Elvar Már Friðriksson og félagar í Borås eru einum sigri frá því að tryggja sér sænska deildarmeistaratitilinn í körfubolta eftir að þeir unnu 102-93 sigur á Jämtland í kvöld.
Elvar átti stóran þátt í sigrinum en hann var langstigahæstur hjá Borås með 27 stig auk þess að eiga fjórar stoðsendingar.
Borås er nú með 56 stig, átta stigum á undan Luleå sem á fimm leiki eftir og er eina liðið sem getur mögulega náð Borås að stigum. Borås hefur unnið alla þrjá leiki sína við Luleå á leiktíðinni.
Elvar með 27 stig og einum sigri frá titli

Tengdar fréttir

Elvar góður og með aðra hönd á verðlaunagrip
Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í kvöld fyrir Borås sem er með aðra hönd á deildarmeistarabikarnum í sænska körfuboltanum.

Elvar Már með 19 stig í ótrúlegum sigri Borås
Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í ótrúlegum eins stigs sigri Borås Basketball á Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 103-102 þar sem Borås voru undir nær allan síðasta fjórðung leiksins.