Lífið

Fengu forskot á Game of Thrones sæluna
Sýningar á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefjast á Stöð 2 annað kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir þáttunum og því var mikil spenna í Bíói Paradís í gær þar sem sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum.

Rokk og plokkfiskur
Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heimsókn frá Ísafirði yfir Menningarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld.

Fjölmennt á fatahönnunarkeppni
Úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavík Runway fór fram á fimmtudagskvöldið og fjölmennti áhugafólk um íslenska tísku í Hafnarhúsið. Harpa Einarsdóttir bar sigur úr býtum en þarna sýndu einnig merkin Eygló, Shadow Creatures og Rosa-Bryndís.

Gott kynlíf lykillinn að góðu hjónabandi
Stórleikarinn Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni, Susan Geston, frá árinu 1977 og eiga þau hjónin saman þrjár dætur. Í nýlegu viðtali sagði Bridges að lykillinn að farsælu hjónabandi væri ást og nóg af kynlífi.

Gömlu brýnin komin í gull
Gleðin sveif yfir vötnum á skemmtistaðnum Vellinum á Grensásvegi á fimmtudagskvöldið þegar þrír af vinsælustu tónlistarmönnum landsins tóku við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni. Þetta voru þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas sem hafa selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni MS GRM sem kom út á síðasta ári.

Langaði mest til að flýja land
Bókin er loksins á leiðinni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Marinós og á þá að sjálfsögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði.

Hrifin af besta vini kærasta síns
Ný kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, er sögð hrifnari af besta vini Clooney en honum sjálfum. Vinurinn sem um er rætt mun vera enginn annar en Brad Pitt.

Ósátt við skyndilega kvenhylli bóndans
Leikarinn Jason Momoa hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem villimaðurinn Conan úr samnefndri kvikmynd. Þessi skjóti frami hans mun ekki hafa lagst vel í sambýliskonu hans, Lisu Bonet, sem er óánægð með nýfengna kvenhylli Momoa.

Ætlar að hitta Dorrit í New York
„Ég er að lenda eftir kvöldið, sem var frábært í alla staði,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður, en hún bar sigur úr býtum í fatahönnunarkeppninni Reykjavík Runway á fimmtudagskvöld.

Erum drengir í karlmannsfötum
Mér líður afskaplega vel hér á Íslandi. Ég hef ferðast töluvert um Skandinavíu en aldrei komið hingað fyrr og vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast. Landið er fallegt og ég hef lært smá íslensku, núna kann ég að segja „jæja“ og „förum að veiða“.



Barnaplata fyrir næstu jól
Friðrik Ómar og Jógvan ætla að gefa út barnaplötu fyrir jólin þar sem þeir syngja íslensk og færeysk lög. Þeir fengu frábærar móttökur á nýlegum tónleikum sínum í Grímsey.

Endurvekja gamalt markaðstorg
Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem hefur tekið að sér að lífga upp á torgin í Reykjavíkurborg í sumar. Hópurinn hefur þegar hafist handa við að betrumbæta Óðinstorg þar sem bílastæðum var lokað og í staðinn verða haldnir alls kyns markaðir á torginu í sumar.

Vinsæll veitingastaður Hrefnu
Matreiðslumaðurinn Hrefna Rósa Sætran opnaði veitingastaðinn Grillmarkaðinn fyrir hálfum mánuði og hefur hann verið þéttsetinn öll kvöld síðan þá. Vinsældir staðarins eru svo miklar að röð hefur myndast fyrir utan dyrnar skömmu fyrir klukkan sex, en þá er staðurinn opnaður, og hafa þjónar þurft að vísa svöngum gestum frá vegna plássleysis.

Nýtt lag frá Mugison
Tónlistarmaðurinn Mugison hefur gefið aðdáendum sínum lagið „Stingum af“ á heimasíðu sinni. Það fylgir í kjölfar „Hagléls“ sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Samdi við breskan barnabókarisa
"Lokasýningin mín frá Anglia Ruskin-háskólanum var í febrúar og eftir hana var mér boðinn samningur,“ segir Birgitta Sif, sem hefur landað stórum bókasamningi við Walker Books, einn stærsta sjálfstæða barnabókaútgefanda í heimi.

Eldhúsinu breytt í sjónvarpstúdíó fyrir Al Jazeera
„Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ.

Borðuðu pylsur á frumsýningu Andra á flandri
Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttarins Andri á flandri var frumsýndur í Bíói Paradís í gær. Fjöldi góðra gesta sótti frumsýninguna og gæddi sér á einni "tvíhleypu" að henni lokinni.

Stjörnuband Jónasar í garðveislu
"Þetta verður algjör viðhafnarútgáfa af hljómsveitinni,“ segir Jónas Sigurðsson tónlistarmaður, en hann kemur fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum í kvöld ásamt Ritvélum framtíðarinnar.

Tökulið Promotheus í leirbaði
„Það er frábært að fá þennan hóp hingað," segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Náttúru í Hveragerði.





Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur.

Denise Richards leysir frá skjóðunni
Denise Richards er að vinna að ævisögu sinni, þar sem hún ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi hjónabandið og skilnaðinn við Charlie Sheen.

Syngur á Gay Pride í New York
„Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin.

Gyllenhaal á ystu nöf á Íslandi
Ævintýramaðurinn Bear Grylls segir að ferð sín og Hollywood-stjörnunnar Jakes Gyllenhaal til Íslands hafi tekið virkilega á og þeir hafi þurft að horfast í augu við alvöru hættur.

Bæ bæ viskí - halló hor og barnakúkur
Söngkonan Pink og eiginmaður hennar, mótorkross-kappinn Carey Hart, eignuðust dótturina Willow Sage fyrir rúmum hálfum mánuði. Söngkonan segist ánægð með lífið en viðurkennir að hún saknir þess að fá sér viskídreytil.