Dánaraðstoð

Fréttamynd

Líknar­slæving við lífs­lok er um­deild með­ferð

Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation).

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi alla leið – dánarað­stoð

Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Dó fjórum árum eftir að hún hvarf

„Þar sem að hún gat ekkert tjáð sig þá vissum við ekkert hvað væri að gerast í höfðinu á henni. En stundum horfði hún í augun á mér og grét og ég vissi að hún vildi deyja,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir en móðir hennar lést vegna framheilabilunar í nóvember árið 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Munu bara allir fá dánarað­stoð?

Þann 29. október sýndi RÚV Kveiksþátt um dánaraðstoð, sem vakti viðbrögð úr heilbrigðisstéttum. Fyrst má nefna viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélagsins, í Speglinum. 

Skoðun
Fréttamynd

Líknarmeðferð og dánaraðstoð eiga að fara hönd í hönd

Dagana 20.-21. september síðastliðinn var haldin ráðstefnu á vegum World Federation of Right to Die Societies, eða heimssamtaka félaga um dánaraðstoð. Ráðstefnan fór fram í Dyflinni á Írlandi og tóku um 150 manns víðs vegar að úr heiminum þátt. Margar hliðar dánaraðstoðar voru ræddar, þar á meðal tengsl hennar við líknarmeðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Allt sem þú vilt vita um dánar­að­stoð

Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016.

Skoðun
Fréttamynd

Af­staða fólks með fötlun til dánar­að­stoðar

Umræðan um dánaraðstoð kallar á víðtækt samtal ólíkra hópa samfélagsins. Einn hópur sem hefur lýst yfir áhyggjum af mögulegri lögleiðingu dánaraðstoðar er fólk með fötlun. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er til umræðu hafa komið fram varnaðarorð frá hagsmunasamtökum fatlaðra.

Skoðun
Fréttamynd

Vegna um­ræðunnar um dánar­að­stoð

Í grein sem birtist á Vísi þann 7. maí síðastliðinn fjallar heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson ítarlega um umræðuna um dánaraðstoð. Greinarhöfundur sér ástæðu til að nefna að hann sé vel að sér í málefnum dánaraðstoðar og gagnrýnir málflutning Lífsvirðingu sem hefur leitt umræðuna um málefnið undanfarin sjö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Um dánaraðstoð

Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Dánar­að­stoð og siða­reglur lækna

Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræðan um dánar­að­stoð

Í kjölfar ‏Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Dánar­að­stoð: Lækna­fé­lag Ís­lands skilar ekki auðu

Stjórnarmenn Lífsvirðingar birtu 14. apríl sl. grein[1] á visir.is um Læknafélag Íslands (LÍ) og dánaraðstoð. Í greininni eru rangfærslur sem stjórn LÍ telur nauðsynlegt að leiðrétta og svara. Stjórnarmenn Lífsvirðingar fullyrða í greininni að LÍ veigri sér við að skila umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð. Þetta er rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Að eiga val um dánaraðstoð

Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. 

Skoðun
Fréttamynd

Pall­borðið: Eiga læknar að að­stoða fólk við að deyja?

Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð

Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2