

Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið.
Valur varð fyrsta liðið til að leggja KA af velli síðan Arnar Grétarsson tók við liðinu.
Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson snéri aftur í lið Vals er liðið vann 1-0 sigur á KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag.
Knattspyrnusamband Íslands fékk sendingu í dag frá Valsmönnum.
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna.
Handboltakonan Hulda Dís Þrastardóttir er gengin í raðir Vals frá Selfossi.
Logi Ólafsson staðfesti í dag að FH hafi áhuga á Ólafi Karli Finsen, leikmanni Vals, en síðarnefnda liðið sé ekki tilbúið að selja leikmanninn.
Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag.
Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun.
Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda.
Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð.
Átta mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Toppliðin, Breiðablik og Valur, unnu bæði sína leiki.
Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu.
Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir leikur í Þýskalandi á næsta tímabili. Hún hefur leikið með Val undanfarin fjögur ár.
Topplið Pepsi Max-deildar karla hefur fengið danskan framherja á láni út tímabilið.
Á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti. Nú er tíðin önnur á Hlíðarenda en Valsmenn tróna á toppi Pepsi Max deildarinnar, sem stendur.
Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni.
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn.
Loksins, loksins unnu Valsmenn leik á Hlíðarenda. Fylkir sá aldrei til sólar í dag en heimamenn unnu einkar öruggan 3-0 sigur.
Heimir var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Þá sagði hann að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt lið þegar glugginn opnar á ný.
Gummi Ben, Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson ræddu stöðu Ólafs Karl Finsen hjá Val í síðasta þætti af Pepsi Max Stúkunni.
Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna.
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika.
Gummi Ben og sérfræðingar hans í Pepsi Max-stúkunni rýndu í magnað aukaspyrnumark Einars Karls Ingvarssonar sem tryggði Val dýrmætan sigur á Breiðabliki.
Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni.
Það er sannkallaður stórleikur á Kópavogsvelli annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn.
Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur.
Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli.