Íslenski handboltinn

Arnar Daði: „Þeir gera allt sem þeir eru beðnir um að gera“
Arnar Daði var mjög sáttur með fyrsta stig sinna manna á tímabilinu þegar lið hans Grótta gerði jafntefli við Aftureldingu upp í Mosó í kvöld. Lokatölur 30-30.

Erlingur: Björgvin Páll fór illa með okkar reynsluminni leikmenn
ÍBV tapaði gegn Val í 4. umferð Olís-deildarinnar 27-21. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var afar svekktur með fyrri hálfleik Eyjamanna.

Annar stórsigurinn á tveimur dögum og Haukar eru komnir áfram
Haukar eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir 12 marka sigur gegn kýpverska liðinu Parnassos Strovolou, 37-25. Liðin mættust einnig í gær þar sem Haukar unnu 25-14, og samanlagður sigur þeirra var því 62-39.

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Selfyssingum jafntefli
Selfoss tók á móti slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Selfyssingar eru í fínum málum fyrir seinni leik liðanna, en ótrúlegar lokamínútur tryggðu liðinu jafntefli, 31-31.

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli
Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25.

Umfjöllun: FH - Víkingur 31-24 | Stigalausir nýliðar töpuðu í Krikanum
FH tók á móti nýliðum Víkings í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í síðari hálfleik og unnu sjö marka sigur, lokatölur 31-24.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik
Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik.

Þjálfari Gróttu eftir grátlegt tap: „Djöfull langar mig að blóta“
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vægast sagt ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri gestanna.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 23-24 | Gestirnir unnu nauman sigur á Seltjarnarnesi
Fram kom sér upp í fjórða sæti Olís deildar karla eftir eins marks sigur á Gróttu 24-23 í Hertz-höllinni fyrr í kvöld. Grótta er enn án stiga eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.

Aldís Ásta kemur inn fyrir Lovísu
Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leik Íslands gegn Serbíu í undankeppni EM sem fram fer á Ásvöllum á morgun.

Rafmagnslaust í Víkinni síðustu tólf mínútur leiksins
Valur vann ellefu marka sigur á Víkingi 19-30. Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir að Valur fór að finna leiðir til að koma boltanum framhjá Jovan Kukobat, markmanni Víkings, þá varð leikurinn auðveldur fyrir Íslands og bikarmeistarana.

Elísa spilar tvö kvöld í röð en fyrir tvö mismunandi íslensk landslið
Annar nýliðanna í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta er að taka þátt í tveimur landsliðsverkefnum á sama tíma.

Halldór Jóhann: Það verður sárt að horfa á leikinn aftur
Selfoss átti aldrei möguleika gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Haukar unnu leikinn með níu mörkum 31-22. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með liðið sitt eftir leik.

Sautján ára Eyjakona fór með til Svíþjóðar en tveir Íslandsmeistarar urðu eftir heima
Tveir nýliðar fóru með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta til Svíþjóðar í morgun. Ísland mætir heimakonum í Eskilstuna í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á fimmtudaginn.

Guðrún Erla talin vera að ganga til liðs við HK
HK gæti borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handbolta. Talið er að miðjumaðurinn Guðrún Erla Bjarnadóttir sé að ganga í raðir félagsins.

Erlingur: Urðum að ná jafnvægi í sóknarleikinn
„Það er alltaf skemmtilegt og gott að ná að sigra,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV eftir nauman sigur sinna manna á FH í Olís-deild karla í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 26-25 | Eyjamenn höfðu betur gegn Hafnfirðingum í hörkuleik
ÍBV vann í dag nauman sigur á FH í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamenn reyndust sterkari aðilinn á lokakaflanum og lönduðu að lokum eins marks sigri, 26-25.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur-Fram 29-25 | Valur er Íslands- og bikarmeistari
Íslandsmeistarar Vals fullkomnuðu tímabilið sitt með því að verða Coca-Cola bikarmeistarar. Valur vann fjögurra marka sigur á Fram 29-25.

Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki
Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari.

Björgvin Páll: Erum í sturluðu leikjaálagi
Valur tryggði sér í bikarúrslit eftir ellefu marka sigur á Aftureldingu. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu Valsmenn frábærlega inn í síðari hálfleik og unnu leikinn 21-32.Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var hæstánægður með sína menn sem eru í miklu leikjaálagi.

Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“
Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 27-23 | Frábær markvarsla lagði grunninn að sigri heimamanna
Selfoss vann góðan fjögurra marka sigur á FH í kvöld, lokatölur 27-23. Segja má að markvarsla heimamanna hafi lagt grunn að sigri kvöldsins.

Þrír nýliðar í A-landsliðinu og B-landslið sett á laggirnar
Þrír nýliðar eru í æfingahópi kvennalandsliðsins fyrir fyrstu tvo leiki þess í undankeppni HM 2022. Þá hefur B-landslið verið sett á laggirnar.

Halldór Harri: Sex marka tap gaf ekki rétta mynd af leiknum
HK tapaði í annað skiptið fyrir Val í september. Leikurinn einkenndist af miklum varnarleik beggja liða. Valur vann leikinn með sex mörkum 17-23. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var svekktur með úrslitin eftir leik.

Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli.

Umfjöllun: ÍBV - Afturelding 35-20 | Sannfærandi stórsigur Eyjakvenna
ÍBV vann 15 marka sigur á Aftureldingu er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 35-20. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því var þetta fyrsti sigur ÍBV á tímabilinu.

Líklega átti Björgvin ekki að fá rautt spjald
Þýsku bikarmeistararnir Lemgo lögðu Val með einu marki 26-27. Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, gerði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins.

Selfyssingar áfram í Evrópu eftir jafntefli
Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir að hafa gert jafntefli gegn tékkneska liðinu Koprivnice í dag. Lokatölur 28-28, en Selfoss vann fyrri leikinn með sex mörkum og fara því áfram.

Haukar og Valur með góða sigra
Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár
Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.