Körfubolti

Martin vantar nú bara eitt stig til að slá stigamet Jóns Arnórs í EuroLeague

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson í leiknum á móti Barcelona í gærkvöldi.
Martin Hermannsson í leiknum á móti Barcelona í gærkvöldi. Getty/Regina Hoffmann

Martin Hermannsson skoraði 17 stig í naumu tapi á móti Barcelona í EuroLeague í gær og verður stigahæsti Íslendingurinn í sögu EuroLeague með næstu körfu sinni.

Jón Arnór Stefánsson á stigametið en hann skoraði samtals 290 stig í 41 leik sínum í EuroLeague fyrir Lottomatica Roma og Unicaja Malaga. Jón Arnór lék þrjú tímabil í þessari bestu deild Evrópu eða 2006-07, 2007-08 og 2014-15.

Martin hefur skorað 289 stig í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili í EuroLeague og er nú kominn upp í 11,1 stig að meðaltali í leik. Martin er einnig með 4,8 stoðsendingar að meðaltali.

Martin hefur skorað 60 stig í síðustu þremur leikjum sínum sem gera 20 stig að meðaltali í þeim.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem Martin er aðeins einu stigi frá því að bæta stigamet Jóns Arnórs.

Þegar Martin skorað 24 stig í leik á móti Zenit St Petersburg á dögunum var hann aðeins einu stig frá því að jafna metið yfir flest stig Íslendings í einum EuroLeague leik.

Jón Arnór Stefánsson á það en hann skoraði 25 stig fyrir Lottomatica Roma í leik á móti Panathinaikos 24. október 2008. Jón kom þá inn af bekknum og setti meðal annars niður fimm þriggja stiga skot.

Martin er aftur á mótinn búinn að taka stoðsendingametið af Jóni Arnóri fyrir löngu. Martin er þegar komin 124 stoðsendingar í EuroLeagua á þessu tímabili en Jón Arnór gaf samtals 48 á sínum EuroLeague ferli.

Jón Arnór er enn með fleiri fráköst og fleiri stoðsendingar en Martin og Martin vantar enn sjö þriggja stiga körfur til að jafna met Jóns yfir flestar þriggja stiga körfur Íslendings í EuroLeague deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×