Spænski boltinn

Fréttamynd

Eiður í leikmannahópi Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen hefur náð að hrista af sér meiðsli og er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Real Murcia í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Deco á leið frá Barcelona

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hefur lýst því yfir að hann ætli að fara frá Barcelona í sumar. Stuðningsmenn Barcelona bauluðu á hann í tapinu gegn Mallorca um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar Barcelona

Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í maí.

Fótbolti
Fréttamynd

Vann báða leikina gegn Barcelona í fyrsta skipti í 24 ár

Spánarmeistarar Real Madrid hafa góða ástæðu til að fagna þessa dagana. Liðið vann á dögunum annan meistaratitil sinn í röð og með 4-1 sigri á Barcelona í gær vann liðið þar með báða deildarleiki sína gegn Barcelona í fyrsta sinn í 24 ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham á eftir Eto´o

Spænska blaðið Marca fullyrðir að Tottenham hafi gert Barcelona formlega fyrirspurn í framherjann Samuel Eto´o og hefur fengið þau svör að hann sé falur fyrir 35 milljónir evra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid kjöldró Barcelona

Real Madrid vann 4-1 stórsigur á Barcelona á heimavelli sínum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola að vera skipt út af á 24. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Joaquin til Everton?

Joaquin gæti farið til Everton í sumar. Þessi vængmaður Valencia vill yfirgefa spænska liðið eftir tímabil vonbrigða og David Moyes vill fá hann. Joaquin er einnig á óskalista ítalska liðsins Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa er eftirsóttur

Spænski landsliðsframherjinn David Villa er gríðarlega eftirsóttur þessa dagana ef marka má spænska fjölmiðla. Talið er líklegt að hann fari frá Valencia í sumar og hefur hann m.a. verið orðaður við félög á Englandi og Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho ekki ódýr

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Ronaldinho fari ekki á minna en 40 milljónir evra eða 4,6 milljarða króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði fyrir Deportivo

Barcelona tapaði 2-0 fyrir Deportivo í spænsku deildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona, en Frank Rijkaard þjálfari hvíldi nokkra af lykilmönnum liðsins vegna leiksins við Manchester United í næstu viku.

Fótbolti