Stjarnan

Fréttamynd

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta var mjög þungt“

Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mér fannst hann tæta okkur“

Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Adolp­hs­son í Stjörnuna

Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR

Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28.

Handbolti
Fréttamynd

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan

KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin.

Handbolti