Breiðablik

Fréttamynd

„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík – Breiða­blik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi

Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stuðnings­sveit Blika biður Þórsara um hjálp

Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik fær bandarískan liðsstyrk

Breiðablik hefur samið við bandaríska bakvörðinn Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Richardson á að baki unglingalandsleiki fyrir Bandaríkin.

Körfubolti
Fréttamynd

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn