Ástin á götunni

Fréttamynd

Cristiano Ronaldo jafnaði markametið - myndir

Cristiano Ronaldo skoraði öll þrjú mörk Portúgala á Friends Arena í kvöld þegar Portúgal tryggði sér sæti á HM í Brasilíu með 3-2 sigri. Ronaldo skoraði öll fjögur mörk Portúgals í umspilsleikjunum tveimur og hafði betur í einvíginu á móti Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Algjör þögn í búningsklefanum

Guðmundur Benediktsson ræddi við Lars Lagerbäck, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, í rigningunni fyrir utan Maksimir-leikvanginn í kvöld en íslenska landsliðið er úr leik á HM eftir 2-0 tap á móti Króatíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Úti er HM-ævintýri - myndir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 tap á móti Króatíu í seinni umspilsleiknum í Zagreb í kvöld. HM-draumurinn er því úti að þessu sinni en íslenska landsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á stórmót.

Fótbolti
Fréttamynd

Mertesacker tryggði Þjóðverjum sigur á Wembley

Auk umspilsleikjanna um laus sæti á HM í Brasilíu þá fóru í kvöld fram nokkrir vináttulandsleikir. Það vakti þar mikla athygli að Spánverjar töpuðu fyrir Suður-Afríku og Þjóðverjar unnu Englendinga á Wembley.

Fótbolti
Fréttamynd

Gana og Alsír síðustu Afríkuþjóðirnar inn á HM

Gana og Alsír tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Brasilíu og þar með er ljóst hvaða fimm Afríkuþjóðir verða með í úrslitakeppninni næsta sumar. Fílabeinsströndin, Nígería og Kamerún höfðu áður tryggt sig inn á HM 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferð til Brasilíu í sumar er ekki lengur draumur

Karlalandsliðið í knattspyrnu er níutíu mínútum frá einu mesta afreki í sögu vinsælustu íþróttar í heimi. Augu heimsins eru á strákunum sem halda sig á jörðinni en vita um leið að möguleikinn er fyrir hendi.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona hélst grasið grænt í Laugardalnum

Laugardalsvöllurinn var heldur betur í toppstandi í fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu á föstudagskvöldið og það þrátt fyrir að það væri kominn 15. nóvember og vetur konungur genginn í garð á Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hallbera hættir hjá Piteå

Íslenska landsliðskonan Hallbera Gísladóttir mun ekki spila áfram með sænska liðinu Piteå en hún ætlar ekki að endurnýja samning sinn við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill nálgast landsliðið

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið seldur til skoska stórliðsins Celtic og heldur utan á morgun til að ganga formlega frá samningum. Hann óttast ekki samkeppnina í Skotlandi og segir að með þessu sé draumur að rætast.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bara ljúfmenni í landsliðinu

Sigurður Sveinn Þórðarson, búningastjóri landsliðsins, sér til þess að strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafi allt til alls í bæði æfingum og leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumurinn um Brasilíu lifir

Hetjuleg barátta landsliðsmanna Íslands heldur draumnum um þátttöku á HM næsta sumar lifandi. Meiðsli lykilmanns og rautt spjald drógu ekki þróttinn úr okkar mönnum heldur efldu þá. Möguleikinn er enn fyrir hendi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar: Vorum að spila fullkominn varnarleik

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, átti flottan leik í markalausa jafnteflinu á móti Króatíu í kvöld. Hann hélt Mario Mandžukić og félögum niðri ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu.

Fótbolti