Vinnustaðurinn

Fréttamynd

Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar

Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Foreldrakulnun og vinnustaðurinn

Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid

„Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30

Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“

„Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök

„Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021

Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum

Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid

Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“

Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu

Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Endalok skrifstofurýma

Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera.

Atvinnulíf