Körfubolti

Fréttamynd

Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Rún með 17 stig í óvæntu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig er lið hennar, Leicester Riders, tapaði óvænt fyrir Durham Palatinates í efstu deild breska körfuboltans í dag. Lokatölur 77-68 Palatinates í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már með 19 stig í ótrúlegum sigri Borås

Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í ótrúlegum eins stigs sigri Borås Basketball á Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 103-102 þar sem Borås voru undir nær allan síðasta fjórðung leiksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða

"Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra

"Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Kósóvó - Ís­land 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.

Körfubolti