íslenska konan keppir Guðlaug Þorsteinsdóttir hóf keppni í Íslandsmótinu í skák sem hófst í fyrradag en hún er fyrsta íslenska konan til að taka sæti í landsliðsflokki Íslandsmótsins og vinna sér rétt til að tefla um skákmeistara titilinn. Innlent 21.8.2006 22:03 Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok Helgi Magnús Gunnarsson, sá eini sem unnið hefur að rannsókn á samráði olíufélaganna, sneri aftur til vinnu í gær. Stefnt er á að ljúka rannsókn á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Óljóst er hvort einstaklingar verða ákærðir. Innlent 21.8.2006 22:14 Kynnir áform sín í september Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að fjalla um pólitískt framhald sitt á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi um miðjan september. Innlent 21.8.2006 22:03 Fóru til Florída í boði Alcoa Tveir lögreglumenn frá Eskifirði fóru í boði Alcoa Fjarðaáls á tveggja vikna námskeið í Florída í Bandaríkjunum árið 2004. Mennirnir þáðu styrk í eigin nafni frá Alcoa og öðrum fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi til að sækja námskeið í fíkniefnaleit. Þá styrkti dómsmála- ráðuneytið mennina til fararinnar. Innlent 21.8.2006 22:14 Kínverjarnir þegja allir sem einn Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar líkamsárásina í starfsmannabúðum Impregilo ekki sem manndrápstilraun. Enginn hefur verið handtekinn. Mögulegt er að árásarmenn séu horfnir úr landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 21.8.2006 22:14 Reksturinn verður boðinn út Ríkiskaup munu bjóða út rekstur á farsímakerfum á svokölluðum skuggasvæðum, svæðum þar sem farsímasamband er slæmt eða ekkert. Útboðin, sem verða að öllum líkindum tvö, eru hluti af því verkefni Fjarskiptasjóðs að bæta GSM-móttöku á svæðum þar sem ekki hefur verið talið standa undir kostnaði að halda úti GSM-þjónustu. Innlent 21.8.2006 22:02 Í betra ástandi en talið var Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. Innlent 21.8.2006 22:02 Besti pylsuvagn heimsálfunnar Pylsuvagn Bæjarins beztu í Tryggvagötu er næstbesti matsöluturn í Evrópu, samkvæmt breska blaðinu The Guardian, sem birti lista yfir fimm bestu matsöluturna álfunnar í ferðablaði sínu á laugardaginn var. Galdurinn pylsanna er sagður felast í remúlaðinu og einungis einn turn þykir taka Bæjarins beztu fram, en það er skoskur hafragrautsvagn sem ferðast um fjölfarna staði. Ég er orðlaus, segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi pylsuvagnsins. Innlent 21.8.2006 22:02 Gæsluvarðhald fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að tveir menn, sem handteknir voru í kjölfar skotárásar í Hafnarfirði þann 21. júní síðastliðinn, skyldu sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 12. september. Innlent 21.8.2006 22:03 Himinninn stærsta tjaldið Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verður sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi. Innlent 21.8.2006 22:03 Ólögmæt notkun upplýsinga Ólögmætt var að nota lista um mætingar nemanda í þeim tilgangi að meina einum þeirra þátttöku á hátíð fyrir unglinga á vegum Samfés. Þetta kemur fram í úrskurði sem Persónuvernd kvað upp 14. ágúst síðastliðinn. Innlent 21.8.2006 22:02 Erlendar konur í meirihluta Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins. Innlent 21.8.2006 22:03 Bjóða fjórar milljónir á ári Innlent 21.8.2006 22:03 Enn í gjörgæslu Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti á laugardagskvöld er enn í gjörgæslu. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans óbreytt, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Einn lést í slysinu sem varð eftir að hestar hlupu í veg fyrir bílinn. Innlent 21.8.2006 22:03 Endurbætur vega í Skriðdal Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur brýnt að bæta vegakafla hrigvegarins um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal. Á þessu svæði er hringvegurinn mjór malarvegur og á honum eru krappar beygjur og mjóar brýr sem komnar eru til ára sinna. Bæjarráðið telur að fyrirhuguð vegagerð á þessu svæði bæti umferðaröryggi mikið og minnki hættu á umferðar- og mengunarslysum. Innlent 21.8.2006 22:02 Lést í bílslysi á Vesturlandsvegi Innlent 21.8.2006 22:03 Fara hringinn á einum tanki Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og dóttir hans Þuríður Arna lögðu af stað klukkan ellefu í gærmorgun frá Reykjavík í hringferð um landið en markmiðið er að komast ferðina á einum tanki. Takist það mun Hekla veita