Sjávarréttir

Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri
Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.

Áfram engar loðnuveiðar
Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025.

Færeyingar fagna fiskflutningaþotu
Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað.

Íslenska hvalkjötið komið í höfn í Japan
Norska flutningaskipið Silver Copenhagen kom til hafnar í Japan í morgun eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Farmurinn var 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum.

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan
Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Helvítis kokkurinn: Grilluð lúða með leynisósu og rauðrófusalati
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Tacos með djúpsteiktum gellum að hætti Höllu
Halla María Svansdóttir sem rekur veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík, eldaði Tacos fyrir Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag.

Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar
Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu.

Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir
Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.

Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði
Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.

Allt úr engu: Grillaður lax, brokkolíní og súkkulaðimús með myntu úr Garðabæ
Matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson var að fara af stað með skemmtilega þætti á Stöð 2 um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu.

Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta verði bylting í sjávarútvegi.

Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður.

Aðventumolar Árna í Árdal: Skata
Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom öllum í rétta hátíðarskapið og reiddi fram einn rétt á dag fram að jólum.

„Við vorum reyndar fyrst svolítið skotin í hvort öðru“
Ítalski ljósmyndarinn Silvio Palladino flaug frá Flórens til að gera bók með Berglindi Guðmundsdóttir.

Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar
Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum.

Djúpsteikt taco að hætti Evu Laufeyjar
Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey birtir reglulega uppskriftir að girnilegum réttum á bloggsíðu sinni og er nú komið að taco þriðjudegi.

Humarsúpa með asísku tvisti
Í hádeginu á jóladag bjóða Rúnar Már Jónatansson og eiginkona hans, María Níelsdóttir, öllum afkomendum sínum í dýrindis súpur og hnallþórur.

Einfalt með Evu í heild sinni: Sjávarréttasúpa, kræklingur og Rocky Road súkkulaðibitar
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.

Einfalt með Evu: Lax í rjómasósu og ómótstæðilega baka
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.

Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.

Afmælisplokkfiskur Guðna forseta
Það vakti athygli þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagðist ætla í plokkfisk til mömmu á 50. afmælisdaginn sinn. Margrét Thorlacius, móðir Guðna, er víðfræg plokkfiskkona og segir stundina hafa verið indæla

Í eldhúsi Evu: Laxa tacos
Úr þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum.

Í eldhúsi Evu: Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk
Úr þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum.

Í eldhúsi Evu: Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu
Úr þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum.

Í eldhúsi Evu: Sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu
Úr þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum.

Eva Laufey töfraði fram hollt og gott fiski takkó
Eva Laufey töfraði fram fiski takkó með mangósalsa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld

Lax: Nauðsynlegt að nota tilfinninguna
Stangveiðisumarið 2016 er að baki og eflaust eiga margir bleikan fisk í sínum frysti. Jóhann Gunnar Arnarsson er bæði veiðimaður og bryti og flestum betri í að leiðbeina lesendum í matreiðslu á laxi.

Sumarlegur rækjuréttur: Rækju-taco með pico de gallo
Snorri Guðmundsson gefur lesendum hér uppskrift að rækju-taco sem hann smakkaði í Los Angeles.

Bráðhollt og ljúffengt fiskitakkó að hætti Evu
Fiskitakkó er fullkomin leið til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fiski og grænmeti, virkilega góður réttur sem á eftir að slá í gegn hjá ykkur.