Martin Hermannsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Alba Berlín í EuroLeague en hann skoraði nítján stig gegn toppliði deildarinnar, Anadolu Efes Istanbul, í kvöld.
Berlínar-liðið tapaði með þrettán stiga mun, 99-86, eftir að gestirnir frá Tyrklandi höfðu leitt 50-47 í hálfleik.
Martin var stigahæstur hjá heimamönnum með nítján stig en hann skoraði níu stig í fyrri hálfleik og þar af leiðandi tíu í síðari.
Hann skoraði ekki bara 19 stig heldur bætti hann einnig við átta stoðsendingum og tveimur fráköstum. Tuttugu framlagspunktar hjá Íslendingnum.
Martin Hermannsson @hermannsson15 on another excellent game scoring 19 points and dishing 8 assists in 24 minutes for @albaberlin against @EuroLeague current leader @AnadoluEfesSK@TangramSports
— Christos Lazarou (@ChristosLazarou) February 27, 2020
Alba er í 16. sætinu af 18 liðum en Tyrkirnir eru á toppi deildarinnar með 22 sigra í 26 leikjum.