
Verkföll 2020

Efling og Reykjavík fresta fundi
Saminganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa ákveðið að fresta samningafundi sem hófst klukkan tvö í dag.

Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður
BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna.

Klukkan tifar í Karphúsinu
Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti.

Styttist í verkföll
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma.

Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti.

Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn
Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.

Efling semur við ríkið
Efling og hið opinbera hafa skrifað undir kjarasamninga. Það mun þó engin áhrif hafa á verkföll sem eru í gangi og eru fyrirhuguð.

Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“
Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring.

Ábyrg afstaða
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna.

Efling og borgin ætla að halda áfram að funda um helgina
Fundi samninganefndar Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk um kvöldmatarleytið.

Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld.

Ný kona í brúnni hjá borginni í kjaradeilunni við Eflingu
Reykjavíkurborg hefur gert breytingar á samninganefnd sinni. Rakel Guðmundsdóttir stígur inn fyrir Hörpu Ólafsdóttur.

Samninganefndir borgarinnar og Eflingar funda klukkan 10
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið á sjöunda tímanum í gærkvöldi, án samkomulags.

Formaður BSRB óttast ekki lög á verkföll og viðræður ganga vel
Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna.

Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum.

Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt
Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars.

Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn
Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag.

Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum
Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á.

Tveggja barna móðir húðskammar Dag og Sólveigu Önnu
Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur.

Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB
Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara.

LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi
Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi.

Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag
Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun.

Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar
Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi.

Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík
Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað.

Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund.

Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum.

Sólveig Anna kveðst þiggja boð Dags með skilyrðum í skilaboðum á Facebook-vegg hans
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst þiggja boð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að þau fundi saman til að leita lausna á kjaradeilu Eflingar-fólks í borginni. Með skilyrðum þó.

Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé
Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé.

Krepptur hnefi verkfallsbarna
Er ekki nóg komið?

Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“
Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara.