Tindastóll

Fréttamynd

Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tóku til í stúkunni eftir tap

Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Kefla­vík – Tinda­stóll 92-75 | Heima­menn svöruðu og einvígið er jafnt

Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“

„Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist“

Tindastóll vann mikilvægan sigur á löskuðu liði Keflavík í kvöld. Lokatölur 101-76. Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Af þessum 35 stigum komu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem Arnar setti niður tíu af 18 skotum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Körfubolti