Stjarnan

Fréttamynd

„Gríðar­lega mikil­vægur sigur“

Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik í sigri Stjörnunnar á Þór/KA í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Gyða skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar liðið lyfti sér upp í efri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“

Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. 

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni

Stjarnan tók á móti Minaur Baia Mare í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í Hekluhöllinni í dag. Fyrri leikurinn í Rúmeníu fór 26-26. Leik liðanna í dag lyktaði sömuleiðis með jafntefli, 23-23, og úrslitin réðust í vítakastkeppni. Þar hafði Minaur Baia Mare betur og fer þar af leiðandi áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Stjarnan situr eftir með sárt ennið. 

Handbolti
Fréttamynd

Hilmar Smári til Litáens

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jonava í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“

Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“

Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fót­bolta

KR tapaði gegn Stjörnunni 1-2 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. KR-ingar fengu ótalmörg marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta. KR er sem stendur í 10. sæti með 23 stig og þarf Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, að finna einhverja lausn ætli þeir að koma sér úr fallbaráttunni.

Íslenski boltinn