Innlent

Fréttamynd

Nafn konunnar sem lést

Konan sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Langsstaði aðfaranótt mánudags hét Rósa Björg Guðmundsdóttir til heimilis að Vallarási 1 í Reykjavík. Rósa var fædd 4. apríl 1970. Hún var ógift og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu

Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir.

Innlent
Fréttamynd

Bílar á bið í Herjólf

Svo mikil örtröð er í Herjólf, eftir Þjóðhátíð í Eyjum, að fólk með bíla kemst ekki frá Vestmannaeyjum í land.

Innlent
Fréttamynd

Hinsegin dagar framundan

Hátíðin Hinsegin dagar er ein af stærstu árlegu hátíðum landsins og verður nú haldin í áttunda sinn, dagana 10.- 13. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Betur fór en á horfðist í hörðum árekstri strætó og fólksbíls

Fólksbíll og strætisvagn lentu í hörðum árekstri á gangamótum, Stangar og Breiðholtsbrautar á ellefta tímanum í morgun. Í fyrstu var talið að um alvarlegt slys væri að ræða og því viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu töluverður. Betur fór þó en á horfðist en ökumaður og farþegi fólksbílsins voru fluttir á slysadeild Landspítalans með skurð á höfði og ökumaður strætóins kenndi sér eymsla í hné. Töluvert tjón varð á ökutækjum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk reykeitrun við störf á vettvangi

Einn lögreglumaður þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna reykeitrunar sem hann fékk við störf á vettvangi þegar eldur kviknaði í Síldarverksmiðjunni á Akranesi síðastliðinn föstudag. Hann er enn óvinnufær vegna eitrunarinnar. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða en málið er í rannsókn og miðar henni vel.

Innlent
Fréttamynd

Annasöm helgi hjá lögreglunni á Eskifirði

Helgin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Eskifirði vegna útihátíðarinnar Neistaflugs. Talið er að um 2000 manns hafi sótt hátíðina. Engin líkamsárás var kærð til lögreglu en þrjú fíkniefnamál komu upp um helgina. Alls voru 23 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot. Lögreglumenn voru þó almennt ánægðir með umferðina sem var mikil og þung alla helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í íbúð í Safamýri

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan tvö í dag vegna vatnsleka í íbúð í Safamýri. Húsráðendur voru heima þegar heitt vatn tók að leka í baðherbergi í íbúðinni, sem eru í fjölbýli, en fólkinu var engin hætta búin. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að stöðva lekann. Svo virðist sem gólfefni séu skemmd en vatnið hefur ekki borist inn í nærliggjandi íbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjuæfing síðar í mánuðinum

Fimmta og ef til vill síðasta fjölþjóðlega sprengueyðingaræfingin verður haldin á Keflavíkurflugvelli síðar í mánuðinum, með þáttöku hátt í 80 erlendra sérfræðinga. Æfingar þessar, sem bera heitið Northern Challenge, hófust eftir að bandaríkjaher hætti að efna til reglubundinna æfinga bandaríska heimavarnarliðsins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Þreyttur og kaldur eftir hrakningar næturinnar

Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, var orðinn hrakinn, kaldur og svangur þegar björgunarmenn fundu hann á Skeiðarársandi í morgun. Hann fannst kl. 8 í morgun u.þ.b fimm kílómetra fyrir sunnan þjóðveginn á milli Skaftafellsár og Skeiðarár.

Innlent
Fréttamynd

Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning

Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegt skátamót sett í Perlunni

Það fór lítið fyrir sólinni þegar 250 skátar komu saman við Perlunna í morgun þar sem alþjóðlegt skátamót var sett. Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir mótinu sem haldið er hér á landi í þriðja sinn. Skátarnir eru á aldrinum 15-30 ára og koma frá tíu löndum, meðal annars frá Færeyjum og Hong Kong. Skátarnir munu fara í ferðir um landið næstu fjóra daga en skátarnir velja sér ferðir sem boðið verður upp á víða um land. Að ferðunum loknum munu skátarnir sameinast á ný á Úlfljótsvatni og dvelja þar í tvær nætur.

Innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fjölgaði um 8% í júnímánuði

Gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum fjölgaði um tæp 8% eða úr tæplega 124.000 133.000 frá því í sama mánuði á síðasta ári. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar eða um 17%. Fjölgun gistinátta er bæði meðal Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% en um 5% meðal útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Engir mótmælendur á Kárahnjúkasvæðinu

Allt er nú með kyrrum kjörum á Kárahnjúkasvæðinu eftir mótmæli síðustu daga. Síðustu mótmælendurnir voru fluttir frá búðunum við Lindir í gær og niður á Egilsstaði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að flutningur fólksins hafi gengið vandræðalaust fyrir sig en allur hópurinn, um tólf manns, var fluttur á Egilsstaði. Það eru því engar búðir við Lindir núna og segir Óskar að lögreglan muni fylgjast með hvort mótmælendur fari á Kárahnjúkasvæðið á ný til að mótmæla. Flestir mótmælandanna eru útlendingar og telur Óskar að þeir séu enn á Egilsstöðum eða nágrenni, en búnaður fólksins er enn í haldi lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hátt á 200 fíkniefnamál komu upp um helgina

Á annað hundrað fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um verslunarmannahelgina, aðallega í tengslum við útihátíðir og lang flest á Akureyri. Búist er við að ekki séu öll kurl enn komin til grafar og fleiri mál eigi eftir að koma í ljós. Í mörgum tilvikum er um svonefnd smámál að ræða, eða að fólk hefur verið tekið með fíkniefni til einkaneyslu, en nokkur sölumál eru einnig í rannsókn og í tengslum við þau var hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Lögregla hafði víða mjög mjög öflugt eftirlit með þessum málum og kann það að skýra fjölda mála að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins 107 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku

Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu.

Innlent
Fréttamynd

Enn gestir í Vestmannaeyjum

Slatti af þjóðhátíðargestum er enn í Vestmannaeyjum en búist er við að flestir eða allir komist heim í dag. Þar fór allt vel fram í gærkvöldi og í nótt. Það fóru heldur ekki allir gestir frá Akureyri í gærkvöldi og voru tveir þeirra handteknir í nótt grunaðir umm innbrot og jafnvel fleiri afbrot um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Umferð gekk vel

Þrátt fyrir mjög mikla umferð til höfuðborgarsvæðisins í gær og fram á kvöld, er ekki vitað til þess að neitt slys eða umtalsverð óhöpp hafi orðið. Að sögn lögreglumanna má vel við una, ekki síst í ljósi þess að margir bílar drógu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi, sem ökumenn eru óvanir að hafa aftan í bílum sínum. Þrátt fyrir að umferðin væri alla jafnan róleg, stöðvaði lögreglan á Blönduósi fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur og í Vestur Skaftafellssýslu voru 80 stöðvaðir um helgina fyrir hraðakstur.

Innlent
Fréttamynd

Fannst á Skeiðarársandi

Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, fannst klukkan átta í morgun á Skeiðarársandi. Hann var þreyttur og hrakinn, en heill á húfi, þegar björgunarsvietarmenn á fjórhjólum óku fram á hann. Hann var ekki vel búin til útivistar, en rigning var á leitarsvæðinu í nótt. Hátt í 200 leitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og sporhundum, en leitin var strax blásin af. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn yfirgaf tjaldstæðið við þjónustumiðstöðina í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu að greiða atkvæði

Skipting menntaráðs Reykjavíkurborgar í tvennt með stofnun leikskólaráðs var afgreidd af fundi menntaráðs í gær. Minnihluti Samfylkingar og Vinstri grænna sat hjá við afgreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Kaupendur í betri stöðu en seljendur

Seljendur fasteigna hafa þrýst á um hærra verð en fasteignasalar hafa ráðlagt. Vegna samdráttar í sölu seljast slíkar eignir síður. Fasteignasali segir fólk ekki selja langt undir verðmati. Það hætti frekar við og leigi út.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð

Formaður Samfylkingar kallar eftir samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða gegn misskiptingu í þjóðfélaginu. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir önnur markmið en skýr ávöxtunarsjónarmið vera lögbrot.

Innlent
Fréttamynd

Starfa undir eigin merkjum

Marel hefur keypt danska matvælavélaframleiðandann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Ísland beiti áhrifum sínum

Íslandsdeild Amnesty International sendi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra áskorun á föstudaginn vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir stjórnvöld óttast afnám verndartolla búvara enda þrýsti bændur á óbreytt kerfi. Mörg atkvæði séu í húfi. Landbúnaðarráðherra hafnar því og varar við auknum beingreiðslum til bænda.

Innlent
Fréttamynd

Látin áður en þyrlan kom

Kona á fertugsaldri lét lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi við Langastaði í Flóahreppi, um hálf eittleytið aðfaranótt mánudags.

Innlent