
Spænski boltinn

Iniesta vill vinna alla sex titlana á næstu leiktíð
Andrés Iniesta, miðjumaður Barcelona, segir að Barcelona vilji vinna alla sex titlana sem í boði eru á næstu leiktíð. Barcelona vann þrennuna á síðustu leiktíð, en Iniesta vill gera enn betur á næstu leiktíð.

United lækkar verðið á De Gea sem er búinn að kveðja liðsfélaga sína
Manchester United vill nú "aðeins“ 35 milljónir fyrir spænska markvörðinn sem vill komast til Spánar.

Vidal klár með fimm ára samning við Real Madrid
Arturo Vidal hefur gert fimm ára samning við Real Madrid samkvæmt heimildum spænska blaðsins Sport en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með bæði Juventus og landsliði Síle.

Forseti Barcelona: Zlatan langaði að kýla Guardiola
Sænski framherjinn og þáverandi þjálfari Barcelona voru engir vinir þegar þeir voru saman hjá Katalóníurisanum.

Arda Turan: Umboðsmaðurinn í viðræðum við 3-4 félög
Arda Turan, leikmaður Atletico Madrid, segir að umboðsmaður sinn sé í viðræðum við nokkur félög.

Ramos vill fara til Man United og United býður 28,6 milljónir punda
Sergio Ramos vill fara frá Real Madrid og Sky Sports hefur heimildir fyrir því að leikmaðurinn hafi gert forráðamönnum spænska félagsins fulla grein fyrir því.

Neville ráðinn aðstoðarþjálfari Valencia
Phil Neville, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Valencia á Spáni, en Valencia gaf út tilkynningu þess efnis í dag.

Alfreð á leið til Grikklands
Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum.

Ronaldo: Ánægður hjá besta félagsliði í heiminum
Einn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo er ekki á leið burt frá Real Madrid. Segist ánægður hjá besta félagsliði í heiminum.

Hefði ekki farið aftur heim til Spánar hefði ég klikkað
Þrjú ár eru í dag síðan Spánn vann Portúgal í undanúrslitum Evrópumótsins í vítaspyrnukeppni. Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid og Spánar, steig þá á punktinn og tók svokallað "paneka" vítaspyrnu.

Jackson Martinez til Atletico Madrid
Jackson Martinez, framherji Porto, staðfesti eftir leik Kólumbíu og Argentínu í gær að hann væri á leiðinni til Atletico Madrid. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leikinn í gær.

Umboðsmaður Bacca staðfestir áhuga Liverpool
Sergio Barila, umboðsmaður Carlos Bacca, fullyrðir að Liverpool hafi áhuga á að klófesta framherjann. Bacca, sem leikur með Sevilla, fór á kostum á síðasta tímabili og eru mörg félög á eftir kappanum.

Jackson Martínez á leið til Atletico Madrid samkvæmt umboðsmanni hans
Umboðsmaður Jackson Martínez segir að Atletico Madrid hafi komist að samkomulagi við Porto um kaup á kólumbíska framherjanum.

Zidane: Ég vildi starfið sem Benítez fékk
Franska goðsögnin hafði mikinn áhuga á að þjálfa Real Madrid en verður áfram með B-liðið.

Illaramendi til Liverpool?
Liverpool vill krækja í Asier Illarramendi, miðjumann Real Madrid, en þetta kemur fram í Marca í morgun. Illaramendi hefur ekki átt fast sæti í liði Real og kýs hann að skoða stöðuna í sumar.

Messi miður sín yfir banni Neymar
Lionel Messi, hinn magnaði leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, er miður sín yfir fjögurra leikja banni sem, samherji hans hjá Barcelona, Neymar fékk á Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu.

Chelsea og City blandast í baráttuna um Song
Chelsea og Manchester City eru sögð í viðræðum við Barcelona um að krækja í miðjumanninn Alex Song, en þetta hefur Sky Sports fréttastofan samkvæmt heimildum.

Enrique áfram hjá Barcelona
Þjálfarinn gerði nýjan samning við spænska risann til ársins 2017.

Dani Alves áfram hjá Barcelona til 2017
Dani Alves hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Barcelona, með möguleika á þriðja árinu.

Kosningaloforðið er að halda Enrique hjá Barcelona
Þrennuþjálfarinn óttast um framtíð sína hjá Katalóníurisanum.

Arftaki Dani Alves fundinn
Nýkrýndir Evrópumeistarar Barcelona hafa fest kaup á varnarmanninum Aleix Vidal frá Sevilla.

Henry: Xavi er herra Barcelona
Xavi spilar sinn síðasta leik fyrir Börsunga í Berlín á laugardaginn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Norwich vill fá Alfreð Finnbogason
Nýliðarnir í úrvalsdeildinni sagðir mjög áhugsamir um íslenska landsliðsframherjann

Real Madrid staðfestir ráðningu Benitez
Spánverjinn gerði þriggja ára samning við spænsku risana.

Mourinho: Hvernig getum við komið hinu liðinu á óvart þegar einn ykkar er rotta?
Portúgalski þjálfarinn sturlaðist í klefa Real Madrid þegar hann grunaði leikmann um að leka byrjunarliðinu í fjölmiðla.

Alfreð gæti farið á láni til Everton
David Moyes til í að senda íslenska landsliðsframherjann til síns gamla félags.

Umboðsmaður Ancelotti: 99% líkur á að Benítez taki við Real Madrid
Umboðsmaður Carlos Ancelotti segir 99% líkur á því að Rafa Benítez verði næsti knattspyrnustjóri Real Madrid.

Moyes verður áfram á Spáni
David Moyes, stjóri Real Sociedad, staðfesti í viðtali við Revista de La Liga að hann muni verði áfram á Spáni á næstu leiktíð. Moyes hefur verið orðaður við lið eins og Newcastle og West Ham undanfarnar vikur.

Ancelotti rekinn frá Real Madrid
Carlo Ancelotti hefur verið rekinn sem stjóri Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Marca greinir frá þessu nú síðdegis.

Ancelotti: Ef ég verð rekinn mun ég taka mér ár í pásu
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að hann muni taka sér ársleyfi verði hann rekinn frá Madrídarliðinu í sumar. Real vann engan titil á tímabilinu og það er ekki ásættanlegur árangur þar á bæ.