Ástin á götunni

Fréttamynd

Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli

"Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri.

Fótbolti
Fréttamynd

Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá

"Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val

Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg.

Fótbolti
Fréttamynd

Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn

"Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt

Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA

Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti