Breiðablik

Agla María semur við Häcken
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur gert þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken.

Ísak Snær til Breiðabliks
Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Undanfarin tvö sumur hefur hann spilað með ÍA.

Frank Booker í Breiðablik
Fran Aron Booker, fyrrum leikmaður Vals, er genginn til liðs við Breiðablik í Subwaydeild karla.

Frá Breiðablik til Benfica
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýardóttir er gengin til liðs við portúgalska stórveldið Benfica.

Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 117-113 | Ótrúlegur endurkomusigur Stjörnunnar
Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Garðabænum í kvöld. Stjarnan og Breiðablik voru fyrir leikinn jöfn að stigum og því ljóst að sigurvegari leiksins myndi klára árið ofar í töflunni.

Lykilmenn af landsbyggðinni streyma til kvennaliðs Blika
Kvennalið Breiðabliks heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil þar sem liðið ætlar sér að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem Valskonur tóku af þeim í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik
Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag.

Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega
Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag.

Stórt tap í seinasta Meistaradeildarleik Blika
Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Breiðablik í lokaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Liðin mættust í París í kvöl, en lokatölur urðu 6-0.

Ætla sér að koma boltanum í netið gegn PSG
Breiðablik leikur í kvöld sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur náð í eitt stig í leikjunum fimm sem búnir eru en á þó enn eftir að skora mark.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 91-68 | Blikakonur ekki lengur stigalausar
Eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni var Breiðablik án stiga í Subway-deild kvenna. Það virðist hafa kveikt í þeim en eftir jafnan leik framan af unnu þær sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld.

Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“
Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta.

Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Breiðablik 89-100 | Blikar höfðu betur í uppgjöri nýliðanna
Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri.

Skilur hugarfar Söru betur eftir að hafa séð Blika spila í snjóbyl
Fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur segist skilja betur hugarfar hennar eftir að hafa séð Breiðablik spila í snjóbyl gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Myndir frá snjóboltanum í Smáranum
Breiðablik mætti Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl
Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár
Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi.

Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Real Madrid 0-3 | Gestirnir létu smá snjó ekki á sig fá
Breiðablik fékk stórveldið Real Madrid í heimsókn á Kópavogsvöllinn í kvöld í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Flestir reiknuðu með erfiðum leik fyrir Blikastelpur sem varð raunin enda lið Real Madrid vel mannað. Leiknum lauk með 0-3 sigri Real Madrid.

Grindavík lagði Keflavík | Skallagrímur enn án stiga
Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjunum fór það svo að Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík og Breiðablik sá til þess að Skallagrímur er enn án stiga.

Umfjöllun: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum
Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga.

Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því
Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 72-98 | Valskonur sannfærandi í fjórða leikhluta
Valur vann sinn þriðja leik í röð með sigri í Smáranum. Valur átti frábæran 4. leikhluta sem endaði með 26 stiga sigri 72-98.

Agla María: Sýnir hvað Breiðablik hefur upp á að bjóða
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og landsliðskona í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi með íslenskum fjölmiðlum í dag. Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit því íslenska landsliðið er statt á Kýpur.

Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“
Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 90-75 | Öruggur sigur heimakvenna
Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 60-99 | Fjölniskonur rúlluðu yfir Blika í Smáranum
Fjölniskonur gerðu góða ferð í Kópavog í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

Óskar Hrafn sannfærður um að Venesúelamaðurinn hitti í mark
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, bindur miklar vonir við nýjasta leikmann liðsins, Juan Camilo Pérez frá Venesúela.

Natasha Anasi: Mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi
Síðasta vika var mjög viðburðarík fyrir Natöshu Anasi. Hún skipti yfir í Breiðablik og var valin í íslenska landsliðið fyrir leiki seinna í þessum mánuði.

Breiðablik fær venesúelskan liðsstyrk
Breiðablik hefur samið við Juan Camilo Pérez, 22 ára fjölhæfan leikmann frá Venesúela, um að leika með liðinu næstu tvö árin.