Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. Innlent 18.12.2020 10:50 Þórólfur fékk neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku dagsins í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti landlæknis sem barst í gærkvöldi. Innlent 18.12.2020 10:21 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Innlent 18.12.2020 09:47 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Erlent 18.12.2020 07:41 Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. Erlent 17.12.2020 23:47 Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Erlent 17.12.2020 21:18 Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. Innlent 17.12.2020 18:12 Þórólfur í sóttkví vegna smits hjá embætti landlæknis Þrír starfsmenn á sóttvarnasviði embættis landlæknis eru komnir í sóttkví. Það er eftir að Covid-19 smit greindist á vinnustaðnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er meðal þeirra sem er í sóttkví. Innlent 17.12.2020 18:06 Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. Innlent 17.12.2020 16:41 „Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 17.12.2020 14:00 Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. Innlent 17.12.2020 13:17 „Það eru margir sem þurfa að fá smá viðbótar ljós í hversdaginn“ Í kvöld klukkan 19:30 fer fram árlegt aðventukvöld Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þetta árið fer viðburðurinn fram í streymi á Facebook-síðu Ljóssins og bjóða þau alla landsmenn velkomna. Lífið 17.12.2020 13:01 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Innlent 17.12.2020 11:22 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Erlent 17.12.2020 11:17 Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Innlent 17.12.2020 11:11 Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Innlent 17.12.2020 10:52 Skella í lás á Tenerife yfir hátíðarnar Sóttvarnaaðgerðir verða hertar á Tenerife frá og með miðnætti annað kvöld og eyjunni lokað fyrir ferðalögum. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á ferðamenn sem hyggjast dvelja á eyjunni yfir hátíðarnar. Erlent 17.12.2020 10:27 Svona var 147. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 17.12.2020 10:15 Gandálfur bólusettur gegn Covid-19 Stórleikarinn Ian Mckellen hefur verið bólusettur við Covid-19 og segist alsæll með það. McKellen, sem er 81 árs, var bólusettur á Queen Mary's University Hospital í Lundúnum. Lífið 17.12.2020 09:53 Kári Jónsson með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er með kórónuveiruna. Kári gekk nýverið í raðir Girona á Spáni frá Haukum og segja má að dvölin byrji ekki eins og best verði á kosið. Eru fleiri leikmenn liðsins einnig með veiruna. Körfubolti 17.12.2020 09:51 Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. Erlent 17.12.2020 09:39 Ásdís á sjúkrahús vegna COVID-19: Sturta er núna eins og erfið CrossFit æfing Afrekskonan Ásdís Hjálmsdóttir varar fólk við því að smitast af kórónuveirunni en hún veiktist sjálf mjög illa og þurfti að eyða viku á sjúkrahúsi. Sport 17.12.2020 08:30 „Ég tel að okkur hafi mistekist“ Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Erlent 17.12.2020 08:11 Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Erlent 17.12.2020 06:33 Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur. Innlent 17.12.2020 06:12 Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Erlent 16.12.2020 23:22 Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Innlent 16.12.2020 19:10 Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Erlent 16.12.2020 18:39 Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Innlent 16.12.2020 17:45 Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar. Erlent 16.12.2020 17:45 « ‹ 193 194 195 196 197 198 199 200 201 … 334 ›
Tólf greindust innanlands Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. Innlent 18.12.2020 10:50
Þórólfur fékk neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku dagsins í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti landlæknis sem barst í gærkvöldi. Innlent 18.12.2020 10:21
Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Innlent 18.12.2020 09:47
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Erlent 18.12.2020 07:41
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. Erlent 17.12.2020 23:47
Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Erlent 17.12.2020 21:18
Áhyggjufullur yfir smærri hópamyndunum um jólin Sóttvarnalæknir segist áhyggjufullur yfir því að fólk safnist saman í mörgum litlum hópum yfir hátíðarnar. Enn sé mikil hætta á því að kórónuveiran dreifist manna á milli og segir hann ekki þurfa nema einn einstakling sem fer í marga litla hópa til þess að eitt stórt hópsmit blasi við okkur. Innlent 17.12.2020 18:12
Þórólfur í sóttkví vegna smits hjá embætti landlæknis Þrír starfsmenn á sóttvarnasviði embættis landlæknis eru komnir í sóttkví. Það er eftir að Covid-19 smit greindist á vinnustaðnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er meðal þeirra sem er í sóttkví. Innlent 17.12.2020 18:06
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. Innlent 17.12.2020 16:41
„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 17.12.2020 14:00
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. Innlent 17.12.2020 13:17
„Það eru margir sem þurfa að fá smá viðbótar ljós í hversdaginn“ Í kvöld klukkan 19:30 fer fram árlegt aðventukvöld Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þetta árið fer viðburðurinn fram í streymi á Facebook-síðu Ljóssins og bjóða þau alla landsmenn velkomna. Lífið 17.12.2020 13:01
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Innlent 17.12.2020 11:22
Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Erlent 17.12.2020 11:17
Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Innlent 17.12.2020 11:11
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Innlent 17.12.2020 10:52
Skella í lás á Tenerife yfir hátíðarnar Sóttvarnaaðgerðir verða hertar á Tenerife frá og með miðnætti annað kvöld og eyjunni lokað fyrir ferðalögum. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á ferðamenn sem hyggjast dvelja á eyjunni yfir hátíðarnar. Erlent 17.12.2020 10:27
Svona var 147. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 17.12.2020 10:15
Gandálfur bólusettur gegn Covid-19 Stórleikarinn Ian Mckellen hefur verið bólusettur við Covid-19 og segist alsæll með það. McKellen, sem er 81 árs, var bólusettur á Queen Mary's University Hospital í Lundúnum. Lífið 17.12.2020 09:53
Kári Jónsson með kórónuveiruna Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er með kórónuveiruna. Kári gekk nýverið í raðir Girona á Spáni frá Haukum og segja má að dvölin byrji ekki eins og best verði á kosið. Eru fleiri leikmenn liðsins einnig með veiruna. Körfubolti 17.12.2020 09:51
Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. Erlent 17.12.2020 09:39
Ásdís á sjúkrahús vegna COVID-19: Sturta er núna eins og erfið CrossFit æfing Afrekskonan Ásdís Hjálmsdóttir varar fólk við því að smitast af kórónuveirunni en hún veiktist sjálf mjög illa og þurfti að eyða viku á sjúkrahúsi. Sport 17.12.2020 08:30
„Ég tel að okkur hafi mistekist“ Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Erlent 17.12.2020 08:11
Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Erlent 17.12.2020 06:33
Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur. Innlent 17.12.2020 06:12
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Erlent 16.12.2020 23:22
Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Innlent 16.12.2020 19:10
Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Erlent 16.12.2020 18:39
Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Innlent 16.12.2020 17:45
Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar. Erlent 16.12.2020 17:45