félaginu full afnot af bifreiðinni, sem er Skoda 1,9 dísil, í eitt ár. Innlent 21.8.2006 22:03 Verktaki ráðinn í sorpið Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi hefur gert athugasemdir við að gáma til að setja sorp í hefur vantað á Kárahnjúkum og gámarnir ekki fluttir nægilega ört niður af fjallinu til að tæma þá. Innlent 21.8.2006 22:03 Konur fara með völdin Innlent 21.8.2006 22:02 Ráfaði ölvaður af slysstað Bíll valt í nágrenni Þingeyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá. Innlent 21.8.2006 22:03 Þreifingar um kosningabandalag milli stjórnarandstöðuflokka Stutt virðist í að kosningabandalag verði myndað milli Vinstrihreyfingar grænt framboð og Samfylkingarinnar, ef marka má nýfallin ummæli formanna þessara flokka. Innlent 21.8.2006 22:31 Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða. Innlent 21.8.2006 21:15 Hunsa boð um rússneskar þyrlur Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Innlent 21.8.2006 19:07 Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Innlent 21.8.2006 18:41 Mögulegt vestnorrænt fríverslunarsvæði Það var ályktun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag, að ríkistjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands eigi að kanna möguleika á aðild Grænlands að Hoyvíkur-samningnum. Sá samningur er víðtækur fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og leiðir hann til íslensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu. Innlent 21.8.2006 18:06 Hvalur 9 í slipp í dag Hvalur níu, eitt af fjórum hvalveiðiskipum Hvals hf., var tekið í slipp í dag í fyrsta skipti í sautján ár. Stjórnarformaður Hvals heldur í vonina um að hvalveiðar verði leyfðar. Innlent 21.8.2006 18:25 Kennsla hefst á velgengnisviku Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá. Innlent 21.8.2006 17:17 Segir samninganefnd um varnarmál óvirka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli. Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur. Innlent 21.8.2006 17:21 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 07:56
Hross sturluðust á Menningarnótt Hross við Faxaflóann fældust vegna sprenginga á Menningarnótt. Hestur fældist við Mosfellsbæ og olli banaslysi. Málið er í rannsókn lögreglu. Þórarinn Jónasson hrossabóndi segir flugeldasýninguna hafa skelft hross sín mjög. Innlent 21.8.2006 22:14
Fyrsta íslenska konan keppir Guðlaug Þorsteinsdóttir hóf keppni í Íslandsmótinu í skák sem hófst í fyrradag en hún er fyrsta íslenska konan til að taka sæti í landsliðsflokki Íslandsmótsins og vinna sér rétt til að tefla um skákmeistara titilinn. Innlent 21.8.2006 22:03
Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok Helgi Magnús Gunnarsson, sá eini sem unnið hefur að rannsókn á samráði olíufélaganna, sneri aftur til vinnu í gær. Stefnt er á að ljúka rannsókn á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Óljóst er hvort einstaklingar verða ákærðir. Innlent 21.8.2006 22:14
Kynnir áform sín í september Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að fjalla um pólitískt framhald sitt á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi um miðjan september. Innlent 21.8.2006 22:03
Fóru til Florída í boði Alcoa Tveir lögreglumenn frá Eskifirði fóru í boði Alcoa Fjarðaáls á tveggja vikna námskeið í Florída í Bandaríkjunum árið 2004. Mennirnir þáðu styrk í eigin nafni frá Alcoa og öðrum fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi til að sækja námskeið í fíkniefnaleit. Þá styrkti dómsmála- ráðuneytið mennina til fararinnar. Innlent 21.8.2006 22:14
Kínverjarnir þegja allir sem einn Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar líkamsárásina í starfsmannabúðum Impregilo ekki sem manndrápstilraun. Enginn hefur verið handtekinn. Mögulegt er að árásarmenn séu horfnir úr landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 21.8.2006 22:14
Reksturinn verður boðinn út Ríkiskaup munu bjóða út rekstur á farsímakerfum á svokölluðum skuggasvæðum, svæðum þar sem farsímasamband er slæmt eða ekkert. Útboðin, sem verða að öllum líkindum tvö, eru hluti af því verkefni Fjarskiptasjóðs að bæta GSM-móttöku á svæðum þar sem ekki hefur verið talið standa undir kostnaði að halda úti GSM-þjónustu. Innlent 21.8.2006 22:02
Í betra ástandi en talið var Hann kemur mikið betur upp heldur en ég bjóst við og mér líst vel á þetta, sagði Bjarni Thoroddsen hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 var tekið í slipp í fyrsta sinn í sautján ár. Botninn virðist vera næstum því bara eins og hann var þegar hann fór niður nema fyrir utan alla hrúðurkarlana sem eru á honum. Innlent 21.8.2006 22:02
