Samkomubann á Íslandi „Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Innlent 8.4.2021 23:33 Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. Lífið 8.4.2021 14:32 KSÍ fékk nei Undanþágubeiðni KSÍ um að lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengi undanþágu til að æfa hefur verið hafnað. Fótbolti 7.4.2021 20:29 Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. Innlent 7.4.2021 13:49 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. Innlent 6.4.2021 14:18 Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. Innlent 6.4.2021 11:30 Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Innlent 6.4.2021 11:14 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. Innlent 4.4.2021 19:12 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. Innlent 4.4.2021 14:14 Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. Innlent 4.4.2021 10:22 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Innlent 3.4.2021 15:48 Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Lífið 1.4.2021 13:59 Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. Innlent 1.4.2021 12:55 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Innlent 1.4.2021 12:48 Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. Innlent 1.4.2021 12:00 Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. Innlent 31.3.2021 12:46 Sjá ekki tengsl á milli þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir enn sem komið er ekki hægt að sjá tengsl á milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Innlent 31.3.2021 11:27 Hættu snarlega við öll páskaplön Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Innlent 30.3.2021 21:15 Opna skóla eftir páskafrí með svipuðum takmörkunum og í haust Menntamálaráðherra segir stefnt á að opna skóla eftir páskafrí en með svipuðum takmörkunum og síðasta haust. Innlent 30.3.2021 20:00 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. Innlent 30.3.2021 11:30 Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Innlent 30.3.2021 09:12 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Innlent 29.3.2021 21:01 Fengu góð viðbrögð við „pop-up-kvennaathvarfi“ Til þess að geta tekið á móti konum og börnum í samkomubanni leitaði Kvennaathvarfið eftir húsnæði í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og athvarfið því vel undirbúið fyrir komandi páskahátíð. Innlent 29.3.2021 15:19 Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Innlent 29.3.2021 08:23 Tólf hávaðaútköll en flestir veitingastaðir með sóttvarnir á hreinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta. Innlent 28.3.2021 07:39 „Þetta er bara rothögg“ Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. Innlent 26.3.2021 10:22 Tvöfalda leyfðan hámarksfjölda viðskiptavina Matvöru- og lyfjaverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki hundrað viðskiptavinum að uppfylltum öllum skilyrðum í stað fimmtíu áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum. Innlent 25.3.2021 17:51 Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Innlent 25.3.2021 17:03 „Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Innlent 25.3.2021 13:03 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Innlent 25.3.2021 07:10 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 50 ›
„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Innlent 8.4.2021 23:33
Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. Lífið 8.4.2021 14:32
KSÍ fékk nei Undanþágubeiðni KSÍ um að lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengi undanþágu til að æfa hefur verið hafnað. Fótbolti 7.4.2021 20:29
Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. Innlent 7.4.2021 13:49
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. Innlent 6.4.2021 14:18
Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. Innlent 6.4.2021 11:30
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Innlent 6.4.2021 11:14
„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. Innlent 4.4.2021 19:12
Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. Innlent 4.4.2021 14:14
Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. Innlent 4.4.2021 10:22
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Innlent 3.4.2021 15:48
Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Lífið 1.4.2021 13:59
Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. Innlent 1.4.2021 12:55
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Innlent 1.4.2021 12:48
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. Innlent 1.4.2021 12:00
Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. Innlent 31.3.2021 12:46
Sjá ekki tengsl á milli þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir enn sem komið er ekki hægt að sjá tengsl á milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Innlent 31.3.2021 11:27
Hættu snarlega við öll páskaplön Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Innlent 30.3.2021 21:15
Opna skóla eftir páskafrí með svipuðum takmörkunum og í haust Menntamálaráðherra segir stefnt á að opna skóla eftir páskafrí en með svipuðum takmörkunum og síðasta haust. Innlent 30.3.2021 20:00
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. Innlent 30.3.2021 11:30
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Innlent 30.3.2021 09:12
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Innlent 29.3.2021 21:01
Fengu góð viðbrögð við „pop-up-kvennaathvarfi“ Til þess að geta tekið á móti konum og börnum í samkomubanni leitaði Kvennaathvarfið eftir húsnæði í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og athvarfið því vel undirbúið fyrir komandi páskahátíð. Innlent 29.3.2021 15:19
Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Innlent 29.3.2021 08:23
Tólf hávaðaútköll en flestir veitingastaðir með sóttvarnir á hreinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta. Innlent 28.3.2021 07:39
„Þetta er bara rothögg“ Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. Innlent 26.3.2021 10:22
Tvöfalda leyfðan hámarksfjölda viðskiptavina Matvöru- og lyfjaverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki hundrað viðskiptavinum að uppfylltum öllum skilyrðum í stað fimmtíu áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum. Innlent 25.3.2021 17:51
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Innlent 25.3.2021 17:03
„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Innlent 25.3.2021 13:03
Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Innlent 25.3.2021 07:10
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent