Besta deild karla

Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV
Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Bann Björgvins stendur
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest fimm leikja bann Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR, fyrir ummælin sem hann lét falla í lýsingu á leik Hauka og Þróttar í Inkassodeild karla.

Fimleikafélagið: Gunnar vonast eftir að byrja að spila í júlí
Gunnar Nielsen vonast eftir því að spila aftur fyrir FH í júlí eftir að hann handarbrotnaði í maí. Þetta kom fram í nýjasta þætti af Fimleikafélaginu.

KR áfrýjar banni Björgvins
KR hefur áfrýjað leikbanninu sem Björgvin Stefánsson var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku.

Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur?
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna.

Björgvin dæmdur í fimm leikja bann
Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla.

Blikar búnir að selja bakvörðinn sinn til Belgíu
Jonathan Hendrickx spilar aðeins nokkra leiki til viðbótar með Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í fótbolta.

Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“
Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag.

Sjö af tólf félögum með yfir þúsund manns að meðaltali á leik
Breiðablik hefur fengið flesta áhorfendur að meðaltali í leik í fyrstu sjö umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu.

Rauschenberg með flest afdrifarík mistök í Pepsi Max deildinni
Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg er langefstur á lista sem enginn leikmaður Pepsi Max deildar karla vill vera á.

KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins
Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar

Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag
Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki.

Ólafur Karl Finsen um ástandið í Val: Allt það besta í lífinu byrjar á krísu
Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu.

Úrskurða í máli Björgvins í dag
Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum.

Björgvin dæmdur í eins leiks bann
KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands.

Gary Martin: Fólk vill bara einhverjar brjálæðislegar sögur
Gary Martin ræðir vistaskiptin til Eyja.

Hannes Þór: Vægast sagt gengið hrikalega hjá okkur Valsmönnum
Gengi Íslandsmeistara Vals hefur verið erfitt í upphafi sumars og markvörður liðsins, Hannes Þór Halldórsson, er nokkuð feginn að fá smá frí frá Pepsi Max-deildinni.

Kári stefnir á að spila með Víkingi í júlí
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason segir að öllu óbreyttu verði hann byrjaður að spila í Pepsi Max-deildinni með Víkingi í júlí.

Forréttindi að lifa fyrir fótbolta
Gunnleifur V. Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, varð um helgina leikjahæsti leikmaðurinn sem leikið hefur í deildakeppni í knattspyrnu. á Íslandi.

Anton Ari: Veit ekkert hvaðan þessar fréttir koma
Markvörðurinn hefur ekki samið við Breiðablik.

Pepsi Max-mörkin: Ástríðan skellti sér í pottinn á Skaganum
Stefán Árni Pálsson heldur áfram að hitta fótboltageggjara á vellinum í Pepsi Max-deildinni. Hann fór að þessu sinni upp á Akranes.

Segja Anton Ara á leið til Breiðabliks
Markvörðurinn Anton Ari Einarsson er á förum frá Íslandsmeisturum Vals og mun ganga til liðs við Breiðablik þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Hittu í mark í Pepsi Max-deildinni
Það verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir áhorfendur á völdum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Versta byrjun Óla Jóh síðan að hann féll með Skallagrími fyrir 22 árum
Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni í sjöundu umferðinni í gær.

Ágúst og Blikarnir hans með hreðjatak á FH: Unnið síðustu þrjár viðureignir með átta mörkum
Ágúst Gylfason er að gera vel með Breiðablik, að minnsta kosti gegn FH.

ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður?
Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna.

Pepsi Max-mörkin: Þetta var ekki boðleg frammistaða hjá FH
FH-ingar brotlentu á Kópavogsvelli í gær eftir að hafa flogið hátt síðustu misseri. Fimleikafélagið hefur engan veginn fundið sig á útivelli.

Pepsi Max-mörkin: Þessir grasvellir eru stundum hræðilegir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er allt annað en sáttur við grasvelli landsins og lét þá skoðun sína aftur í ljós eftir leikinn í Grindavík um nýliðna helgi.

Pepsi Max-mörkin: Valsmenn voru farnir að anda með afturendanum
Íslandsmeistarar Vals verma botnsætið í Pepsi Max-deild karla þegar sjö umferðum er lokið í deildinni. Pepsi Max-mörkin rýndu í vandræði Valsmanna í gær.

Gary klárar tímabilið með ÍBV
Enski framherjinn hefur samið við ÍBV.