Besti pylsuvagn heimsálfunnar Pylsuvagn Bæjarins beztu í Tryggvagötu er næstbesti matsöluturn í Evrópu, samkvæmt breska blaðinu The Guardian, sem birti lista yfir fimm bestu matsöluturna álfunnar í ferðablaði sínu á laugardaginn var. Galdurinn pylsanna er sagður felast í remúlaðinu og einungis einn turn þykir taka Bæjarins beztu fram, en það er skoskur hafragrautsvagn sem ferðast um fjölfarna staði. Ég er orðlaus, segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi pylsuvagnsins. Innlent 21.8.2006 22:02
Gæsluvarðhald fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 15. ágúst um að tveir menn, sem handteknir voru í kjölfar skotárásar í Hafnarfirði þann 21. júní síðastliðinn, skyldu sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 12. september. Innlent 21.8.2006 22:03
Himinninn stærsta tjaldið Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verður sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi. Innlent 21.8.2006 22:03
Ólögmæt notkun upplýsinga Ólögmætt var að nota lista um mætingar nemanda í þeim tilgangi að meina einum þeirra þátttöku á hátíð fyrir unglinga á vegum Samfés. Þetta kemur fram í úrskurði sem Persónuvernd kvað upp 14. ágúst síðastliðinn. Innlent 21.8.2006 22:02
Erlendar konur í meirihluta Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins. Innlent 21.8.2006 22:03
Enn í gjörgæslu Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti á laugardagskvöld er enn í gjörgæslu. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans óbreytt, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Einn lést í slysinu sem varð eftir að hestar hlupu í veg fyrir bílinn. Innlent 21.8.2006 22:03
Endurbætur vega í Skriðdal Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur brýnt að bæta vegakafla hrigvegarins um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal. Á þessu svæði er hringvegurinn mjór malarvegur og á honum eru krappar beygjur og mjóar brýr sem komnar eru til ára sinna. Bæjarráðið telur að fyrirhuguð vegagerð á þessu svæði bæti umferðaröryggi mikið og minnki hættu á umferðar- og mengunarslysum. Innlent 21.8.2006 22:02
Fara hringinn á einum tanki Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og dóttir hans Þuríður Arna lögðu af stað klukkan ellefu í gærmorgun frá Reykjavík í hringferð um landið en markmiðið er að komast ferðina á einum tanki. Takist það mun Hekla veita félaginu full afnot af bifreiðinni, sem er Skoda 1,9 dísil, í eitt ár. Innlent 21.8.2006 22:03
Verktaki ráðinn í sorpið Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi hefur gert athugasemdir við að gáma til að setja sorp í hefur vantað á Kárahnjúkum og gámarnir ekki fluttir nægilega ört niður af fjallinu til að tæma þá. Innlent 21.8.2006 22:03
Ráfaði ölvaður af slysstað Bíll valt í nágrenni Þingeyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá. Innlent 21.8.2006 22:03
Þreifingar um kosningabandalag milli stjórnarandstöðuflokka Stutt virðist í að kosningabandalag verði myndað milli Vinstrihreyfingar grænt framboð og Samfylkingarinnar, ef marka má nýfallin ummæli formanna þessara flokka. Innlent 21.8.2006 22:31
Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða. Innlent 21.8.2006 21:15
Hunsa boð um rússneskar þyrlur Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Innlent 21.8.2006 19:07
Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Innlent 21.8.2006 18:41
Mögulegt vestnorrænt fríverslunarsvæði Það var ályktun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag, að ríkistjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands eigi að kanna möguleika á aðild Grænlands að Hoyvíkur-samningnum. Sá samningur er víðtækur fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og leiðir hann til íslensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu. Innlent 21.8.2006 18:06
Hvalur 9 í slipp í dag Hvalur níu, eitt af fjórum hvalveiðiskipum Hvals hf., var tekið í slipp í dag í fyrsta skipti í sautján ár. Stjórnarformaður Hvals heldur í vonina um að hvalveiðar verði leyfðar. Innlent 21.8.2006 18:25
Kennsla hefst á velgengnisviku Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá. Innlent 21.8.2006 17:17
Segir samninganefnd um varnarmál óvirka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli. Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur. Innlent 21.8.2006 17:21