Keflavík ÍF

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði

Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-72 | Frábær endurkoma Keflavíkur í háspennuleik

Anna Ingunn Svansdóttir og Ameryst Alston voru í sérflokki hjá liðum sínum þegar Keflavík og Valur leiddu saman hesta sína í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir sveiflukenndan leik fór Keflavík með sigur af hólmi enþað var Daniela Wallen Morillo sem tryggði heimakonum 74-72 sigur með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Gunnar: Gáfumst aldrei upp

Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir ótrúlegan sigur á Keflavík sem endaði með tveggja stiga sigri 95-93 eftir framlengdan leik.

Sport