Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár.

Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku.

Þrír greindust með veiruna innanlands
Tveir voru í sóttkví við greiningu og einn utan sóttkvíar.

Svona var 139. upplýsingafundurinn vegna faraldurs Covid-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættið hafa boðið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu Covid-19 faraldursins hérlendis.

Veirunni líkar vel að flakka á milli fólks í fjölskyldu- og vinahópum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist mjög ánægður með þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum undanfarnar vikur.

Fresta fjárlögum um viku vegna aðgerðanna á föstudag
Önnur umræða um fjárlög sem fara átti fram á morgun á Alþingi mun frestast um að minnsta kosti viku.

Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella.

Einn deyr á hverri mínútu úr Covid-19 í Bandaríkjunum
Nú styttist óðum í að kórónuveirutilfelli á heimsvísu nái sextíu milljónum það sem af er faraldrinum ef marka má talningu Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum.

Kári varar við væntanlegum tilslökunum Víðis og Þórólfs
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin.

Óskar þess að stuðningur við Covid-bataferlið væri meiri: „Það er ekkert grín að takast á við svona einn“
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor við Háskóla Íslands, hefur glímt við mikil eftirköst eftir að hafa veikst af Covid-19 fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Hún segir mikla þörf á því að fólki sem glímir við veikindin sé veitt aðhalds og þjónusta í bataferlinu.

Hvetur G20 að koma til móts við fátækari ríki
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði í dag til G20 ríkjanna að koma til móts við fátækari ríki í skuldamálum.

Hefur klæðst búningi í heimavinnunni í meira en 50 daga
Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju.

Finna til mikillar ábyrgðar og sorgar vegna Landakots
Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum.

Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum
Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi.

Gæti stefnt í óefni dragist ástandið á langinn
Jólaverslunin er komin af stað og er það mat Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, að síðustu ár hafi fólk farið að huga að jólainnkaupunum sífellt fyrr.

„Erum við að slaufa tímabilinu ef það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember?“
Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar.

Ísland með eina lægstu smittíðni í Evrópu
Ísland er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100.000 íbúa af öllum þeim ríkjum sem evrópska sóttvarnastofnunin heldur úti tölfræði um.

Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa
Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum
Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari lauk nýlega við að mynda allar útisundlaugar landsins nema eina með drónanum sínum. Um eitt hundrað laugar eru að ræða.

Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði.

Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember.

Fimm greindust smitaðir og allir í sóttkví
Fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur
Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali.

Besti maturinn til að taka með heim í faraldrinum
Með hertu samkomubanni undanfarna mánuði hafa veitingastaðir hér á landi þurft að bregða á það ráð að leyfa viðskiptavinum sínum að taka matinn með sér heim.

Óhugnanlegur dagur þegar súrefnisbirgðirnar voru allt í einu að klárast
Íslenskur læknanemi sem unnið hefur á spítala á Englandi síðan í haust segir kórónuveiruna mjög útbreidda í samfélaginu, sérstaklega í norðrinu þar sem hún er búsett.

Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin.

Íslendingar gera grín að hóli Bloombergs: „Þríeykið? Niii. Einvaldurinn Dagur Bjé“
Bandaríski stjórnmálamaðurinn Michael Bloomberg birti í dag viðtal sem hann tók við Dag Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, um viðbrögð Íslands við kórónuveirufaraldrinum.

Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“
Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins.

Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við.

Um fimm hundruð dráttarvélum ekið inn í miðborg Kaupmannahafnar
Um fimm hundruð dráttarvélum var keyrt inn í miðborg Kaupmannahafnar í morgun þar sem aðgerðum dönsku ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirusmita á minkabúum var mótmælt.